1884

Þjóðólfur, 1. nóv. 1884, 36. árg., 42. tbl., forsíða:

Lýsing á Kjalvegi.
Eftir Sigurð Pálsson í Haukadal.
Það munu margir hafa heyrt nefndan Kjalveg, sem liggur milli Norðlendingafjórðungs og Sunnlendingafjórðungs upp úr Árnessýslu, en færrum mun nú kunnugt hvar hann liggur milli byggða. Ég ætla því með þessum línum að lýsa honum eftir því sem mér er kunnugt. Hann liggur upp úr Biskupstungum og Hrunamannahreppi, en fyrrum var hann vanalega farinn upp úr Þingvallasveit, var þá farinn Kaldalsvegur upp á Hofmannaflöt, en þar skiptust vegir, var farið til austnorðurs inn á Biskupsflöt, þaðan til landsuðurs í skar á lágum fjallgarði, sem liggur fyrir austan flötina. Þegar komið er yfir skarðið, liggur vegurinn inn með fjallgarðinum, þangað til komið er beint á móts við lítinn fjallshnúk, sem er austur í hrauninu fram af Skjaldbreið, - tveir eru hnúkarnir og langt bil á milli, er þetta inn efri – er nú haldið þangað og sunnan undir hnúknum. Hnúkur þessi heitir Sleðaás, og er vestan undir honum stór klettur, sem kallaður er Grettistak; hann stendur á sínum minnsta flatvegi og eru undir honum steinar. Frá hnúknum liggur vegurinn í landnorður upp í skarðið fyrir framan Skjaldbreið. Það heitir Klukkuskarð; þar eru tveir hólar sem heita Klukkur; vegurinn er fyrir framan þá og sunnan Skjaldbreið, er stefnt í landnorður á Hlöðufell, það er hátt, þverhnípt hamrafjall. Fyrir sunnan veginn er mikill og langur fjallgarður, þar er fjall sem heitir Eiríksfell, neðan undan því eru Eiríksvellir, þar er farið um; þar er nú blásið mjög. Við austurenda þessa fjallgarðs liggur nú vegurinn upp á Hlöðuvelli, sem eru sunnan undir Hlöðufelli; þar er góður áfangastaður. Allur vegurinn frá Hofsmannaflöt hingað er óglöggir slóðar, og víða grýttir mjög. Af Hlöðuvöllum liggur vegurinn yfir grýttan hraunsand, sem heitri Rótasandur, er stefnt í landsuður, á Högnahöfða, sem er mjög hátt fjall á fjallgerði þeim, sem liggur austan megin Rótasands, er þar skarð austur úr norðan undan Högnahöfða, það heitir Hellisskarð, um það er farið, og er í austanverðu skarðinu farið niður með suðurbarminum á djúpu gili. Úr Hellisskarði lá vegurinn í fyrndinni til landnorðurs fyrir norðan byggð í Biskupstungum. Var farið hjá fjalli því, er Svínafell heitir, norðarlega í Úthlíðarhraunum, þaðan til norðurenda Sandfells, þar var áfangastaður sem hét í Grasdölum; þar er ein tjörn sem heitir Norðlingatjörn. Þaðan hefir vegurinn legið í landnorður fyrir vestan Sandvatn, og svo inn með Sandvatnshlíð, þaðan sjónhending í vesturenda Bláfells, og komið þar á veginn sem liggur upp úr Biskupstungum. Þessi partur vegarins hefir lagst af vegna ágangs af sandi og þar af leiðandi grasleysis. Á seinni tímum var því vegurinn lagður úr Hellisskarði til austurs yfir þvert Úthlíðarhraun, upp á Kvernháls fyrir norðan Bjarnarfell og austur yfir hann ofan í Biskupstungur. Er farið niður skógarhlíð skammt fyrir norðan bæinn Helludal, þá yfir litla á, Langá, þá yfir norðurenda Laugarfells, fyrir norðan Geysi, en sunnan bæinn Haukadal, þá austur fyrir smá-árnar Beiná og Almenningsá að Tungnafljóti og yfir það á Þverbrekknavaði, þar er það í þrem kvíslum, og að austanverðu rennur í það lítill lækur þar sem upp úr er komið. Hjá honum höfðu “Norðlingar” áfanga í svo nefndu Gýgjarhólsþýfi. Þaðan liggur vegurinn til landnorðurs fyrir austan bæinn Kjóastaði. Er þaðan lagt norður á fjöllin og stefnt á austurenda Bláfells. Það er stórt fjall á Biskupstungna afrétti. Er þeirri stefnu haldið inn á Vegatorfur, - sem nú eru að mestu blásnar af. – Við norðurenda þeirra er farið yfir Sandá, er þar rennur til austurs í Hvítá. Er Hvítá þá skammt fyrir austan veginn og rennur það beint í hásuður. Þegar komið er norður yfir Sandá, liggur vegurinn norður Héðinsbrekkur. Þær liggja norður með Hvítá og er hún fast við þær að austanverðu. Þegar