1883

Tenging í allt blaðaefni ársins 1883

Þjóðólfur, 3. mars 1883, 35. árg., 11. tbl., bls. 30:
Ferðamaður segir mikla vanhirðu á sæluhúsinu á Kolviðarhóli.

Sæluhúsið á Kolviðarhól.
Þegar ég í síðastliðnum desember var á ferð yfir Hellisheiði, kom ég, eins og lög gjöra ráð fyrir að Kolviðarhóli, var það sumpart af því, að mig langaði til að sjá Sæluhúsið, er svo margir höfðu gefið til, og sem allir hljóta að álíta ómissandi, gjörði ég mér góða von um að geta dvalið þar hálfan klukkutíma óneyddir af kulda; ég styrktist líka í þeirri von, þegar ég lauk upp hurðinni á gestastofunni, því þar blasti við augunum ofn, sem tók upp undir loft, en þegar ég fór betur að gæta að, sá ég að ofn þessi mundi vera settur þarna einungis til málamynda, því ekki sáust nein merki þess að í hann hefði komið eldur, því að hann var allur alþakinn ryði, enda sáust þess ljós merki á húsinu sjálfu, því ekki sást litur á því fyrir slaga og klaka, sem reykjasvælan úr eldhúsinu hafði ekki náð til að bræða. Þessi vanhirðing á húsinu hlýtur að vera mjög skaðleg, og undir eins sorgleg fyrir þá, sem af litlum efnum gáfu til þessa nytsama fyrirtækis; og annaðhvort er það, að sá, sem nú býr í sæluhúsinu á Kolviðarhóli, hefir of lítinn styrk af opinberu fé, eða hann að öðrum kosti er ekki fær um að hafa það til umráða.
Að síðustu vil ég óska þess, að þeir, sem eiga að hafa yfirumsjón með húsinu, vildu sjá um, að þetta nytsama hús verði ekki þannig á fáum árum eyðileggingarinnar bráð.
Ferðamaður.


Þjóðólfur, 14. apríl 1883, 35. árg., 17. tbl., forsíða:
Greinarhöfundur hefur reiknað það út hve hagkvæmt er að brúa Ölfusá og Þjórsá. Hann ræðir einnig um veginn milli Reykjavíkur og Árnessýslu þó svo margt ljótt en satt hafi verið sagt um hann að þar sé óþarfi við að bæta.

