1884

Austri, 30. jan. 1884, 1. árg., 4. tbl., bls. 42.:

Fáein orð um vegina
(Aðsent)
Síðan Alþing vort fékk löggjafarvald, hefur á hverju ári verið varið ærnu fé úr landssjóði til vegabóta á fjallvegum, og hafa vegir þessir víða hvar tekið stórmiklum umbótum, þótt sumsstaðar kunni vegabæturnar að vera miður vandaðar, en æskilegt væri, og sumsstaðar vanti enn mjög mikið til þess að vegirnir séu fullgjörðir. Sumsstaðar er ekki einu sinni byrjað á að lagfæra fjallvegina, svo það fer senn hvað líður í hönd, að sumar heiðar verði með öllu ófærar fyrir hesta á sumardag, því ekki er nú lagfært svo mikið sem tekinn sé steinn úr götu, nema á kostnað landssjóðsins síðan vegalögin 15. okt. 1875 fengu gildi. Það er nú að vísu engin von til þess, að gjörðir verði góðir vegir á öllum fjallvegum vorum, á fáum árum. Til þess skortir bæði fé og vinnukraft, og eigi síst nógu marga hæfa menn til að standa fyrir vegagjörðunum. En misjafnar skoðanir munu vera um það, hvort landsstjórnin hafi verið sem heppnust í að ákveða hvar fyrst skuli gjöra við fjallvegina. Eftir fyrirmælum fjárlaganna eiga þeir fjallvegir að sitja í fyrirrúmi, sem aðalpóstleiðir liggja um, og er þetta í alla staði vel hugsað; en ein heiði er þó eftir, sem alls ekkert hefur verið gjört við um langa tíma, sem liggur á leið þess aðalpósts, er eftir því sem ég þekki til hefur lengsta og torfærasta leið að fara af öllum póstum landsins. Þessi heiði er Lónsheiði, milli Múlasýslu og Skaftafellssýslu; hún er að vísu eigi löng byggða á milli, en fyrir 6 árum síðan var hún lítt fær um hásumar með hesta, og víða svo að eigi var unnt að komast nema fót fyrir fót. Síðan hefur alls ekkert verið gjört við hana, svo því má nærri geta, hvernig vegurinn nú er orðinn á henni, einkum þar sem talsverður kafli af honum liggur meðfram gjá, í hallandi urð, neðan undir klettabelti, sem stöðugt falla björg og stórsteinar úr, er sumpart lenda á veginum, eða hrynja alla leið niður í gjána. Þetta er vetur póstsins milli Prestsbakka og Eskifjarðar, sem hefur á leið sinni hina lengstu eyðisanda, sem farnir eru hér á landi – að fráskildum Sprengisandi – og hin langverstu vatnsföll sem eigi er ferja á, auk þriggja annarra fjallvega, sem eru á leið hans. Ég tel það víst, að landstjórninni sé eigi kunnugt um hve ill heiði þessi er yfirferðar; en það þykir mér lýsa of miklu áhugaleysi af sýslunefndum þeim, sem næstar eru heiðinni, að hafa ekki þegar skorað á hlutaðeigandi amtsráð um að fara þess á leit við landshöfðingja, að hann veiti fé til að gjöra við þennan fjallveg sem allra fyrst.
Hvað sýsluvegina snertir, þá mun víðast hvar hafa verið sýndur talsverður áhugi á að koma þeim í lag, en vorkunn er þótt það taki langan tíma, að koma þeim öllum í gott lag, einkum þar sem margir heiðarvegir eru í sömu sýslunni, sem ætíð eru erfiðir við að eiga. Það virðist vera mjög ólíkt að gjöra viðunanlegan sýsluveg í Rangárvallasýslu, þar sem hvorki er svo mikið sem lítill heiðarháls yfir að fara, né nokkur önnur óteljandi torfæra, hjá því í sumum öðrum sýslum t.d. Múlasýslunum, þar sem hver fjallvegurinn er fram af öðrum, og sumir mjög fjölfarnir. Það virðist vera mjög ólíkt að gjöra viðunanlegan sýsluveg í Rangárvallasýslu, þar sem hvorki er svo mikið sem lítill heiðarháls yfir að fara, né nokkur önnur teljandi torfæra, hjá því í sumum öðrum sýslum t. d. Múlasýslunum, þar sem hver fjallvegurinn er fram af öðrum, og sumir mjög fjölfarnir. Það virðist því eiga mjög vel við, að þær sýslurnar, sem þannig hagar til í, gætu notið einhvers styrks úr landssjóði, svo að þær, að minnsta kosti með tímanum gætu notið sömu hagsmuna af greiðfærum vegum, sem hinar sýslurnar, sem betur standa að vígi frá náttúrunnar hendi. Ég tel það mjög líklegt, ef sýslunefndir þær, er hlut eiga að máli, bæru þessi vandkvæði sín fram fyrir alþingi* ), þá mundi það veita fjárstyrk þar sem þess væri helst þörf, með vissum skilyrðum.