þær þrjóta, er stefnt nær hánorðri á vesturenda Bláfells, yfir Brunnaskóga og ofan til yfir Brunnaskógalæk, sem fyrir innan skógana fellur í Hvítá. Hún rennur þar úr landnorðri, en vegurinn stefnir enn til norðurs á vesturenda Bláfells, yfir litla á, sem Grjótá heitir, og svo upp á Bláfellsháls. Það er há og breið grjótalda, sem liggur í norður og vestur af Bláfelli. Liggur vegurinn spölkorn frá fjallinu vestan og norðan megin og tekur þá stefnu til landnorðurs; er farið af hálsinum sunnan megin við gilfarveg, sem liggur þar ofan til landnorðurs. Þar er aftur komið að Hvítá, stutt frá því sem hún rennur úr Hvítárvatni, er þar vað á henni, sem heitir Skagfirðingavað. Það er ofan til við efsta hólmann í ánni og er hún þar í tveim kvíslum. Vaðið er nokkuð djúpt, helst á norðurkvíslinni, og er áríðandi að halda vel á strauminn þegar inn yfir er farið; framyfir ríður minna á því. Nú er bátur við ána að sunnanverðu. Þegar komið er norður yfir Hvítá, er farið inn Hvítársand í landnorður. Á sandinum norðanverðum eru tveir fjallhnúkar, sem heita Skútar, og er vegurinn vestanmegin þeirra. Verður þar fyrir lítil á, sem heitir Svartá; yfir hana á að fara stutt fyrir framan innri Skúta; þar heitir í Svartárbugum; þar má hafa áfangastað og þar er sæluhús fyrir fjallleitarmenn úr Biskupstungum. Svo er farið norður með Svartá þar til hún skiptist í tvær kvíslir, við norðurenda innri Skúta, verður þar nes milli kvíslanna, er heitir Gránunes; þar var áfangastaður ferðamanna (úr Gýgjarhólsþýfi). Vegurinn liggur yfir vesturkvíslina upp í nesið. – Þegar farið er upp úr Hrunamannahreppi, er hér komið á veginn. Í Gránunesi skiptast Kjalvegur og Eyfirðingavegur (eða Vatnahjallavegur). Hann liggur austur yfir eystri kvíslina, en Kjalvegur vestur yfir hina vestri, er svo haldið í landnorður og stefnt á austurenda Kjalfells, sem er hátt hamrafjall alveg sérstakt. Austanundir því er farið, og frá landnorðurenda þess liggur vegurinn upp á Kjölinn, sem er norðurbrúnin á Kjalhrauni; þar er gróðurlaust, hraunstandar, og sandur á milli sumsstaðar. Skammt frá austurenda Kjalfells er farið hjá þeim stað, sem Reynistaða-bræður urðu úti; sér þar enn mikið af hrossa- og sauðabeinum. Upp á Kjölnum er Grettishellir, stutt fyrir austan veginn, stór hellir tvídyraðar, standa á honum sjö vörður mosavaxnar. Þegar komið er hæst á Kjölinn, sést norður í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur; mun þar eitthvert hið víðsýnasta og fróðlegasta pláss á Suðurlandi í góðu veðri. Þaðan af falla öll vötn til norðurs. Er enn stefnt í landnorður á Grúfufell, sem er skammt fyrir norðan Kjölinn. Þangað er sagt að sunnlendingar hafi flutt viðina í stofu Auðunnar rauða Hólabiskups. Frá Grúfufelli er enn stefnt í landnorður yfir Grúfufellsskeið (Dúfunefsskeið?), það er sléttur sandur, norður að Blöndu, þar er vað á Blöndu og sín varða hvoru megin. Það er stuttu framar en Seyðisá fellur í Blöndu; sú á kemur úr Hveradölum, og hefst úr hver þeim, er Seyðir heitir; þar var Fjalla-Eyvindur, sem merki sjást til. Þegar komið er yfir Blöndu, er farið fyrir vestan sæluhústóftir, sem eru vestast í Guðlaugstunum, og svo í landnorður með hæð, sem kölluð er Draugaháls. Þá veður fyrir Strangakvísl og er farið yfir hana nokkru sunnar en hún fellur í Blöndu. Síðan er haldið í vesturhalt landnorður að sæluhúsi, sem kallað er Haugaskáli (Vekelshaugar?); það er norður af Blönduvaðshæð. Þá er stefnt beint í landnorður yfir Galtárdrög norður á Sand; af Sandi liggur vegurinn hátt til landnorðurs þar til komið er norður í Mælifellsdal. Vegur liggur einnig austur að Goðdölum og skilst hann frá aðalveginum norðarlega á Sandi. Á vegi þessum eru víðast góðir hagar, úr því komið er norður yfir Blöndu. Nærri mun láta að lengd þessa vegar, byggða á milli, úr Biskupstungum norður í Mælifellsdal, sé hálfur þriðji lesta áfangi.