Samgöngumál Suður-landsins.
Geti maður með nokkrum rétti talað um almenn áhugamál í þeim héröðum, sem svo að segja enga almenna mannfundi eiga sér og því aldrei ræða verulega velferðarmál félagsins, er óhætt að fullyrða það, að “Brúarmálið” (brúun Þjórsár og Ölfusár) var áhugamál Rangæinga fyrst eftir að því var hreyft. Menn hittust varla svo, að það bæri ekki á góma, og allir voru samdóma um, að sýslum þessum riði á engu meira en að fá því framgengt. Fyrir Alþingi og stjórn komst þetta mál líka, en átti þar misjöfnu láni að fagna, þó það einu sinni væri komið vel á veg. Vegur sá varð þó ekki langgæður, því á síðasta þingi var málið ekki nefnt, svo menn skyldu halda að það nú væri dautt eða væri á leiðinni til að veslast upp eins og sum önnur velferðarmál. Þetta vona ég þó að ekki sé, heldur að málið hafi tekið sér hvíld og góðar náðir eftir hrakninga sína og hrakfarir, og í þessari von ætla ég með línum þessum að leitast við að sýna fram á, hversu mikil nauðsyn er á, að brýr þessar verði gjörðar sem fyrst.
Það hefir áður verið tekið fram í Þjóðólfi, að flutningur á 200 pd. frá Reykjavík og austur í miðja Árnessýslu kostaði 6 kr. – Reikningur þessi er þó ekki allskostar nákvæmur, og skal ég nú sýna hvað aðdrættir hér kosta þegar rétt er reiknað. Það mesta, sem einum lestamanni er ætlað, er að hafa 6 hesta í lest með fullum klyfjum, og þegar allt er tafalaust, er hann 5 daga í ferðinni. Með reiðhesti eru því 7 hestar og einn maður í 5 daga. – Hesturinn kostar 3 kr., eða 7 hestar og einn maður í 5 daga. – Hesturinn kostar 3 kr. , eða 7 hestar 21 kr.; maðurinn hefir í fæði og kaup 3 kr. á dag eða 15 kr. í 5 daga. Ferjutollur er minnst 20 au. á hestinn eða 1 kr. 40 au., kostar þá ferðin alls 37 kr. 40 au., eða 6 kr. 23 au. hver 200 pd. heimflutt. Hér er þó sleppt tjaldleigu, hestavöktun meðan verið er í kaupstað og mörgum fleiri smákostnaði, sem þó oftast er óumflýjanlegur. Reikningur þessi er miðaður við sveitirnar austan Ölfusár eða Flóa, Skeið og Hreppa. Hér er og gjört ráð fyrir tafarlausri ferð, og þeim tíma sem hestar fást með bestu verði, það er hásumarið. – Ég vil nú gjöra ráð fyrir að aðdráttur manna í þessum sveitum sé sem svari einum hesti fyrir hvert jarðarhundrað. Þó þetta sé áætlun. Mun mega fullyrða að hún ekki sé of há og það er fyrir mestu. Eftir jarðabókinni 1861 eru í áðurnefndum sveitum 4371 jarðhundruð, og dragi nú sveitirnar að sér á jafnmörgum hestum, verður aðdráttarkostnaður þeirra allra 4371x6,23 kr. eða 27,231 kr. 33 au. þetta er stór tala, og víst er um það, þessar fáu og fátæku sveitir mundu ekki þykjast standa sig við að greiða árlega upphæð þessa fyrir aðdrátt sinn, þó hann væri fluttur þeim heim í hlað. Mér mun og verða svarað því, að þó þessi tala sýnist rétt á pappírnum, séu það missýningar einar; ég dragi að mér á mínum hestum og með mínum mönnum, hér sé því ekki að tala um útborinn eyri. Þetta er að vísu satt, en til aðdráttanna fer aftur hið besta peningavirði, sem hver bóndi á í búi sínu, en það er vinna duglegra manna um besta bjargræðistíma ársins, þ.e. bæði vor og sumar, því sú vinna fer þó óbeinlínis til aðdrátta, sem til þess gengur að afla vetrarforða handa hrossum þeim, sem til aðdráttanna þarf. – Það er og varla von, að það sjáist miklar framfarir í búnaði eða jarðabætur þar, sem bestu menn hvers heimilis, oft húsbóndinn sjálfur, eru við aðdrætti frá því áður en klaka leysir úr jörð og fast fram að slætti. Hver bóndi, sem notar tímann vel og kann að haga vel búpeningi á jörð sína, ætti og óefað að hafa hag á að kaupa aðdráttinn, en þessu verður ekki við komið bæði vegna fátæktar bænda, og svo hins vegna, að enginn mundi fást til að flytja, enda mundi sú atvinna tæplega borga sig, þó búlaus maður, sem ekki hefði annað að stunda, gæfi sig við henni.
Þegar ég nú þannig hefi sýnt hvað aðdrættirnir kosta eins og nú er ástatt, skal ég sýna fram á, hvað við það sparaðist, ef brú væri komin á Ölfusá, um Þjórsá tala ég ekki sérstaklega, því líkt mun eiga við um báðar árnar, enda efa ég ekki, að Rangæingar fylgi fram brúun Þjórsár.
Eftir áætlun minni hér að framan, draga hinar 3 áðurnefndu sveitir að sér á 4371 hesti, ferjutollur undir hestinn 20 au.; ferjutollar samtals 874 kr. 20 au. Vanir ferðamenn hafa sagt mér, að þó allt gangi vel með ferjuna, komist maður, sem hefir 6 hesta með lyfjum, ekki af með minna en 3 klukkustundir við ána hvora leið, eða 6 klst., þ.e. ½ dag báðar leiðir. – Skifti ég nú hestatölunni 4371 með 6 til þess að fá lestatöluna, koma fram 728 lestir, og sparar þá hver lest geti hún farið yfir um á brú, ½ dagsverk eða 1 kr. 50 au. og 728 lestir spara 1092 kr. Það hafa og vönustu lestamenn sagt mér, að fullt eins hægt væri að hafa 8 hesta í lest, ef ekki væri ferjan, eins og að hafa 6 hesta, þegar á ferju er farið. Þetta er líka öldungis eðlilegt, því við ferjuna verða menn ekki einungis að taka ofan og láta upp, heldur einnig að vera þungar klyfjar stundum æði langt á skip og af, oft í miklum troðningi og mesta flýti, þegar mergir sækja að í einu, eins og oft ber við. Við ferjuna fær því lestamaðurinn lakari vinnu, en þó hann ætti að leggja upp úr náttstað með 18 hesta. Skifti maður eftir þessu hestatölunni með 8, þ.e. ætli 8 hesta í hverja lesti, verða lestirnar 546 og fækkuðu þá um 182; þessi tala margfölduð með 5 dagsverkunum, sem fara til hverrar ferðar, gefir 910 dagsverk, og nú tala margfölduð með 3 kr. daglaunaupphæðinni gefir 2.730 kr. Reiðhestar sparast og að tiltölu við lestafækkunina eða 182, sem margfaldað með 3 kr., hestleiginnu, gefir 546 kr. Öllum mun koma saman um, að betra sé að ljá hest suður fyrir 2 kr. 50 au., ef hann syndir ekki, en fyrir 3 kr., ef sundlagt er, sparast því á þennan hátt á 4371 áburðarhestum 50 au, á hverjum eða alls 2185 kr. 50 au., og á 546 reiðhestum sama á hverjum eða alls 273 kr., þessi sparnaður verður því samtals 2458 kr. – Allur sparnaður við brúna verður eftir þessu 874 kr. 20 au. + 1.092 kr. + 2730 kr. + 546 + 2.458 kr. 50 au. eða samtals 7.700 kr. 70 au., eða milli 1/3 og ¼ af öllum hinum mikla aðflutningskostnaði, er ég upphaflega nefndi. Hér er þó aðeins tekin vara sú, sem flutt er á hestum, og óefað eftir helst of lágri áætlun; aftur er sleppt öllum stóðrekstrum, fjárrekstrum, lausríðandi mönnum, öllum nautgripaflutningi, öllum búferlaflutningi, öllum legum við ána þegar ekki er flutningsfært, öllum skemmdum á farangri og skepnum, sem oft eru miklar fyrir utan slysfarir, sem oft koma fyrir. Um þetta allt þori ég ekki að gjöra neina áætlun, en óhætt að fullyrða, að það nemur mjög miklu. Það mun og öllum skiljast, að hagræði það, sem hér er talið af brúnni, er alls ekki hið eina góða, sem af henni leiðir. Brúin er eigi síður þörf Rangæingum en Árnesingum. Árnessýsla er og, eins og kunnugt er, eitt læknisumdæmi; læknirinn situr nú á hentugasta stað, ferjustaðnum Laugardælum, en meðan áin ekki er brúuð, getur það hæglega að borið, að ekki sé auðið að ná til læknis, ekki einungis úr hinum fjarlægari sveitum utan árinnar, heldur úr Ölfusi; já konan í Hellur, sem er á árbakkanum gagnvert Laugardælum, getur dáið af barnburði, án þess læknishjálpar verði leitað jafnvel á sumardag, hvað þá heldur um vetur, þegar áin getur orðið ófær ekki dögum, heldur vikum saman. – Til hvers er að setja lækna, sem ekki nást til næsta bæjar í hættulegustu tilfellum? En hvers virði þetta sé, skal ég eftirláta öðrum að meta. Líkt getur og staðið á með sýslumann; reyndar ber sjaldan eins bráða nauðsyn til að vitja hans, enda vil ég, eins og nú er ástatt í Árnessýslu, minna fást um það.
Ég þykist nú hafa sýnt fram á hversu nauðsynleg brúin er, og hve afarmikið hún létti undir og bætti þetta okkar versta mein, aðdrættina, og skal svo að endingu fara um það fáum orðum hvað hingað til hefur gjört verið aðdráttunum til léttis. Ég efa það engan veginn, að menn hafi séð vandræði þau og kostnað, sem aðdrættirnir valda. Um þetta bera ljósan vott hinar mörgu bænarskrár sem koma til hvers þings um stofnun verslunarstaða svo að segja í hverri vík, og góðfýsi þingsins, að leyfa þetta hvar sem vera skal. Þetta álít ég líka rétt af því, að ég vil hafa sem minnst og fæst bönd á versluninni eins og öðrum atvinnuvegum. En með þessu ná menn þó tæplega tilganginum, því meðan vegleysurnar og torfærurnar eru svo miklar og margar að varla er í annað hús að venda, er bóndanum seld öll hægðin og hagurinn, sem hann bjóst við að fá við stofnun kauptúnsins, auk þess sem verslunarkeppnin hverfur eftir því sem kauptúnin fjölga og verslunarkraftarnir tvístrast og veikjast. Því verður heldur ekki neitað að löggjafarvaldinu hefir heppnast að bæta úr vandkvæðunum. Það sem ég helst finn að vegabótalögum vorum er það, að vinnukröftunum er of mjög tvístrað. Í veglausu og strjálbyggðu landi á að gjöra allt í einu, aukavegi, þjóðvegi eða sýsluvegi og fjallvegi, en svo verður allt sundurlausir þankar, ósamhangandi stubbar, annar spottinn bættur, annar óbættur, annar fær og hinn ófær; þó það sé lakast að margir ófærukaflarnir eiga þó að heita bættir. Þetta á sér stað allstaðar þar, sem ég þekki til, menn eru að káka hingað og þangað, og til þessa gefa lögin fullt tilefni, í stað þess að snúa sér fyrst og með alefli að hinu eina lífsnauðsynlega, sem að er verslunargatan, og verja til hennar öllu því fé og öllum þeim vinnukröftum, sem menn eiga ráð á, en láta fjallegi, sem ekki eru verslunarvegir, aukavegi og bæjagötur, sem nú er árlega verið að káka við, vera við það gamla, meðan verið er að koma þessum hinum nauðsynlegustu vegum í svo gott stand sem auðið er. Þessi regla mundi víðast á landi hér verða farsælli en sú sem nú er beitt; og hvað Árnessýslu snertir, er óhætt að fullyrða, að hefði þessari reglu hér verið beitt, væru vegir vorir komnir í gott horf, en nú er það öðru nær. Um aðal vegagjörðina milli Reykjavíkur og Árnessýslu skal ég ekki vera margorður, það er búið að segja svo margt ljótt en satt um hana að þar er óþarfi við að bæta. Ég skal sem kunnugur aðeins taka það fram, að allt síðastliðið sumar var Svínahraunsvegurinn ófær. Flestir fóru gjótu þá, sem myndast hafði við uppímoksturinn í veginn, hún var illfær, en þó betri en hinn dýri og alveg nýlagði vegur. Er það nú ekki storkun fyrir landsmenn, að sjá þannig varið fé því, er þeir af sveita sínum leggja til landsþarfa. Hellisheiðarvegurinn er tæplega búinn að sýna sig enn, en það má óhætt fullyrða, að enginn vegur er heimskulegar eða skeytingarlauslegar lagður, en vegurinn upp Hellisskarð, einkum neðra skarðið: eða hvaða snefill af heilbrigðri skynsemi getur verið í því, að raða lausum steinum í snarbratta lausa skriðu, og moka svo skriðunni lítið til, til þess að mynda götu, hlýtur það ekki að liggja opið fyrir hverjum manni, að slíkt er hrákasmíð? Vegurinn austur yfir heiðina átti þar að auki að liggja á allt öðrum stað, þar sem enga brekku og enga skriðu þurfti að hafa, og lítinn eða engan krók þó að gjöra, en þetta hefir ekki þótt þurfa að rannsaka, peningunum er eytt, vissir menn hafa fengið atvinnu, og það mun fyrir mestu, hvað sem líður eftirtekju okkar, sveitarmannagarmanna. – Þegar komið er austur yfir fjallið, batnar ekki – nei, sundurlausir þankar, ósamhangandi stubbar á við um allt, sem þar hefir gjört verið. Þetta er nokkuð yfirvöldum að kenna, en ég verð þó líka nokkuð að kenna það hinum lágborna hugsunarhætti almennings og ég ætla margra hreppsnefnda, að vera að hugsa um að ná atvinnu inn í sveitina sína, fá þar bættan vegarspotta. Slík nærsýni er óþolandi, þegar um annað eins velferðarmál er að ræða og vegirnir eru. Það má líka segja um alla þá vegi, sem gjörðir hafa verið í Árnessýslu á seinni árum, að þeir standi í litlu eða engu sambandi við brúna, verði hún lögð á þeim stað, sem um hefir verið talað, og einn mun tiltækilegur. – Er þetta ekki frábær vanhyggja? Hér liggur fyrir þetta stóra spursmál, eigum vér að hugsa svo hátt, að fá brú? Verði því svarað neitandi, þá er ekki um neitt að tala, við eigum þá að lifa og deyja upp á sömu vandræðin, sem verið hafa, við eigum um aldur og æfi að vera sömu framfaralausu aumingjarnir sem við höfum verið, því það verðum við meðan okkur vantar vegi. Vegir eru, svo í þessu landi sem öðrum, fyrsta skilyrðið fyrir öllum þrifnaði, en vegagjörðir án brúaðra stórvatnsfalla eru ekki einu sinni hálfverk, hvað þá heldur meira. Þó ég sæi járnveg á ytri bakka Ölfusár, er það mér ekki nema til kvalar, þegar ég ekki kemst yfir ófæruna til þess að nota hann. Sé spurningunni aftur svarað játandi, þá er það deginum ljósara, að allar vegagjörðir beggja megin árinnar verða að setjast í samband við brúna, og þá er það fráleit ráðleysa að vera ár af ári að leggja fé til vegagjörða, sem allar verða ónýtar, ef brú er byggð. Spursmálið um brúna hefði því átt að afgjörast á undan öllum vegagjörðum austanfjalls; meðan það er ókljóð, er allt unnið út í bláinn.
Af því að ég er svo vanur að heyra ósanngirni þegar um hag almennings er að ræða, get ég ímyndað mér, að einhver svari því, að Árnesingar eigi að byggja brúna sjálfir, hún sé í þeirra þarfir og eftir reikningnum hér að framan hljóti þeir að hafa hag af því. Það er satt, að brúin er í þarfir Árnesinga og mundi óefað borga sig væri hún komin á, en má ekki eða ætti maður ekki að geta sagt þetta um allar vegagjörðir, og því hættir þá ekki þing og stjórn alveg að hugsa um vegi allstaðar á landi hér? Því er þá verið að hugsa um gufuskipsferðir? Má ekki segja sama um þær? Þær eru þeim í huga, sem skipin koma við hjá, og héröðunum þar í grennd; ef þessir vilja hafa gufuskipaferðirnar, þá borgi þeir þær. Ef að héröðin austan Hellisheiðar þurfa, til þess að fá brýrnar byggðar af landsfé, nokkra sérstaka meðmælingu, þá virðast nóg meðmæli felast í því, að þessi héröð, sem eru hin fjölbyggðustu á landi hér, ekki hafa og aldrei geta haft nokkur not af gufuskipsferðunum, sem þó árlega kosta mikið, en færa öllum öðrum hlutum landsins ómetanlegt gagn. Gagnið gæti þó að minni hyggju orðið mikið meira, ef önnur högun væri höfð. Ég álít miklu hentugra, að annað skipið færi kring um landið, meðan hitt fer milli landa, og ætti það skipið, sem kringum landið fer, að fara tvær ferðir, þ.e. frá Reykjavík norður um land og til Reykjavíkur aftur og svo frá Reykjavík austur um land og til Reykjavíkur aftur. Skipin hittust aðeins í Reykjavík. Með strandsiglingaskipinu ættu allir vöruflutningar að vera jafndýrir á hvaða höfn, sem flutt væri; þá væri öllum gjört jafnt. Í sambandi við strandsiglingarnar ættu ferðir landspóstanna að standa þannig, að póstur væri sendur frá hverri höfn, sem skipið kemur á, út um nærliggjandi héröð. Á þennan hátt gætu bréf og sendingar komist til og frá svo að segja hverjum bæ í landinu á minna en mánaðartíma, og skipin flutt vörur með vægum kostum hvert sem vera skal, en póstferðir á landi yrðu að líkindum að miklum mun ódýrri. – Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslur yrðu þá þær einu í landinu, sem ekki nytu hinna ómetanlegu hagsmuna af gufuskipaferðunum og væru sannarlega ekkert vel í haldnar þó þær í þess stað fengju brýr á árnar.
Því svari má líka búast við að ekkert fé sé fyrir hendi til annarra eins stórræða og brúargjörðin er. Þetta mun líka satt, því erfitt hefir gengið að fylla hina botnlausu hít, sem mest allar tekjur landsins hingað til hafa runnið í. En hér ber þess fyrst að gæta, að það er óskoðað, hve kostnaðarsamt verkið er. Það eitt má fullyrða að bæði á Englandi og í Svíþjóð eru brýr gjörðar með helmingi minni kostnaði en hér hefir veirð ráðgjört, fyrir því hefi ég sögn kunnugra, áreiðanlegra manna, og getur þá nokkur ímyndað sér að við eigum þá stjórn, sem enn hugsar til að binda oss á klafa, binda oss við danska menn og sænskar verksmiðjur, sem eru, ef til vill, hálfu dýrari og í öllu óskynsamari. En þó brýrnar nú kostuðu það, sem Hansen áætlaði, hver þorir þó að segja, að þær séu landinu of dýrar? Vér kvörtum um gjöld þau, sem nú hvíla á oss, en af hverju? Af því að þau fara alfarin frá oss og við sjáum þau aldrei aftur, nema ef vera skyldi í stórhýsum, skrúðklæðum og gildum embættismanna vorra. Aftur er ég viss um það, að fæstir bændur eru svo óskynsamir, að þeir ömuðust við þeim tollum, sem aftur kæmu til þeirra og bæru þrítugfaldan, sextugfaldan eða hundraðfaldan ávöxt í endurbótum á atvinnuvegum sjálfra bændanna. Þetta hefði þingið átt að athuga, áður en það drap tollalaga frumvörp þau, sem fyrir það komu síðast. Bóndi, sem býr á 20 hundr. jörðu, ætti eftir áætluninni hér að framan að kosta til aðdrátta 124 kr. 60 au. Fjórði hluti þessa kostnaðar sparast við brúna á Ölfusá eða kringum 30 kr. Sami bóndi tekur til bús síns 130 pd. kaffi, 40 pd. Export og 100 pd. sykur; alls 270 pd. Af þessum 270 pd. greiðir hann í toll 3 au. af pundi hverju eða alls 8 kr. 10 au. þ.e. rúman ¼ af því, sem brúin létti undir með honum. Bóndi ætti reyndar að komast alveg hjá tollinum, með því að spara þennan óþarfa svo sem tollinum nemur, og mundu hjú hans jafnsæl eftir sem áður. En getur nú nokkrum komið í hug að efa, að ef tollur væri lagður á áðurgreindar vörur, og því, sem landssjóði þar við bættist, varði til vegagjörða auk þess, sem nú er þar til varið, að þá kæmu fljótt upp góðir vegir, traustar brýr og öll sú blessun og framfarir, sem þessu hlýtur að vera samfara. Ég sé engin önnur ráð til þess að láta þetta ekki farast fyrir, en að gjöra Grjóta-Eirík að yfirsmið, honum tekst mikið í þessu efni, það sannar reynslan.
Ég mun nú vera orðin helst til margorður í máli þessu, en mér fannst þess þurfa. Það er því best að enda með þeirri ósk, að Árnesingar og Rangæingar gleymi ekki brúnum, heldur brynji þingmenn sína til næsta þings betur en nokkru sinni áður, og hætti ekki að framfylgja þessari réttlátu kröfu sinni fyrr en þeir verða heyrðir.
Ritað í febrúarmán. 1883.
A. (?)