Þar sem nú bæði landsstjórn og sýslunefndir hafa unnið dyggilega að sínum hluta að vegabótum hér á landi, þá verður, því miður, eigi hið sama sagt um hreppanefndirnar víða hvar. Í 5. gr. Vegalaganna 15. okt. 1875 er kveðið svo á, að hreppsnefndirnar ráði, hver í sínum hreppi, hvernig vegabótagjaldinu er varið. Þó skulu þær gjöra hlutaðeigandi sýslunefnd grein fyrir því, hvað unnið hefir verið að vegabótum hvert ár, og hvernig vegabótagjaldinu hefir verið varið. Mér er óhætt að fullyrða, að ákvörðunum þessum í greininni er eigi fullnægt allstaðar; í sumum hreppum mun hvorki vera gengist eftir vegabótagjaldinu, né því að gjaldendur vinni gjaldið af sér; og þá má geta nærri hverja grein hreppsnefndin getur gjört sýslunefndinni fyrir því, hvernig vegabótagjaldinu er varið. Þar sem þetta á sér stað, ræður að líkindum hvernig hreppavegirnir muni vera; þar sem þeir eru ekki orðnir ófærir, þar verða þeir það áður en langt um líður; svo ef ókunnugum manni verður það, að fara út af sýsluveginum, þá kemst hann, í slíkum hreppum í ógöngur*). Ég skal fúslega játa að frá þessu eru heiðarlegar undantekningar, - en þetta má alls ekki eiga sér stað. Það ætti þó hverri hreppsnefnd að vera sjálfhugað um, að hafa hreppsvegina hjá sér í bærilegu lagi, - og engum gjaldanda getur verið það um megn að inna þetta gjald af hendi, þar sem honum gest kostur á að vinna það af sér.
Til að koma í veg fyrir þessi undanbrögð hjá hreppsnefndunum að gæta skyldu sinnar í þessu efni, virðist það liggja beinast við, samkvæmt vegalögunum, að sýslunefndirnar gangi ríkt eftir því, að hver hreppsnefnd sendi til sýslunefndarinnar uppástungur sínar um, hvar og hvað skuli gjöra við hreppsvegina á næsta sumri, sem og áætlun um tilvonandi tekjur hreppsvegasjóðsins, og um kostnaðinn við vegabæturnar. Sýslunefndin sendir þvínæst hreppanefndunum úrskurð sinn um uppástungurnar, svo fljótt sem þörf er á. Þegar svo vegagjörðinni er lokið, skal sýslunefndinni tafarlaust gjörð grein fyrir því, hvað unnið hefur verið og hvað verkið hefur kostað. Væri því næsta æskilegt, að sýslunefndin kysi mann úr sínum flokki, til að skoða vegagjörðina í hverjum hrepp, þó þannig, að alderi yrði sýslunefndarmaður úttektarmaður að vegum í sínum eigin hrepp, til þess að koma í veg fyrir að nokkur hlutdrægni ætti sér stað. Ættu svo skoðunarmennirnir að skýra sýslunefndinni frá áliti sínu, og öll vanrækt í vegagjörðinni sæta sektum eftir málavöxtum. Kostnaðinn við skoðunargjörðina ætti að greiða af sýslusjóði, að því leyti sem sektirnar ekki yrðu nægar til að borga með þeim kostnaðinn.
Mér virðist þetta vera svo mikilsvarðandi mál, að því ætti að sinni hið allra fyrsta, og vona því að þessum línum verði gefið rúm í hinum nýfædda blaði Austfirðinga.
8/12 “83.
KL.
*) Alþingi í sumar er leið, voru einmitt veittar 8.000 kr. fyrir hvort árið, 1884 og 1885, “til að styrkja sýslusjóði til að bæta sýsluvegi á aðalpóstleiðum”.
*) Því miður mun þetta eiga sér víða stað, og ættu því hreppsnefndir og sýslunefndir að láta bendingar höfundarins til umbóta á þessu verða sér að kenningu.
Ritstj.