Eyfirðingavegur liggur úr Gránunesi yfir austurkvísl Svartár, og fyrir austan Kjalhraun, og svo sömu stefnu til austurs innyfir Blöndu, austur í Álftabrekkur og svo austur með Hofsjökli, hefir maður hann á hægri hönd, austur í syðri Polla. Þar var áfangastaður (úr Gránunesi). Þaðan liggur vegurinn að Jökulsá, yfir hana og svo norðvestan við nyrðri Polla, þá í austurlandnorður austan við Urðarvötn og svo ofan í Eyjafjörð. – Ég hefi, eftir að þetta var ritað, fengið lýsingu á Eyfirðingavegi frá herra Sigurði Jóhannessyni á Hrafnagili, er ég ætla þeim vegi kunnugastan af þeim mönnum, sem nú eru uppi. Set ég hér lýsingu hans orðrétta: “Frá Tjörnum í Eyjafirði liggur vegur þessi fram með Eyjafjarðará fram í svokallaða Selskál, svo þaðan yfir Eyjafjarðará og upp með Hafrá og fram Hafrárdal. Þegar Hafrárdal sleppir, kemur varðaður vegur og liggur hann austan við Urðarvatn og vestan í Kerlingarhnúk. Þegar vötnunum sleppir, beygist vegurinn lítið eitt í vestur og svo í hásuður, og skal ávallt stefna á Laugafell, til þess komið er að Geldingsá. Síðan liggur vegurinn nokkuð vestur, og norðan og vestan við nyrðri Polla að Jökulsá, og áfram í suðvestur í syðri Polla, sem var gamall áfangastaður. Úr Pollum liggur vegurinn í suðvestur og skal ávallt hafa Hofsjökul á vinstri hönd. Örnefni á þessari leið eru: Bleikáluháls og Lambahraun, og liggur vegurinn í gegnum hraunið, og skal svo halda sömu stefnu með Jöklinum suður í Álftabrekkur. Úr Álftabrekkum skal halda heldur meir í vestur að Blöndu, þaðan sömu stefnu austan við Kjalhraun og í Gránunes.”
Vegur hefir einnig legið út úr Kjalvegi norður í Húnavatnssýslu. Hafa vegirnir skipst í Svartárbugum við sæluhúsið, hefir svo verið stefnt í hánorður, upp Kjalhraun, og í múla þann, er gengur fram milli Miðdala eða Þjófadala og Tjarnardala, svo norður með fjallgarði þeim, sem liggur norðvestan megin þeirra, þar til komið er að Oddnýjargili, þaðan í landnorður að Áfangahóli, hann er suður af Kólkuhól, vestan til á Kúluheiði; þaðan í landnorður vestantil við vatn það, er Þrístikla heitir, þaðan vestan við Mjóavatn og norður milli Þremundarvatna. Skammt fyrir norðan Þremundarvötn hefir vegurinn skipst sundur til Vatnsdals, Svínadals, Sléttárdals og Blöndudals. Þessi vegur byggða á milli mun vera meira en hálfur þriðji áfangi.