Þjóðólfur, 23. júní 1883, 35. árg., 25. tbl., forsíða:
Sighvatur Árnason alþingismaður skrifar um samgöngumál og hvetur til að vegagerð verði sett í forgang. Það sé hins vegar nauðsynlegt að leitað sé upplýsinga og nákvæmrar þekkingar í þeirri verkfræði, sem að vega- og brúagjörðum lýtur, svo fé það, sem í vegina væri lagt, træðist ekki jafnóðum ofan í forina og yrði að engu, eins og á sumum stöðum hefur átt sér stað.

Um samgöngumál og vegagjörðir
Eftir alþingismann Sighvat Árnason
Það er orðið lýðnum ljóst, að framfaraþjóðirnar leggja langmest kapp á það, að geta haft sem allra fljótust og best samskipti hverjar við aðrar. Þetta sýna þær og í verkinu með því að þær leggja fram ógrynni fjár árlega til ýmsra fyrirtækja t.d. gufumagnsins á sjó og landi, járnbrauta, fréttaþráða, skurðgrafta gegnum löndin, brúargjörða og fleira, svo allt mögulegt lifandi og dautt, fréttir og flutningar geti verið á fljúgandi ferð ríkja og landa í milli.
Það er nú oft venja meðal vor, þegar um nýmæli er að ræða, að vitna þá til framfaraþjóðanna, hvernig þær hafa hitt eða þetta, sem er eðlilegt og rétt, því allir hljóta að sjá, að þeim fleygir fram bæði vísindalega og verklega og til allrar menningar yfir höfuð; því skyldum vér þá ekki vilja hafa þessar þjóðir oss til fyrirmyndar í einu og öðru, er að framförum lýtur? Að vísu erum vér veikir og vanburða og getum litlu afkastað í samanburði við aðrar þjóðir, en þegar litið er á liðinn tíma, og allt og allt, sem hann hefir haft í för með sér, þá er auðsætt, að ekki verður heldur mikið af oss heimtað í samanburði við þær, og að framfarir vorar geta ekki komist í neinn samjöfnuð við framfarir þeirra.
En til þess að geta sem fyrst náð þeirri framför, sem oss er auðið, þá ríður mest af öllu á, að gá vel og vandlega að því, sem einkum stendur fyrir þjóðþrifum vorum eða hvers héraðs út af fyrir sig; róa síðan öllum árum að því að hrinda slíku í lag, byrja síðan á því, sem þá liggur næst, og svo koll af kolli. Það dugar ekki að ætla sér að gjöra allt í senn, því þá er hætt við, að ekki verði neitt úr neinu, eins og reynslan svo þráfaldlega sýnir. Til þess að mikill auður verði afllaus og að engu, þarf eigi annað, en að skipta honum í marga staði, fyrir því væri fásinni að brytja það litla fé, sem vér höfum í sundur, svo að afl þeirra hluta, er gjöra skal, yrði að engu.
Eins og áður er á vikið, hlýtur að blasa fyrir hvers manns auga, að framfaraþjóðirnar leggja nú mest kapp á, að gjöra öll viðskipti og verslun sem greiðast og best, og það má fullyrða að þetta er fyrsta mál á dagskrá um allan hinn menntaða heim.
Það er að vísu vel meint af Alþingi, að leggja fé til jarðabóta og búnaðareflingar; en eitt er þarflegt og annað nauðsynlegt. Vér þurfum að bæta búnað vorn, það er satt, en að því ætti að gá, að því gagnlegri sem góður landbúnaður er, því heldur þarf maður fyrst og fremst að ryðja sér braut að honum áður en maður fer að keppast við hann sjálfan. Hver maður hlýtur fyrst og fremst að hugsa um að geta fært sér í nyt ágóðann af vinnu sinni, áður en hann fer að vinna; því engum heilvita manni gæti komið til hugar, að vinna fyrir því kaupi, sem hann sér að hann getur ekki fært sér í nyt. Að kosta á ný eða leggja fé til landbúnaðarins, er ekki fyrsta mál landbúnaðarhéraðanna, heldur næst því fyrsta, með minni meiningu. Fyrsta velferðarmál landbúnaðarsveitanna er: að geta bæði fljótt og með sem minnstum tilkostnaði fært sér í nyt arðinn af búnaðinum, og eru vegagjörðirnar skilyrðið fyrir því; eins og þilskipaútgjörðin er hið fyrsta velferðarmál í sjávarsveitunum, því þar er vegurinn lagður.

