1883

Þjóðólfur, 23. júní 1883, 35. árg., 25. tbl., forsíða:

Um samgöngumál og vegagjörðir
Eftir alþingismann Sighvat Árnason
Það er orðið lýðnum ljóst, að framfaraþjóðirnar leggja langmest kapp á það, að geta haft sem allra fljótust og best samskipti hverjar við aðrar. Þetta sýna þær og í verkinu með því að þær leggja fram ógrynni fjár árlega til ýmsra fyrirtækja t.d. gufumagnsins á sjó og landi, járnbrauta, fréttaþráða, skurðgrafta gegnum löndin, brúargjörða og fleira, svo allt mögulegt lifandi og dautt, fréttir og flutningar geti verið á fljúgandi ferð ríkja og landa í milli.
Það er nú oft venja meðal vor, þegar um nýmæli er að ræða, að vitna þá til framfaraþjóðanna, hvernig þær hafa hitt eða þetta, sem er eðlilegt og rétt, því allir hljóta að sjá, að þeim fleygir fram bæði vísindalega og verklega og til allrar menningar yfir höfuð; því skyldum vér þá ekki vilja hafa þessar þjóðir oss til fyrirmyndar í einu og öðru, er að framförum lýtur? Að vísu erum vér veikir og vanburða og getum litlu afkastað í samanburði við aðrar þjóðir, en þegar litið er á liðinn tíma, og allt og allt, sem hann hefir haft í för með sér, þá er auðsætt, að ekki verður heldur mikið af oss heimtað í samanburði við þær, og að framfarir vorar geta ekki komist í neinn samjöfnuð við framfarir þeirra.
En til þess að geta sem fyrst náð þeirri framför, sem oss er auðið, þá ríður mest af öllu á, að gá vel og vandlega að því, sem einkum stendur fyrir þjóðþrifum vorum eða hvers héraðs út af fyrir sig; róa síðan öllum árum að því að hrinda slíku í lag, byrja síðan á því, sem þá liggur næst, og svo koll af kolli. Það dugar ekki að ætla sér að gjöra allt í senn, því þá er hætt við, að ekki verði neitt úr neinu, eins og reynslan svo þráfaldlega sýnir. Til þess að mikill auður verði afllaus og að engu, þarf eigi annað, en að skipta honum í marga staði, fyrir því væri fásinni að brytja það litla fé, sem vér höfum í sundur, svo að afl þeirra hluta, er gjöra skal, yrði að engu.
Eins og áður er á vikið, hlýtur að blasa fyrir hvers manns auga, að framfaraþjóðirnar leggja nú mest kapp á, að gjöra öll viðskipti og verslun sem greiðast og best, og það má fullyrða að þetta er fyrsta mál á dagskrá um allan hinn menntaða heim.
Það er að vísu vel meint af Alþingi, að leggja fé til jarðabóta og búnaðareflingar; en eitt er þarflegt og annað nauðsynlegt. Vér þurfum að bæta búnað vorn, það er satt, en að því ætti að gá, að því gagnlegri sem góður landbúnaður er, því heldur þarf maður fyrst og fremst að ryðja sér braut að honum áður en maður fer að keppast við hann sjálfan. Hver maður hlýtur fyrst og fremst að hugsa um að geta fært sér í nyt ágóðann af vinnu sinni, áður en hann fer að vinna; því engum heilvita manni gæti komið til hugar, að vinna fyrir því kaupi, sem hann sér að hann getur ekki fært sér í nyt. Að kosta á ný eða leggja fé til landbúnaðarins, er ekki fyrsta mál landbúnaðarhéraðanna, heldur næst því fyrsta, með minni meiningu. Fyrsta velferðarmál landbúnaðarsveitanna er: að geta bæði fljótt og með sem minnstum tilkostnaði fært sér í nyt arðinn af búnaðinum, og eru vegagjörðirnar skilyrðið fyrir því; eins og þilskipaútgjörðin er hið fyrsta velferðarmál í sjávarsveitunum, því þar er vegurinn lagður.