Þjóðólfur, 1. nóv. 1884, 36. árg., 42. tbl., forsíða:

Lýsing á Kjalvegi.
Eftir Sigurð Pálsson í Haukadal.
Það munu margir hafa heyrt nefndan Kjalveg, sem liggur milli Norðlendingafjórðungs og Sunnlendingafjórðungs upp úr Árnessýslu, en færrum mun nú kunnugt hvar hann liggur milli byggða. Ég ætla því með þessum línum að lýsa honum eftir því sem mér er kunnugt. Hann liggur upp úr Biskupstungum og Hrunamannahreppi, en fyrrum var hann vanalega farinn upp úr Þingvallasveit, var þá farinn Kaldalsvegur upp á Hofmannaflöt, en þar skiptust vegir, var farið til austnorðurs inn á Biskupsflöt, þaðan til landsuðurs í skar á lágum fjallgarði, sem liggur fyrir austan flötina. Þegar komið er yfir skarðið, liggur vegurinn inn með fjallgarðinum, þangað til komið er beint á móts við lítinn fjallshnúk, sem er austur í hrauninu fram af Skjaldbreið, - tveir eru hnúkarnir og langt bil á milli, er þetta inn efri – er nú haldið þangað og sunnan undir hnúknum. Hnúkur þessi heitir Sleðaás, og er vestan undir honum stór klettur, sem kallaður er Grettistak; hann stendur á sínum minnsta flatvegi og eru undir honum steinar. Frá hnúknum liggur vegurinn í landnorður upp í skarðið fyrir framan Skjaldbreið. Það heitir Klukkuskarð; þar eru tveir hólar sem heita Klukkur; vegurinn er fyrir framan þá og sunnan Skjaldbreið, er stefnt í landnorður á Hlöðufell, það er hátt, þverhnípt hamrafjall. Fyrir sunnan veginn er mikill og langur fjallgarður, þar er fjall sem heitir Eiríksfell, neðan undan því eru Eiríksvellir, þar er farið um; þar er nú blásið mjög. Við austurenda þessa fjallgarðs liggur nú vegurinn upp á Hlöðuvelli, sem eru sunnan undir Hlöðufelli; þar er góður áfangastaður. Allur vegurinn frá Hofsmannaflöt hingað er óglöggir slóðar, og víða grýttir mjög. Af Hlöðuvöllum liggur vegurinn yfir grýttan hraunsand, sem heitri Rótasandur, er stefnt í landsuður, á Högnahöfða, sem er mjög hátt fjall á fjallgerði þeim, sem liggur austan megin Rótasands, er þar skarð austur úr norðan undan Högnahöfða, það heitir Hellisskarð, um það er farið, og er í austanverðu skarðinu farið niður með suðurbarminum á djúpu gili. Úr Hellisskarði lá vegurinn í fyrndinni til landnorðurs fyrir norðan byggð í Biskupstungum. Var farið hjá fjalli því, er Svínafell heitir, norðarlega í Úthlíðarhraunum, þaðan til norðurenda Sandfells, þar var áfangastaður sem hét í Grasdölum; þar er ein tjörn sem heitir Norðlingatjörn. Þaðan hefir vegurinn legið í landnorður fyrir vestan Sandvatn, og svo inn með Sandvatnshlíð, þaðan sjónhending í vesturenda Bláfells, og komið þar á veginn sem liggur upp úr Biskupstungum. Þessi partur vegarins hefir lagst af vegna ágangs af sandi og þar af leiðandi grasleysis. Á seinni tímum var því vegurinn lagður úr Hellisskarði til austurs yfir þvert Úthlíðarhraun, upp á Kvernháls fyrir norðan Bjarnarfell og austur yfir hann ofan í Biskupstungur. Er farið niður skógarhlíð skammt fyrir norðan bæinn Helludal, þá yfir litla á, Langá, þá yfir norðurenda Laugarfells, fyrir norðan Geysi, en sunnan bæinn Haukadal, þá austur fyrir smá-árnar Beiná og Almenningsá að Tungnafljóti og yfir það á Þverbrekknavaði, þar er það í þrem kvíslum, og að austanverðu rennur í það lítill lækur þar sem upp úr er komið. Hjá honum höfðu “Norðlingar” áfanga í svo nefndu Gýgjarhólsþýfi. Þaðan liggur vegurinn til landnorðurs fyrir austan bæinn Kjóastaði. Er þaðan lagt norður á fjöllin og stefnt á austurenda Bláfells. Það er stórt fjall á Biskupstungna afrétti. Er þeirri stefnu haldið inn á Vegatorfur, - sem nú eru að mestu blásnar af. – Við norðurenda þeirra er farið yfir Sandá, er þar rennur til austurs í Hvítá. Er Hvítá þá skammt fyrir austan veginn og rennur það beint í hásuður. Þegar komið er norður yfir Sandá, liggur vegurinn norður Héðinsbrekkur. Þær liggja norður með Hvítá og er hún fast við þær að austanverðu. Þegar þær