Þingið og þjóðin ætti að yfirvega þetta mál betur en gjört hefir verið, og láta eigi þá minkun lengur eftir sig liggja, bæði að neita sumum sýslum um fé til brúargjörðar yfir stórar ár, sem halda þeim í kút og kreppu hvað verslun og viðskipti snertir, og styrkja þær eigi til þess konar fyrirtækja, sem þeim sjálfum eru ókleyf af eigin rammleik, því slíkt er skaðlegt og hróplegt afturhald, og gá betur að því, en áður hefir verið gjört, að fé það, sem lagt er til vegagjörða, verði ekki að engu fyrir vankunnáttu þeirra manna, sem að vegagjörðunum vinna. Já, það er sorglegt að vita til þess, að varið skuli hafa verið mörgum hundruðum og þúsundum króna til ónýtra vegagjörða, sem er auðsjáanlega afleiðing af vankunnáttu á því verki, og ætti slíkt að vera hvatning fyrir þjóðina að afla sér upplýsinga og nákvæmrar þekkingar í þeirri verkfræði, sem að vega- og brúagjörðum lýtur, svo fé það, sem í vegina væri lagt, træðist ekki jafnóðum ofan í forina og yrði að engu, eins og á sumum stöðum hefur átt sér stað. Það lítur svo út, að í sumum sýslum, að minnsta kosti, séu ekki til þeir menn, sem beri skyn á vegagjörð eða sé trúandi fyrir vegagjörð; reynslan sýnir það, t.d. vegagjörðin á Svínahrauni, sem búið var að verja til allt að 2.000 kr., en sem hefir verið og er ófær, ef skúr kemur úr lofti, og orðin alveg ónýt eins og er, þar sem alls engra þeirra skilyrða var gætt við þá vegagjörð, sem með þurfa, til að gjöra þrautgóðan veg. Vegagjörðin sjálf sýnir ljóslega, að þeir sem hafa unnið að henni eða verið trúað fyrir henni frá upphafi til enda, hafa ekki borið neitt skyn á þá vegagjörð sem voru landi hagar. Þessu til sönnunar vil ég taka fram aðal skilyrðin fyrir þrautgóðri vegagjörð, og miða við þá staði, þar sem grjót er nægilegt til eins og t.d. í Svínahrauni.
1. Að velja stórt grjót í hliðarnar á veginum, þar sem honum er hleypt upp, og grafa undirstöðuna niður, þar sem jarðvegurinn er laus, sléttskorða steinana og rígfesta þá hvorn við annan. Þetta hefir ekki verið gjört í Svínahrauni, heldur látið óvalið og smátt grjót í hliðarnar og raðað svo lauslega ofan á mosann og moldina. Það þolir ekki sauðarfót auk heldur hestsfót.
2. Að sléttflóra veginn, þar sem grjótið er nóg að klípa hann vandlega, svo allt sé rígskorðað. Þetta hefir ekki verið gjört á Svínahrauni, heldur hrúgað upp í veginn grjóti, eins og þegar menn moka mold í vegg, og borin síðan mold ofan á, þetta hefir síðan vaðist og vafist hvað innan um annað, moldin og grjótið, eftir hverja skúr og gjört þetta hrákasmíði ófært mönnum og skepnum.
3. Að bera næga möl á vegagjörðina. Þetta hefir ekki verið gjört á Svínahrauni, og er þó möl þar við báða enda vegagjörðarinnar.
Þessi vegagjörð á Svínahrauni, Hellisheiðarvegurinn, sem líka er mjög illa af hendi leystur, ýmsar vegagjörðir í Árnessýslu og víðar, ættu að vera mönnum nóg dæmi til að sjá, að vegagjörðir hér á landi eru handónýtar og minna en einskis virði nema áðurtaldra orsaka sé gætt, eftir því sem við má koma. Þar sem ekki er grjót til að sléttflóra með, þar verður að hafa næga möl ofan á veginn, annars er allt ónýtt; en sé möl ekki til, þá verður að búa hana til. Fínn sandur er ónýtur ofan á veginn, sömuleiðis mold og tyrfing. Reynslan sýnir, að menn þeir kunna ekki til vegagjörða, sem þó eru að ljá sig til þeirra fyrir ærna peninga eða eru svo hroðvirkir og ótrúir sínum yfirmönnum, og sjáflum sér, að þeir hugsa ekki um annað en krónurnar.
Yfirstjórninni, sem í raun og veru ber ábyrgðina af öllu saman, er vorkunn; hún gjörir óefað sitt besta til í vali þeirra manna, sem verkið er falið á hendur, og í vali þeirra manna, sem eiga að dæma um, hvernig það er af hendi leyst1. Verkstjórinn vinnur verkið, úttektarmennirnir skoða verkið og segja það vel af hendi leyst, og þá er auðvitað að yfirstjórnin verður eigi ásökuð, þótt allt reynist ónýtt, og öllu fénu eytt til einskis, eins og hefir áður átt sér stað um áminnsta vegagjörð.
Það er nú vitaskuld, að ekki dugar að ásaka um orðinn hlut, og svo er um þetta, en slíkt ætti að kenna mönnum, bæði æðri og lægri, Alþingi og yfirstjórn, að láta sér þessi víti að varnaði verða, og kynna sér betur þetta mál, en gjört hefir verið, leggja meiri stund á það og alúð, en gjört hefir verið, meira kapp af forsjá en verið hefir o.s.frv., þá munu menn komast að raun um, að mest af öllu ríður á því, að kunna að búa til þrautavegi; þar næst er að leggja fé til vegagjörðanna, en fyr ekki. Aðeins þá menn ætti því hér eftir að ráða til vegagjörða, sem hafa staðið fyrir vorum bestu vegagjörðum; og í öðru lagi að styrkja nokkra menn sem fyrst til þess, að kynna sér erlendis þá verkfræði, sem að veggjörðum og brúagjörðum lýtur, svo að þetta velferðarmál standi ekki lengur á því, að ekki séu til menn, sem trúandi sé fyrir vegagjörðum.
Engin héruð landsins eru eins illa stödd og Skaftafells-, Rangárvalla- og að nokkru leyti Árnessýsla, hvað samgöngur og aðdrætti snertir, en sem engin not geta haft af strandsiglingunum, og sem hafa þær mestu torfærur, sem eru á landinu, til yfirferðar, nfl. Þjórsá og Ölfusá. Þessar sýslur leggja þó sinn skerf til strandsiglinganna, en mega sitja með sárt ennið, hvað afnotin snertir. Engum ríður því meir á vega- og brúargjörðum, en þessum sýslum, og þeim er engin framavon fyrr en brýrnar eru fengnar og vegirnir lagðir, sem eiga að renna á eftir brúnum. En það er óvíst og á engum fæti byggt, að ætla þessum sýslum að bera kostnaðinn af brúnum af eigin rammleik, því þeim er það ókleyft og þær komast aldrei á með því móti. Alþingi á að hlaupa hér undir bagga; það hefir lykilinn að framförum þessara sýslna og þær eiga hátíðlega heimtingu á því, að lagt sé nægilegt fé til þessara fyrirtækja úr landssjóði. Þegar litið er á Alþingishúsið, Möðruvallaskólann, strandferðirnar, og á allt það fé, sem veitt hefir verið hingað og þangað, og hvergi sér stað, og það fé, sem enn er fyrir hendi, má sjá, að mikið má gjöra og er þegar búið að gjöra á stuttum tíma, og því virðist það eigi ósanngjörn krafa af sýslum þessum, að fá fé til þessa, þegar litið er á, hvað gjört hefir verið fyrir hinar sýslur landsins, og þegar litið er á hið fyrirliggjandi fé.
Hin innlenda yfirstjórn landsins hefir verið málinu hlynnt og hin útlenda einnig, svo yfirstjórnin í heild sinni verður ekki ásökuð í því efni, nema ef vera skyldi fyrir það, að hún hefir eigi gjört málið að sínu eigin máli, því það hefði hún átt og það ætti hún að gjöra, því það riðið að líkindum þann baggamun, sem hingað til hefir verið á málinu.
Það er því vonandi, að Alþingi og yfirstjórn landsins láti nú til sín taka í máli þessu, sem heilum sveitum og sýslum er nálega lífsspursmál.
1) Slíkt verður naumast sagt, er hún lætur aðra eins¿¿ og Halldór K. taka út vegi. Ritstj.


Ísafold, 18. júlí 1883, 10. árg., 15. tbl., bls. 58:
Í bænarollunni til fjárlaganefndar er sótt um fé úr landssjóði til að brúa Þjórsá og Ölfusá.

Frá Alþingi
Bænarollan til fjárlaga-nefndarinnar er þannig útlítandi nú sem stendur:
Sýslunefnd Árnessýslu og með henni mesti sægur af sýslubúum sækir um “nægilegt” fé úr landssjóði til að brúa Þjórsá og Ölvesá, að minnsta kosti Ölvesá. ¿¿¿


Tenging í allt blaðaefni ársins 1883

Þjóðólfur, 3. mars 1883, 35. árg., 11. tbl., bls. 30:
Ferðamaður segir mikla vanhirðu á sæluhúsinu á Kolviðarhóli.