Austri, 30. jan. 1884, 1. árg., 4. tbl., bls. 42.:

Fáein orð um vegina
(Aðsent)
Síðan Alþing vort fékk löggjafarvald, hefur á hverju ári verið varið ærnu fé úr landssjóði til vegabóta á fjallvegum, og hafa vegir þessir víða hvar tekið stórmiklum umbótum, þótt sumsstaðar kunni vegabæturnar að vera miður vandaðar, en æskilegt væri, og sumsstaðar vanti enn mjög mikið til þess að vegirnir séu fullgjörðir. Sumsstaðar er ekki einu sinni byrjað á að lagfæra fjallvegina, svo það fer senn hvað líður í hönd, að sumar heiðar verði með öllu ófærar fyrir hesta á sumardag, því ekki er nú lagfært svo mikið sem tekinn sé steinn úr götu, nema á kostnað landssjóðsins síðan vegalögin 15. okt. 1875 fengu gildi. Það er nú að vísu engin von til þess, að gjörðir verði góðir vegir á öllum fjallvegum vorum, á fáum árum. Til þess skortir bæði fé og vinnukraft, og eigi síst nógu marga hæfa menn til að standa fyrir vegagjörðunum. En misjafnar skoðanir munu vera um það, hvort landsstjórnin hafi verið sem heppnust í að ákveða hvar fyrst skuli gjöra við fjallvegina. Eftir fyrirmælum fjárlaganna eiga þeir fjallvegir að sitja í fyrirrúmi, sem aðalpóstleiðir liggja um, og er þetta í alla staði vel hugsað; en ein heiði er þó eftir, sem alls ekkert hefur verið gjört við um langa tíma, sem liggur á leið þess aðalpósts, er eftir því sem ég þekki til hefur lengsta og torfærasta leið að fara af öllum póstum landsins. Þessi heiði er Lónsheiði, milli Múlasýslu og Skaftafellssýslu; hún er að vísu eigi löng byggða á milli, en fyrir 6 árum síðan var hún lítt fær um hásumar með hesta, og víða svo að eigi var unnt að komast nema fót fyrir fót. Síðan hefur alls ekkert verið gjört við hana, svo því má nærri geta, hvernig vegurinn nú er orðinn á henni, einkum þar sem talsverður kafli af honum liggur meðfram gjá, í hallandi urð, neðan undir klettabelti, sem stöðugt falla björg og stórsteinar úr, er sumpart lenda á veginum, eða hrynja alla leið niður í gjána. Þetta er vetur póstsins milli Prestsbakka og Eskifjarðar, sem hefur á leið sinni hina lengstu eyðisanda, sem farnir eru hér á landi – að fráskildum Sprengisandi – og hin langverstu vatnsföll sem eigi er ferja á, auk þriggja annarra fjallvega, sem eru á leið hans. Ég tel það víst, að landstjórninni sé eigi kunnugt um hve ill heiði þessi er yfirferðar; en það þykir mér lýsa of miklu áhugaleysi af sýslunefndum þeim, sem næstar eru heiðinni, að hafa ekki þegar skorað á hlutaðeigandi amtsráð um að fara þess á leit við landshöfðingja, að hann veiti fé til að gjöra við þennan fjallveg sem allra fyrst.
Hvað sýsluvegina snertir, þá mun víðast hvar hafa verið sýndur talsverður áhugi á að koma þeim í lag, en vorkunn er þótt það taki langan tíma, að koma þeim öllum í gott lag, einkum þar sem margir heiðarvegir eru í sömu sýslunni, sem ætíð eru erfiðir við að eiga. Það virðist vera mjög ólíkt að gjöra viðunanlegan sýsluveg í Rangárvallasýslu, þar sem hvorki er svo mikið sem lítill heiðarháls yfir að fara, né nokkur önnur óteljandi torfæra, hjá því í sumum öðrum sýslum t.d. Múlasýslunum, þar sem hver fjallvegurinn er fram af öðrum, og sumir mjög fjölfarnir. Það virðist vera mjög ólíkt að gjöra viðunanlegan sýsluveg í Rangárvallasýslu, þar sem hvorki er svo mikið sem lítill heiðarháls yfir að fara, né nokkur önnur teljandi torfæra, hjá því í sumum öðrum sýslum t. d. Múlasýslunum, þar sem hver fjallvegurinn er fram af öðrum, og sumir mjög fjölfarnir. Það virðist því eiga mjög vel við, að þær sýslurnar, sem þannig hagar til í, gætu notið einhvers styrks úr landssjóði, svo að þær, að minnsta kosti með tímanum gætu notið sömu hagsmuna af greiðfærum vegum, sem hinar sýslurnar, sem betur standa að vígi frá náttúrunnar hendi. Ég tel það mjög líklegt, ef sýslunefndir þær, er hlut eiga að máli, bæru þessi vandkvæði sín fram fyrir alþingi* ), þá mundi það veita fjárstyrk þar sem þess væri helst þörf, með vissum skilyrðum.