þrjóta, er stefnt nær hánorðri á vesturenda Bláfells, yfir Brunnaskóga og ofan til yfir Brunnaskógalæk, sem fyrir innan skógana fellur í Hvítá. Hún rennur þar úr landnorðri, en vegurinn stefnir enn til norðurs á vesturenda Bláfells, yfir litla á, sem Grjótá heitir, og svo upp á Bláfellsháls. Það er há og breið grjótalda, sem liggur í norður og vestur af Bláfelli. Liggur vegurinn spölkorn frá fjallinu vestan og norðan megin og tekur þá stefnu til landnorðurs; er farið af hálsinum sunnan megin við gilfarveg, sem liggur þar ofan til landnorðurs. Þar er aftur komið að Hvítá, stutt frá því sem hún rennur úr Hvítárvatni, er þar vað á henni, sem heitir Skagfirðingavað. Það er ofan til við efsta hólmann í ánni og er hún þar í tveim kvíslum. Vaðið er nokkuð djúpt, helst á norðurkvíslinni, og er áríðandi að halda vel á strauminn þegar inn yfir er farið; framyfir ríður minna á því. Nú er bátur við ána að sunnanverðu. Þegar komið er norður yfir Hvítá, er farið inn Hvítársand í landnorður. Á sandinum norðanverðum eru tveir fjallhnúkar, sem heita Skútar, og er vegurinn vestanmegin þeirra. Verður þar fyrir lítil á, sem heitir Svartá; yfir hana á að fara stutt fyrir framan innri Skúta; þar heitir í Svartárbugum; þar má hafa áfangastað og þar er sæluhús fyrir fjallleitarmenn úr Biskupstungum. Svo er farið norður með Svartá þar til hún skiptist í tvær kvíslir, við norðurenda innri Skúta, verður þar nes milli kvíslanna, er heitir Gránunes; þar var áfangastaður ferðamanna (úr Gýgjarhólsþýfi). Vegurinn liggur yfir vesturkvíslina upp í nesið. – Þegar farið er upp úr Hrunamannahreppi, er hér komið á veginn. Í Gránunesi skiptast Kjalvegur og Eyfirðingavegur (eða Vatnahjallavegur). Hann liggur austur yfir eystri kvíslina, en Kjalvegur vestur yfir hina vestri, er svo haldið í landnorður og stefnt á austurenda Kjalfells, sem er hátt hamrafjall alveg sérstakt. Austanundir því er farið, og frá landnorðurenda þess liggur vegurinn upp á Kjölinn, sem er norðurbrúnin á Kjalhrauni; þar er gróðurlaust, hraunstandar, og sandur á milli sumsstaðar. Skammt frá austurenda Kjalfells er farið hjá þeim stað, sem Reynistaða-bræður urðu úti; sér þar enn mikið af hrossa- og sauðabeinum. Upp á Kjölnum er Grettishellir, stutt fyrir austan veginn, stór hellir tvídyraðar, standa á honum sjö vörður mosavaxnar. Þegar komið er hæst á Kjölinn, sést norður í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur; mun þar eitthvert hið víðsýnasta og fróðlegasta pláss á Suðurlandi í góðu veðri. Þaðan af falla öll vötn til norðurs. Er enn stefnt í landnorður á Grúfufell, sem er skammt fyrir norðan Kjölinn. Þangað er sagt að sunnlendingar hafi flutt viðina í stofu Auðunnar rauða Hólabiskups. Frá Grúfufelli er enn stefnt í landnorður yfir Grúfufellsskeið (Dúfunefsskeið?), það er sléttur sandur, norður að Blöndu, þar er vað á Blöndu og sín varða hvoru megin. Það er stuttu framar en Seyðisá fellur í Blöndu; sú á kemur úr Hveradölum, og hefst úr hver þeim, er Seyðir heitir; þar var Fjalla-Eyvindur, sem merki sjást til. Þegar komið er yfir Blöndu, er farið fyrir vestan sæluhústóftir, sem eru vestast í Guðlaugstunum, og svo í landnorður með hæð, sem kölluð er Draugaháls. Þá veður fyrir Strangakvísl og er farið yfir hana nokkru sunnar en hún fellur í Blöndu. Síðan er haldið í vesturhalt landnorður að sæluhúsi, sem kallað er Haugaskáli (Vekelshaugar?); það er norður af Blönduvaðshæð. Þá er stefnt beint í landnorður yfir Galtárdrög norður á Sand; af Sandi liggur vegurinn hátt til landnorðurs þar til komið er norður í Mælifellsdal. Vegur liggur einnig austur að Goðdölum og skilst hann frá aðalveginum norðarlega á Sandi. Á vegi þessum eru víðast góðir hagar, úr því komið er norður yfir Blöndu. Nærri mun láta að lengd þessa vegar, byggða á milli, úr Biskupstungum norður í Mælifellsdal, sé hálfur þriðji lesta áfangi.