Sæluhúsið á Kolviðarhól.
Þegar ég í síðastliðnum desember var á ferð yfir Hellisheiði, kom ég, eins og lög gjöra ráð fyrir að Kolviðarhóli, var það sumpart af því, að mig langaði til að sjá Sæluhúsið, er svo margir höfðu gefið til, og sem allir hljóta að álíta ómissandi, gjörði ég mér góða von um að geta dvalið þar hálfan klukkutíma óneyddir af kulda; ég styrktist líka í þeirri von, þegar ég lauk upp hurðinni á gestastofunni, því þar blasti við augunum ofn, sem tók upp undir loft, en þegar ég fór betur að gæta að, sá ég að ofn þessi mundi vera settur þarna einungis til málamynda, því ekki sáust nein merki þess að í hann hefði komið eldur, því að hann var allur alþakinn ryði, enda sáust þess ljós merki á húsinu sjálfu, því ekki sást litur á því fyrir slaga og klaka, sem reykjasvælan úr eldhúsinu hafði ekki náð til að bræða. Þessi vanhirðing á húsinu hlýtur að vera mjög skaðleg, og undir eins sorgleg fyrir þá, sem af litlum efnum gáfu til þessa nytsama fyrirtækis; og annaðhvort er það, að sá, sem nú býr í sæluhúsinu á Kolviðarhóli, hefir of lítinn styrk af opinberu fé, eða hann að öðrum kosti er ekki fær um að hafa það til umráða.
Að síðustu vil ég óska þess, að þeir, sem eiga að hafa yfirumsjón með húsinu, vildu sjá um, að þetta nytsama hús verði ekki þannig á fáum árum eyðileggingarinnar bráð.
Ferðamaður.


Þjóðólfur, 14. apríl 1883, 35. árg., 17. tbl., forsíða:
Greinarhöfundur hefur reiknað það út hve hagkvæmt er að brúa Ölfusá og Þjórsá. Hann ræðir einnig um veginn milli Reykjavíkur og Árnessýslu þó svo margt ljótt en satt hafi verið sagt um hann að þar sé óþarfi við að bæta.