Þar sem nú bæði landsstjórn og sýslunefndir hafa unnið dyggilega að sínum hluta að vegabótum hér á landi, þá verður, því miður, eigi hið sama sagt um hreppanefndirnar víða hvar. Í 5. gr. Vegalaganna 15. okt. 1875 er kveðið svo á, að hreppsnefndirnar ráði, hver í sínum hreppi, hvernig vegabótagjaldinu er varið. Þó skulu þær gjöra hlutaðeigandi sýslunefnd grein fyrir því, hvað unnið hefir verið að vegabótum hvert ár, og hvernig vegabótagjaldinu hefir verið varið. Mér er óhætt að fullyrða, að ákvörðunum þessum í greininni er eigi fullnægt allstaðar; í sumum hreppum mun hvorki vera gengist eftir vegabótagjaldinu, né því að gjaldendur vinni gjaldið af sér; og þá má geta nærri hverja grein hreppsnefndin getur gjört sýslunefndinni fyrir því, hvernig vegabótagjaldinu er varið. Þar sem þetta á sér stað, ræður að líkindum hvernig hreppavegirnir muni vera; þar sem þeir eru ekki orðnir ófærir, þar verða þeir það áður en langt um líður; svo ef ókunnugum manni verður það, að fara út af sýsluveginum, þá kemst hann, í slíkum hreppum í ógöngur*). Ég skal fúslega játa að frá þessu eru heiðarlegar undantekningar, - en þetta má alls ekki eiga sér stað. Það ætti þó hverri hreppsnefnd að vera sjálfhugað um, að hafa hreppsvegina hjá sér í bærilegu lagi, - og engum gjaldanda getur verið það um megn að inna þetta gjald af hendi, þar sem honum gest kostur á að vinna það af sér.
Til að koma í veg fyrir þessi undanbrögð hjá hreppsnefndunum að gæta skyldu sinnar í þessu efni, virðist það liggja beinast við, samkvæmt vegalögunum, að sýslunefndirnar gangi ríkt eftir því, að hver hreppsnefnd sendi til sýslunefndarinnar uppástungur sínar um, hvar og hvað skuli gjöra við hreppsvegina á næsta sumri, sem og áætlun um tilvonandi tekjur hreppsvegasjóðsins, og um kostnaðinn við vegabæturnar. Sýslunefndin sendir þvínæst hreppanefndunum úrskurð sinn um uppástungurnar, svo fljótt sem þörf er á. Þegar svo vegagjörðinni er lokið, skal sýslunefndinni tafarlaust gjörð grein fyrir því, hvað unnið hefur verið og hvað verkið hefur kostað. Væri því næsta æskilegt, að sýslunefndin kysi mann úr sínum flokki, til að skoða vegagjörðina í hverjum hrepp, þó þannig, að alderi yrði sýslunefndarmaður úttektarmaður að vegum í sínum eigin hrepp, til þess að koma í veg fyrir að nokkur hlutdrægni ætti sér stað. Ættu svo skoðunarmennirnir að skýra sýslunefndinni frá áliti sínu, og öll vanrækt í vegagjörðinni sæta sektum eftir málavöxtum. Kostnaðinn við skoðunargjörðina ætti að greiða af sýslusjóði, að því leyti sem sektirnar ekki yrðu nægar til að borga með þeim kostnaðinn.
Mér virðist þetta vera svo mikilsvarðandi mál, að því ætti að sinni hið allra fyrsta, og vona því að þessum línum verði gefið rúm í hinum nýfædda blaði Austfirðinga.
8/12 “83.
KL.
*) Alþingi í sumar er leið, voru einmitt veittar 8.000 kr. fyrir hvort árið, 1884 og 1885, “til að styrkja sýslusjóði til að bæta sýsluvegi á aðalpóstleiðum”.
*) Því miður mun þetta eiga sér víða stað, og ættu því hreppsnefndir og sýslunefndir að láta bendingar höfundarins til umbóta á þessu verða sér að kenningu.
Ritstj.