Eyfirðingavegur liggur úr Gránunesi yfir austurkvísl Svartár, og fyrir austan Kjalhraun, og svo sömu stefnu til austurs innyfir Blöndu, austur í Álftabrekkur og svo austur með Hofsjökli, hefir maður hann á hægri hönd, austur í syðri Polla. Þar var áfangastaður (úr Gránunesi). Þaðan liggur vegurinn að Jökulsá, yfir hana og svo norðvestan við nyrðri Polla, þá í austurlandnorður austan við Urðarvötn og svo ofan í Eyjafjörð. – Ég hefi, eftir að þetta var ritað, fengið lýsingu á Eyfirðingavegi frá herra Sigurði Jóhannessyni á Hrafnagili, er ég ætla þeim vegi kunnugastan af þeim mönnum, sem nú eru uppi. Set ég hér lýsingu hans orðrétta: “Frá Tjörnum í Eyjafirði liggur vegur þessi fram með Eyjafjarðará fram í svokallaða Selskál, svo þaðan yfir Eyjafjarðará og upp með Hafrá og fram Hafrárdal. Þegar Hafrárdal sleppir, kemur varðaður vegur og liggur hann austan við Urðarvatn og vestan í Kerlingarhnúk. Þegar vötnunum sleppir, beygist vegurinn lítið eitt í vestur og svo í hásuður, og skal ávallt stefna á Laugafell, til þess komið er að Geldingsá. Síðan liggur vegurinn nokkuð vestur, og norðan og vestan við nyrðri Polla að Jökulsá, og áfram í suðvestur í syðri Polla, sem var gamall áfangastaður. Úr Pollum liggur vegurinn í suðvestur og skal ávallt hafa Hofsjökul á vinstri hönd. Örnefni á þessari leið eru: Bleikáluháls og Lambahraun, og liggur vegurinn í gegnum hraunið, og skal svo halda sömu stefnu með Jöklinum suður í Álftabrekkur. Úr Álftabrekkum skal halda heldur meir í vestur að Blöndu, þaðan sömu stefnu austan við Kjalhraun og í Gránunes.”
Vegur hefir einnig legið út úr Kjalvegi norður í Húnavatnssýslu. Hafa vegirnir skipst í Svartárbugum við sæluhúsið, hefir svo verið stefnt í hánorður, upp Kjalhraun, og í múla þann, er gengur fram milli Miðdala eða Þjófadala og Tjarnardala, svo norður með fjallgarði þeim, sem liggur norðvestan megin þeirra, þar til komið er að Oddnýjargili, þaðan í landnorður að Áfangahóli, hann er suður af Kólkuhól, vestan til á Kúluheiði; þaðan í landnorður vestantil við vatn það, er Þrístikla heitir, þaðan vestan við Mjóavatn og norður milli Þremundarvatna. Skammt fyrir norðan Þremundarvötn hefir vegurinn skipst sundur til Vatnsdals, Svínadals, Sléttárdals og Blöndudals. Þessi vegur byggða á milli mun vera meira en hálfur þriðji áfangi.