Samgöngumál Suður-landsins.
Geti maður með nokkrum rétti talað um almenn áhugamál í þeim héröðum, sem svo að segja enga almenna mannfundi eiga sér og því aldrei ræða verulega velferðarmál félagsins, er óhætt að fullyrða það, að “Brúarmálið” (brúun Þjórsár og Ölfusár) var áhugamál Rangæinga fyrst eftir að því var hreyft. Menn hittust varla svo, að það bæri ekki á góma, og allir voru samdóma um, að sýslum þessum riði á engu meira en að fá því framgengt. Fyrir Alþingi og stjórn komst þetta mál líka, en átti þar misjöfnu láni að fagna, þó það einu sinni væri komið vel á veg. Vegur sá varð þó ekki langgæður, því á síðasta þingi var málið ekki nefnt, svo menn skyldu halda að það nú væri dautt eða væri á leiðinni til að veslast upp eins og sum önnur velferðarmál. Þetta vona ég þó að ekki sé, heldur að málið hafi tekið sér hvíld og góðar náðir eftir hrakninga sína og hrakfarir, og í þessari von ætla ég með línum þessum að leitast við að sýna fram á, hversu mikil nauðsyn er á, að brýr þessar verði gjörðar sem fyrst.
Það hefir áður verið tekið fram í Þjóðólfi, að flutningur á 200 pd. frá Reykjavík og austur í miðja Árnessýslu kostaði 6 kr. – Reikningur þessi er þó ekki allskostar nákvæmur, og skal ég nú sýna hvað aðdrættir hér kosta þegar rétt er reiknað. Það mesta, sem einum lestamanni er ætlað, er að hafa 6 hesta í lest með fullum klyfjum, og þegar allt er tafalaust, er hann 5 daga í ferðinni. Með reiðhesti eru því 7 hestar og einn maður í 5 daga. – Hesturinn kostar 3 kr., eða 7 hestar og einn maður í 5 daga. – Hesturinn kostar 3 kr. , eða 7 hestar 21 kr.; maðurinn hefir í fæði og kaup 3 kr. á dag eða 15 kr. í 5 daga. Ferjutollur er minnst 20 au. á hestinn eða 1 kr. 40 au., kostar þá ferðin alls 37 kr. 40 au., eða 6 kr. 23 au. hver 200 pd. heimflutt. Hér er þó sleppt tjaldleigu, hestavöktun meðan verið er í kaupstað og mörgum fleiri smákostnaði, sem þó oftast er óumflýjanlegur. Reikningur þessi er miðaður við sveitirnar austan Ölfusár eða Flóa, Skeið og Hreppa. Hér er og gjört ráð fyrir tafarlausri ferð, og þeim tíma sem hestar fást með bestu verði, það er hásumarið. – Ég vil nú gjöra ráð fyrir að aðdráttur manna í þessum sveitum sé sem svari einum hesti fyrir hvert jarðarhundrað. Þó þetta sé áætlun. Mun mega fullyrða að hún ekki sé of há og það er fyrir mestu. Eftir jarðabókinni 1861 eru í áðurnefndum sveitum 4371 jarðhundruð, og dragi nú sveitirnar að sér á jafnmörgum hestum, verður aðdráttarkostnaður þeirra allra 4371x6,23 kr. eða 27,231 kr. 33 au. þetta er stór tala, og víst er um það, þessar fáu og fátæku sveitir mundu ekki þykjast standa sig við að greiða árlega upphæð þessa fyrir aðdrátt sinn, þó hann væri fluttur þeim heim í hlað. Mér mun og verða svarað því, að þó þessi tala sýnist rétt á pappírnum, séu það missýningar einar; ég dragi að mér á mínum hestum og með mínum mönnum, hér sé því ekki að tala um útborinn eyri. Þetta er að vísu satt, en til aðdráttanna fer aftur hið besta peningavirði, sem hver bóndi á í búi sínu, en það er vinna duglegra manna um besta bjargræðistíma ársins, þ.e. bæði vor og sumar, því sú vinna fer þó óbeinlínis til aðdrátta, sem til þess gengur að afla vetrarforða handa hrossum þeim, sem til aðdráttanna þarf. – Það er og varla von, að það sjáist miklar framfarir í búnaði eða jarðabætur þar, sem bestu menn hvers heimilis, oft húsbóndinn sjálfur, eru við aðdrætti frá því áður en klaka leysir úr jörð og fast fram að slætti. Hver bóndi, sem notar tímann vel og kann að haga vel búpeningi á jörð sína, ætti og óefað að hafa hag á að kaupa aðdráttinn, en þessu verður ekki við komið bæði vegna fátæktar bænda, og svo hins vegna, að enginn mundi fást til að flytja, enda mundi sú atvinna tæplega borga sig, þó búlaus maður, sem ekki hefði annað að stunda, gæfi sig við henni.
Þegar ég nú þannig hefi sýnt hvað aðdrættirnir kosta eins og nú er ástatt, skal ég sýna fram á, hvað við það sparaðist, ef brú væri komin á Ölfusá, um Þjórsá tala ég ekki sérstaklega, því líkt mun eiga við um báðar árnar, enda efa ég ekki, að Rangæingar fylgi fram brúun Þjórsár.
Eftir áætlun minni hér að framan, draga hinar 3 áðurnefndu sveitir að sér á 4371 hesti, ferjutollur undir hestinn 20 au.; ferjutollar samtals 874 kr. 20 au. Vanir ferðamenn hafa sagt mér, að þó allt gangi vel með ferjuna, komist maður, sem hefir 6 hesta með lyfjum, ekki af með minna en 3 klukkustundir við ána hvora leið, eða 6 klst., þ.e. ½ dag báðar leiðir. – Skifti ég nú hestatölunni 4371 með 6 til þess að fá lestatöluna, koma fram 728 lestir, og sparar þá hver lest geti hún farið yfir um á brú, ½ dagsverk eða 1 kr. 50 au. og 728 lestir spara 1092 kr. Það hafa og vönustu lestamenn sagt mér, að fullt eins hægt væri að hafa 8 hesta í lest, ef ekki væri ferjan, eins og að hafa 6 hesta, þegar á ferju er farið. Þetta er líka öldungis eðlilegt, því við ferjuna verða menn ekki einungis að taka ofan og láta upp, heldur einnig að vera þungar klyfjar stundum æði langt á skip og af, oft í miklum troðningi og mesta flýti, þegar mergir sækja að í einu, eins og oft ber við. Við ferjuna fær því lestamaðurinn lakari vinnu, en þó hann ætti að leggja upp úr náttstað með 18 hesta. Skifti maður eftir þessu hestatölunni með 8, þ.e. ætli 8 hesta í hverja lesti, verða lestirnar 546 og fækkuðu þá um 182; þessi tala margfölduð með 5 dagsverkunum, sem fara til hverrar ferðar, gefir 910 dagsverk, og nú tala margfölduð með 3 kr. daglaunaupphæðinni gefir 2.730 kr. Reiðhestar sparast og að tiltölu við lestafækkunina eða 182, sem margfaldað með 3 kr., hestleiginnu, gefir 546 kr. Öllum mun koma saman um, að betra sé að ljá hest suður fyrir 2 kr. 50 au., ef hann syndir ekki, en fyrir 3 kr., ef sundlagt er, sparast því á þennan hátt á 4371 áburðarhestum 50 au, á hverjum eða alls 2185 kr. 50 au., og á 546 reiðhestum sama á hverjum eða alls 273 kr., þessi sparnaður verður því samtals 2458 kr. – Allur sparnaður við brúna verður eftir þessu 874 kr. 20 au. + 1.092 kr. + 2730 kr. + 546 + 2.458 kr. 50 au. eða samtals 7.700 kr. 70 au., eða milli 1/3 og ¼ af öllum hinum mikla aðflutningskostnaði, er ég upphaflega nefndi. Hér er þó aðeins tekin vara sú, sem flutt er á hestum, og óefað eftir helst of lágri áætlun; aftur er sleppt öllum stóðrekstrum, fjárrekstrum, lausríðandi mönnum, öllum nautgripaflutningi, öllum búferlaflutningi, öllum legum við ána þegar ekki er flutningsfært, öllum skemmdum á farangri og skepnum, sem oft eru miklar fyrir utan slysfarir, sem oft koma fyrir. Um þetta allt þori ég ekki að gjöra neina áætlun, en óhætt að fullyrða, að það nemur mjög miklu. Það mun og öllum skiljast, að hagræði það, sem hér er talið af brúnni, er alls ekki hið eina góða, sem af henni leiðir. Brúin er eigi síður þörf Rangæingum en Árnesingum. Árnessýsla er og, eins og kunnugt er, eitt læknisumdæmi; læknirinn situr nú á hentugasta stað, ferjustaðnum Laugardælum, en meðan áin ekki er brúuð, getur það hæglega að borið, að ekki sé auðið að ná til læknis, ekki einungis úr hinum fjarlægari sveitum utan árinnar, heldur úr Ölfusi; já konan í Hellur, sem er á árbakkanum gagnvert Laugardælum, getur dáið af barnburði, án þess læknishjálpar verði leitað jafnvel á sumardag, hvað þá heldur um vetur, þegar áin getur orðið ófær ekki dögum, heldur vikum saman. – Til hvers er að setja lækna, sem ekki nást til næsta bæjar í hættulegustu tilfellum? En hvers virði þetta sé, skal ég eftirláta öðrum að meta. Líkt getur og staðið á með sýslumann; reyndar ber sjaldan eins bráða nauðsyn til að vitja hans, enda vil ég, eins og nú er ástatt í Árnessýslu, minna fást um það.
Ég þykist nú hafa sýnt fram á hversu nauðsynleg brúin er, og hve afarmikið hún létti undir og bætti þetta okkar versta mein, aðdrættina, og skal svo að endingu fara um það fáum orðum hvað hingað til hefur gjört verið aðdráttunum til léttis. Ég efa það engan veginn, að menn hafi séð vandræði þau og kostnað, sem aðdrættirnir valda. Um þetta bera ljósan vott hinar mörgu bænarskrár sem koma til hvers þings um stofnun verslunarstaða svo að segja í hverri vík, og góðfýsi þingsins, að leyfa þetta hvar sem vera skal. Þetta álít ég líka rétt af því, að ég vil hafa sem minnst og fæst bönd á versluninni eins og öðrum atvinnuvegum. En með þessu ná menn þó tæplega tilganginum, því meðan vegleysurnar og torfærurnar eru svo miklar og margar að varla er í annað hús að venda, er bóndanum seld öll hægðin og hagurinn, sem hann bjóst við að fá við stofnun kauptúnsins, auk þess sem verslunarkeppnin hverfur eftir því sem kauptúnin fjölga og verslunarkraftarnir tvístrast og veikjast. Því verður heldur ekki neitað að löggjafarvaldinu hefir heppnast að bæta úr vandkvæðunum. Það sem ég helst finn að vegabótalögum vorum er það, að vinnukröftunum er of mjög tvístrað. Í veglausu og strjálbyggðu landi á að gjöra allt í einu, aukavegi, þjóðvegi eða sýsluvegi og fjallvegi, en svo verður allt sundurlausir þankar, ósamhangandi stubbar, annar spottinn bættur, annar óbættur, annar fær og hinn ófær; þó það sé lakast að margir ófærukaflarnir eiga þó að heita bættir. Þetta á sér stað allstaðar þar, sem ég þekki til, menn eru að káka hingað og þangað, og til þessa gefa lögin fullt tilefni, í stað þess að snúa sér fyrst og með alefli að hinu eina lífsnauðsynlega, sem að er verslunargatan, og verja til hennar öllu því fé og öllum þeim vinnukröftum, sem menn eiga ráð á, en láta fjallegi, sem ekki eru verslunarvegir, aukavegi og bæjagötur, sem nú er árlega verið að káka við, vera við það gamla, meðan verið er að koma þessum hinum nauðsynlegustu vegum í svo gott stand sem auðið er. Þessi regla mundi víðast á landi hér verða farsælli en sú sem nú er beitt; og hvað Árnessýslu snertir, er óhætt að fullyrða, að hefði þessari reglu hér verið beitt, væru vegir vorir komnir í gott horf, en nú er það öðru nær. Um aðal vegagjörðina milli Reykjavíkur og Árnessýslu skal ég ekki vera margorður, það er búið að segja svo margt ljótt en satt um hana að þar er óþarfi við að bæta. Ég skal sem kunnugur aðeins taka það fram, að allt síðastliðið sumar var Svínahraunsvegurinn ófær. Flestir fóru gjótu þá, sem myndast hafði við uppímoksturinn í veginn, hún var illfær, en þó betri en hinn dýri og alveg nýlagði vegur. Er það nú ekki storkun fyrir landsmenn, að sjá þannig varið fé því, er þeir af sveita sínum leggja til landsþarfa. Hellisheiðarvegurinn er tæplega búinn að sýna sig enn, en það má óhætt fullyrða, að enginn vegur er heimskulegar eða skeytingarlauslegar lagður, en vegurinn upp Hellisskarð, einkum neðra skarðið: eða hvaða snefill af heilbrigðri skynsemi getur verið í því, að raða lausum steinum í snarbratta lausa skriðu, og moka svo skriðunni lítið til, til þess að mynda götu, hlýtur það ekki að liggja opið fyrir hverjum manni, að slíkt er hrákasmíð? Vegurinn austur yfir heiðina átti þar að auki að liggja á allt öðrum stað, þar sem enga brekku og enga skriðu þurfti að hafa, og lítinn eða engan krók þó að gjöra, en þetta hefir ekki þótt þurfa að rannsaka, peningunum er eytt, vissir menn hafa fengið atvinnu, og það mun fyrir mestu, hvað sem líður eftirtekju okkar, sveitarmannagarmanna. – Þegar komið er austur yfir fjallið, batnar ekki – nei, sundurlausir þankar, ósamhangandi stubbar á við um allt, sem þar hefir gjört verið. Þetta er nokkuð yfirvöldum að kenna, en ég verð þó líka nokkuð að kenna það hinum lágborna hugsunarhætti almennings og ég ætla margra hreppsnefnda, að vera að hugsa um að ná atvinnu inn í sveitina sína, fá þar bættan vegarspotta. Slík nærsýni er óþolandi, þegar um annað eins velferðarmál er að ræða og vegirnir eru. Það má líka segja um alla þá vegi, sem gjörðir hafa verið í Árnessýslu á seinni árum, að þeir standi í litlu eða engu sambandi við brúna, verði hún lögð á þeim stað, sem um hefir verið talað, og einn mun tiltækilegur. – Er þetta ekki frábær vanhyggja? Hér liggur fyrir þetta stóra spursmál, eigum vér að hugsa svo hátt, að fá brú? Verði því svarað neitandi, þá er ekki um neitt að tala, við eigum þá að lifa og deyja upp á sömu vandræðin, sem verið hafa, við eigum um aldur og æfi að vera sömu framfaralausu aumingjarnir sem við höfum verið, því það verðum við meðan okkur vantar vegi. Vegir eru, svo í þessu landi sem öðrum, fyrsta skilyrðið fyrir öllum þrifnaði, en vegagjörðir án brúaðra stórvatnsfalla eru ekki einu sinni hálfverk, hvað þá heldur meira. Þó ég sæi járnveg á ytri bakka Ölfusár, er það mér ekki nema til kvalar, þegar ég ekki kemst yfir ófæruna til þess að nota hann. Sé spurningunni aftur svarað játandi, þá er það deginum ljósara, að allar vegagjörðir beggja megin árinnar verða að setjast í samband við brúna, og þá er það fráleit ráðleysa að vera ár af ári að leggja fé til vegagjörða, sem allar verða ónýtar, ef brú er byggð. Spursmálið um brúna hefði því átt að afgjörast á undan öllum vegagjörðum austanfjalls; meðan það er ókljóð, er allt unnið út í bláinn.
Af því að ég er svo vanur að heyra ósanngirni þegar um hag almennings er að ræða, get ég ímyndað mér, að einhver svari því, að Árnesingar eigi að byggja brúna sjálfir, hún sé í þeirra þarfir og eftir reikningnum hér að framan hljóti þeir að hafa hag af því. Það er satt, að brúin er í þarfir Árnesinga og mundi óefað borga sig væri hún komin á, en má ekki eða ætti maður ekki að geta sagt þetta um allar vegagjörðir, og því hættir þá ekki þing og stjórn alveg að hugsa um vegi allstaðar á landi hér? Því er þá verið að hugsa um gufuskipsferðir? Má ekki segja sama um þær? Þær eru þeim í huga, sem skipin koma við hjá, og héröðunum þar í grennd; ef þessir vilja hafa gufuskipaferðirnar, þá borgi þeir þær. Ef að héröðin austan Hellisheiðar þurfa, til þess að fá brýrnar byggðar af landsfé, nokkra sérstaka meðmælingu, þá virðast nóg meðmæli felast í því, að þessi héröð, sem eru hin fjölbyggðustu á landi hér, ekki hafa og aldrei geta haft nokkur not af gufuskipsferðunum, sem þó árlega kosta mikið, en færa öllum öðrum hlutum landsins ómetanlegt gagn. Gagnið gæti þó að minni hyggju orðið mikið meira, ef önnur högun væri höfð. Ég álít miklu hentugra, að annað skipið færi kring um landið, meðan hitt fer milli landa, og ætti það skipið, sem kringum landið fer, að fara tvær ferðir, þ.e. frá Reykjavík norður um land og til Reykjavíkur aftur og svo frá Reykjavík austur um land og til Reykjavíkur aftur. Skipin hittust aðeins í Reykjavík. Með strandsiglingaskipinu ættu allir vöruflutningar að vera jafndýrir á hvaða höfn, sem flutt væri; þá væri öllum gjört jafnt. Í sambandi við strandsiglingarnar ættu ferðir landspóstanna að standa þannig, að póstur væri sendur frá hverri höfn, sem skipið kemur á, út um nærliggjandi héröð. Á þennan hátt gætu bréf og sendingar komist til og frá svo að segja hverjum bæ í landinu á minna en mánaðartíma, og skipin flutt vörur með vægum kostum hvert sem vera skal, en póstferðir á landi yrðu að líkindum að miklum mun ódýrri. – Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslur yrðu þá þær einu í landinu, sem ekki nytu hinna ómetanlegu hagsmuna af gufuskipaferðunum og væru sannarlega ekkert vel í haldnar þó þær í þess stað fengju brýr á árnar.
Því svari má líka búast við að ekkert fé sé fyrir hendi til annarra eins stórræða og brúargjörðin er. Þetta mun líka satt, því erfitt hefir gengið að fylla hina botnlausu hít, sem mest allar tekjur landsins hingað til hafa runnið í. En hér ber þess fyrst að gæta, að það er óskoðað, hve kostnaðarsamt verkið er. Það eitt má fullyrða að bæði á Englandi og í Svíþjóð eru brýr gjörðar með helmingi minni kostnaði en hér hefir veirð ráðgjört, fyrir því hefi ég sögn kunnugra, áreiðanlegra manna, og getur þá nokkur ímyndað sér að við eigum þá stjórn, sem enn hugsar til að binda oss á klafa, binda oss við danska menn og sænskar verksmiðjur, sem eru, ef til vill, hálfu dýrari og í öllu óskynsamari. En þó brýrnar nú kostuðu það, sem Hansen áætlaði, hver þorir þó að segja, að þær séu landinu of dýrar? Vér kvörtum um gjöld þau, sem nú hvíla á oss, en af hverju? Af því að þau fara alfarin frá oss og við sjáum þau aldrei aftur, nema ef vera skyldi í stórhýsum, skrúðklæðum og gildum embættismanna vorra. Aftur er ég viss um það, að fæstir bændur eru svo óskynsamir, að þeir ömuðust við þeim tollum, sem aftur kæmu til þeirra og bæru þrítugfaldan, sextugfaldan eða hundraðfaldan ávöxt í endurbótum á atvinnuvegum sjálfra bændanna. Þetta hefði þingið átt að athuga, áður en það drap tollalaga frumvörp þau, sem fyrir það komu síðast. Bóndi, sem býr á 20 hundr. jörðu, ætti eftir áætluninni hér að framan að kosta til aðdrátta 124 kr. 60 au. Fjórði hluti þessa kostnaðar sparast við brúna á Ölfusá eða kringum 30 kr. Sami bóndi tekur til bús síns 130 pd. kaffi, 40 pd. Export og 100 pd. sykur; alls 270 pd. Af þessum 270 pd. greiðir hann í toll 3 au. af pundi hverju eða alls 8 kr. 10 au. þ.e. rúman ¼ af því, sem brúin létti undir með honum. Bóndi ætti reyndar að komast alveg hjá tollinum, með því að spara þennan óþarfa svo sem tollinum nemur, og mundu hjú hans jafnsæl eftir sem áður. En getur nú nokkrum komið í hug að efa, að ef tollur væri lagður á áðurgreindar vörur, og því, sem landssjóði þar við bættist, varði til vegagjörða auk þess, sem nú er þar til varið, að þá kæmu fljótt upp góðir vegir, traustar brýr og öll sú blessun og framfarir, sem þessu hlýtur að vera samfara. Ég sé engin önnur ráð til þess að láta þetta ekki farast fyrir, en að gjöra Grjóta-Eirík að yfirsmið, honum tekst mikið í þessu efni, það sannar reynslan.
Ég mun nú vera orðin helst til margorður í máli þessu, en mér fannst þess þurfa. Það er því best að enda með þeirri ósk, að Árnesingar og Rangæingar gleymi ekki brúnum, heldur brynji þingmenn sína til næsta þings betur en nokkru sinni áður, og hætti ekki að framfylgja þessari réttlátu kröfu sinni fyrr en þeir verða heyrðir.
Ritað í febrúarmán. 1883.
A. (?)


Þjóðólfur, 23. júní 1883, 35. árg., 25. tbl., forsíða:
Sighvatur Árnason alþingismaður skrifar um samgöngumál og hvetur til að vegagerð verði sett í forgang. Það sé hins vegar nauðsynlegt að leitað sé upplýsinga og nákvæmrar þekkingar í þeirri verkfræði, sem að vega- og brúagjörðum lýtur, svo fé það, sem í vegina væri lagt, træðist ekki jafnóðum ofan í forina og yrði að engu, eins og á sumum stöðum hefur átt sér stað.

Um samgöngumál og vegagjörðir
Eftir alþingismann Sighvat Árnason
Það er orðið lýðnum ljóst, að framfaraþjóðirnar leggja langmest kapp á það, að geta haft sem allra fljótust og best samskipti hverjar við aðrar. Þetta sýna þær og í verkinu með því að þær leggja fram ógrynni fjár árlega til ýmsra fyrirtækja t.d. gufumagnsins á sjó og landi, járnbrauta, fréttaþráða, skurðgrafta gegnum löndin, brúargjörða og fleira, svo allt mögulegt lifandi og dautt, fréttir og flutningar geti verið á fljúgandi ferð ríkja og landa í milli.
Það er nú oft venja meðal vor, þegar um nýmæli er að ræða, að vitna þá til framfaraþjóðanna, hvernig þær hafa hitt eða þetta, sem er eðlilegt og rétt, því allir hljóta að sjá, að þeim fleygir fram bæði vísindalega og verklega og til allrar menningar yfir höfuð; því skyldum vér þá ekki vilja hafa þessar þjóðir oss til fyrirmyndar í einu og öðru, er að framförum lýtur? Að vísu erum vér veikir og vanburða og getum litlu afkastað í samanburði við aðrar þjóðir, en þegar litið er á liðinn tíma, og allt og allt, sem hann hefir haft í för með sér, þá er auðsætt, að ekki verður heldur mikið af oss heimtað í samanburði við þær, og að framfarir vorar geta ekki komist í neinn samjöfnuð við framfarir þeirra.
En til þess að geta sem fyrst náð þeirri framför, sem oss er auðið, þá ríður mest af öllu á, að gá vel og vandlega að því, sem einkum stendur fyrir þjóðþrifum vorum eða hvers héraðs út af fyrir sig; róa síðan öllum árum að því að hrinda slíku í lag, byrja síðan á því, sem þá liggur næst, og svo koll af kolli. Það dugar ekki að ætla sér að gjöra allt í senn, því þá er hætt við, að ekki verði neitt úr neinu, eins og reynslan svo þráfaldlega sýnir. Til þess að mikill auður verði afllaus og að engu, þarf eigi annað, en að skipta honum í marga staði, fyrir því væri fásinni að brytja það litla fé, sem vér höfum í sundur, svo að afl þeirra hluta, er gjöra skal, yrði að engu.
Eins og áður er á vikið, hlýtur að blasa fyrir hvers manns auga, að framfaraþjóðirnar leggja nú mest kapp á, að gjöra öll viðskipti og verslun sem greiðast og best, og það má fullyrða að þetta er fyrsta mál á dagskrá um allan hinn menntaða heim.
Það er að vísu vel meint af Alþingi, að leggja fé til jarðabóta og búnaðareflingar; en eitt er þarflegt og annað nauðsynlegt. Vér þurfum að bæta búnað vorn, það er satt, en að því ætti að gá, að því gagnlegri sem góður landbúnaður er, því heldur þarf maður fyrst og fremst að ryðja sér braut að honum áður en maður fer að keppast við hann sjálfan. Hver maður hlýtur fyrst og fremst að hugsa um að geta fært sér í nyt ágóðann af vinnu sinni, áður en hann fer að vinna; því engum heilvita manni gæti komið til hugar, að vinna fyrir því kaupi, sem hann sér að hann getur ekki fært sér í nyt. Að kosta á ný eða leggja fé til landbúnaðarins, er ekki fyrsta mál landbúnaðarhéraðanna, heldur næst því fyrsta, með minni meiningu. Fyrsta velferðarmál landbúnaðarsveitanna er: að geta bæði fljótt og með sem minnstum tilkostnaði fært sér í nyt arðinn af búnaðinum, og eru vegagjörðirnar skilyrðið fyrir því; eins og þilskipaútgjörðin er hið fyrsta velferðarmál í sjávarsveitunum, því þar er vegurinn lagður.

Þingið og þjóðin ætti að yfirvega þetta mál betur en gjört hefir verið, og láta eigi þá minkun lengur eftir sig liggja, bæði að neita sumum sýslum um fé til brúargjörðar yfir stórar ár, sem halda þeim í kút og kreppu hvað verslun og viðskipti snertir, og styrkja þær eigi til þess konar fyrirtækja, sem þeim sjálfum eru ókleyf af eigin rammleik, því slíkt er skaðlegt og hróplegt afturhald, og gá betur að því, en áður hefir verið gjört, að fé það, sem lagt er til vegagjörða, verði ekki að engu fyrir vankunnáttu þeirra manna, sem að vegagjörðunum vinna. Já, það er sorglegt að vita til þess, að varið skuli hafa verið mörgum hundruðum og þúsundum króna til ónýtra vegagjörða, sem er auðsjáanlega afleiðing af vankunnáttu á því verki, og ætti slíkt að vera hvatning fyrir þjóðina að afla sér upplýsinga og nákvæmrar þekkingar í þeirri verkfræði, sem að vega- og brúagjörðum lýtur, svo fé það, sem í vegina væri lagt, træðist ekki jafnóðum ofan í forina og yrði að engu, eins og á sumum stöðum hefur átt sér stað. Það lítur svo út, að í sumum sýslum, að minnsta kosti, séu ekki til þeir menn, sem beri skyn á vegagjörð eða sé trúandi fyrir vegagjörð; reynslan sýnir það, t.d. vegagjörðin á Svínahrauni, sem búið var að verja til allt að 2.000 kr., en sem hefir verið og er ófær, ef skúr kemur úr lofti, og orðin alveg ónýt eins og er, þar sem alls engra þeirra skilyrða var gætt við þá vegagjörð, sem með þurfa, til að gjöra þrautgóðan veg. Vegagjörðin sjálf sýnir ljóslega, að þeir sem hafa unnið að henni eða verið trúað fyrir henni frá upphafi til enda, hafa ekki borið neitt skyn á þá vegagjörð sem voru landi hagar. Þessu til sönnunar vil ég taka fram aðal skilyrðin fyrir þrautgóðri vegagjörð, og miða við þá staði, þar sem grjót er nægilegt til eins og t.d. í Svínahrauni.
1. Að velja stórt grjót í hliðarnar á veginum, þar sem honum er hleypt upp, og grafa undirstöðuna niður, þar sem jarðvegurinn er laus, sléttskorða steinana og rígfesta þá hvorn við annan. Þetta hefir ekki verið gjört í Svínahrauni, heldur látið óvalið og smátt grjót í hliðarnar og raðað svo lauslega ofan á mosann og moldina. Það þolir ekki sauðarfót auk heldur hestsfót.
2. Að sléttflóra veginn, þar sem grjótið er nóg að klípa hann vandlega, svo allt sé rígskorðað. Þetta hefir ekki verið gjört á Svínahrauni, heldur hrúgað upp í veginn grjóti, eins og þegar menn moka mold í vegg, og borin síðan mold ofan á, þetta hefir síðan vaðist og vafist hvað innan um annað, moldin og grjótið, eftir hverja skúr og gjört þetta hrákasmíði ófært mönnum og skepnum.
3. Að bera næga möl á vegagjörðina. Þetta hefir ekki verið gjört á Svínahrauni, og er þó möl þar við báða enda vegagjörðarinnar.
Þessi vegagjörð á Svínahrauni, Hellisheiðarvegurinn, sem líka er mjög illa af hendi leystur, ýmsar vegagjörðir í Árnessýslu og víðar, ættu að vera mönnum nóg dæmi til að sjá, að vegagjörðir hér á landi eru handónýtar og minna en einskis virði nema áðurtaldra orsaka sé gætt, eftir því sem við má koma. Þar sem ekki er grjót til að sléttflóra með, þar verður að hafa næga möl ofan á veginn, annars er allt ónýtt; en sé möl ekki til, þá verður að búa hana til. Fínn sandur er ónýtur ofan á veginn, sömuleiðis mold og tyrfing. Reynslan sýnir, að menn þeir kunna ekki til vegagjörða, sem þó eru að ljá sig til þeirra fyrir ærna peninga eða eru svo hroðvirkir og ótrúir sínum yfirmönnum, og sjáflum sér, að þeir hugsa ekki um annað en krónurnar.
Yfirstjórninni, sem í raun og veru ber ábyrgðina af öllu saman, er vorkunn; hún gjörir óefað sitt besta til í vali þeirra manna, sem verkið er falið á hendur, og í vali þeirra manna, sem eiga að dæma um, hvernig það er af hendi leyst1. Verkstjórinn vinnur verkið, úttektarmennirnir skoða verkið og segja það vel af hendi leyst, og þá er auðvitað að yfirstjórnin verður eigi ásökuð, þótt allt reynist ónýtt, og öllu fénu eytt til einskis, eins og hefir áður átt sér stað um áminnsta vegagjörð.
Það er nú vitaskuld, að ekki dugar að ásaka um orðinn hlut, og svo er um þetta, en slíkt ætti að kenna mönnum, bæði æðri og lægri, Alþingi og yfirstjórn, að láta sér þessi víti að varnaði verða, og kynna sér betur þetta mál, en gjört hefir verið, leggja meiri stund á það og alúð, en gjört hefir verið, meira kapp af forsjá en verið hefir o.s.frv., þá munu menn komast að raun um, að mest af öllu ríður á því, að kunna að búa til þrautavegi; þar næst er að leggja fé til vegagjörðanna, en fyr ekki. Aðeins þá menn ætti því hér eftir að ráða til vegagjörða, sem hafa staðið fyrir vorum bestu vegagjörðum; og í öðru lagi að styrkja nokkra menn sem fyrst til þess, að kynna sér erlendis þá verkfræði, sem að veggjörðum og brúagjörðum lýtur, svo að þetta velferðarmál standi ekki lengur á því, að ekki séu til menn, sem trúandi sé fyrir vegagjörðum.
Engin héruð landsins eru eins illa stödd og Skaftafells-, Rangárvalla- og að nokkru leyti Árnessýsla, hvað samgöngur og aðdrætti snertir, en sem engin not geta haft af strandsiglingunum, og sem hafa þær mestu torfærur, sem eru á landinu, til yfirferðar, nfl. Þjórsá og Ölfusá. Þessar sýslur leggja þó sinn skerf til strandsiglinganna, en mega sitja með sárt ennið, hvað afnotin snertir. Engum ríður því meir á vega- og brúargjörðum, en þessum sýslum, og þeim er engin framavon fyrr en brýrnar eru fengnar og vegirnir lagðir, sem eiga að renna á eftir brúnum. En það er óvíst og á engum fæti byggt, að ætla þessum sýslum að bera kostnaðinn af brúnum af eigin rammleik, því þeim er það ókleyft og þær komast aldrei á með því móti. Alþingi á að hlaupa hér undir bagga; það hefir lykilinn að framförum þessara sýslna og þær eiga hátíðlega heimtingu á því, að lagt sé nægilegt fé til þessara fyrirtækja úr landssjóði. Þegar litið er á Alþingishúsið, Möðruvallaskólann, strandferðirnar, og á allt það fé, sem veitt hefir verið hingað og þangað, og hvergi sér stað, og það fé, sem enn er fyrir hendi, má sjá, að mikið má gjöra og er þegar búið að gjöra á stuttum tíma, og því virðist það eigi ósanngjörn krafa af sýslum þessum, að fá fé til þessa, þegar litið er á, hvað gjört hefir verið fyrir hinar sýslur landsins, og þegar litið er á hið fyrirliggjandi fé.
Hin innlenda yfirstjórn landsins hefir verið málinu hlynnt og hin útlenda einnig, svo yfirstjórnin í heild sinni verður ekki ásökuð í því efni, nema ef vera skyldi fyrir það, að hún hefir eigi gjört málið að sínu eigin máli, því það hefði hún átt og það ætti hún að gjöra, því það riðið að líkindum þann baggamun, sem hingað til hefir verið á málinu.
Það er því vonandi, að Alþingi og yfirstjórn landsins láti nú til sín taka í máli þessu, sem heilum sveitum og sýslum er nálega lífsspursmál.
1) Slíkt verður naumast sagt, er hún lætur aðra eins¿¿ og Halldór K. taka út vegi. Ritstj.


Ísafold, 18. júlí 1883, 10. árg., 15. tbl., bls. 58:
Í bænarollunni til fjárlaganefndar er sótt um fé úr landssjóði til að brúa Þjórsá og Ölfusá.

Frá Alþingi
Bænarollan til fjárlaga-nefndarinnar er þannig útlítandi nú sem stendur:
Sýslunefnd Árnessýslu og með henni mesti sægur af sýslubúum sækir um “nægilegt” fé úr landssjóði til að brúa Þjórsá og Ölvesá, að minnsta kosti Ölvesá. ¿¿¿