Þingið og þjóðin ætti að yfirvega þetta mál betur en gjört hefir verið, og láta eigi þá minkun lengur eftir sig liggja, bæði að neita sumum sýslum um fé til brúargjörðar yfir stórar ár, sem halda þeim í kút og kreppu hvað verslun og viðskipti snertir, og styrkja þær eigi til þess konar fyrirtækja, sem þeim sjálfum eru ókleyf af eigin rammleik, því slíkt er skaðlegt og hróplegt afturhald, og gá betur að því, en áður hefir verið gjört, að fé það, sem lagt er til vegagjörða, verði ekki að engu fyrir vankunnáttu þeirra manna, sem að vegagjörðunum vinna. Já, það er sorglegt að vita til þess, að varið skuli hafa verið mörgum hundruðum og þúsundum króna til ónýtra vegagjörða, sem er auðsjáanlega afleiðing af vankunnáttu á því verki, og ætti slíkt að vera hvatning fyrir þjóðina að afla sér upplýsinga og nákvæmrar þekkingar í þeirri verkfræði, sem að vega- og brúagjörðum lýtur, svo fé það, sem í vegina væri lagt, træðist ekki jafnóðum ofan í forina og yrði að engu, eins og á sumum stöðum hefur átt sér stað. Það lítur svo út, að í sumum sýslum, að minnsta kosti, séu ekki til þeir menn, sem beri skyn á vegagjörð eða sé trúandi fyrir vegagjörð; reynslan sýnir það, t.d. vegagjörðin á Svínahrauni, sem búið var að verja til allt að 2.000 kr., en sem hefir verið og er ófær, ef skúr kemur úr lofti, og orðin alveg ónýt eins og er, þar sem alls engra þeirra skilyrða var gætt við þá vegagjörð, sem með þurfa, til að gjöra þrautgóðan veg. Vegagjörðin sjálf sýnir ljóslega, að þeir sem hafa unnið að henni eða verið trúað fyrir henni frá upphafi til enda, hafa ekki borið neitt skyn á þá vegagjörð sem voru landi hagar. Þessu til sönnunar vil ég taka fram aðal skilyrðin fyrir þrautgóðri vegagjörð, og miða við þá staði, þar sem grjót er nægilegt til eins og t.d. í Svínahrauni.
1. Að velja stórt grjót í hliðarnar á veginum, þar sem honum er hleypt upp, og grafa undirstöðuna niður, þar sem jarðvegurinn er laus, sléttskorða steinana og rígfesta þá hvorn við annan. Þetta hefir ekki verið gjört í Svínahrauni, heldur látið óvalið og smátt grjót í hliðarnar og raðað svo lauslega ofan á mosann og moldina. Það þolir ekki sauðarfót auk heldur hestsfót.
2. Að sléttflóra veginn, þar sem grjótið er nóg að klípa hann vandlega, svo allt sé rígskorðað. Þetta hefir ekki verið gjört á Svínahrauni, heldur hrúgað upp í veginn grjóti, eins og þegar menn moka mold í vegg, og borin síðan mold ofan á, þetta hefir síðan vaðist og vafist hvað innan um annað, moldin og grjótið, eftir hverja skúr og gjört þetta hrákasmíði ófært mönnum og skepnum.
3. Að bera næga möl á vegagjörðina. Þetta hefir ekki verið gjört á Svínahrauni, og er þó möl þar við báða enda vegagjörðarinnar.
Þessi vegagjörð á Svínahrauni, Hellisheiðarvegurinn, sem líka er mjög illa af hendi leystur, ýmsar vegagjörðir í Árnessýslu og víðar, ættu að vera mönnum nóg dæmi til að sjá, að vegagjörðir hér á landi eru handónýtar og minna en einskis virði nema áðurtaldra orsaka sé gætt, eftir því sem við má koma. Þar sem ekki er grjót til að sléttflóra með, þar verður að hafa næga möl ofan á veginn, annars er allt ónýtt; en sé möl ekki til, þá verður að búa hana til. Fínn sandur er ónýtur ofan á veginn, sömuleiðis mold og tyrfing. Reynslan sýnir, að menn þeir kunna ekki til vegagjörða, sem þó eru að ljá sig til þeirra fyrir ærna peninga eða eru svo hroðvirkir og ótrúir sínum yfirmönnum, og sjáflum sér, að þeir hugsa ekki um annað en krónurnar.
Yfirstjórninni, sem í raun og veru ber ábyrgðina af öllu saman, er vorkunn; hún gjörir óefað sitt besta til í vali þeirra manna, sem verkið er falið á hendur, og í vali þeirra manna, sem eiga að dæma um, hvernig það er af hendi leyst1. Verkstjórinn vinnur verkið, úttektarmennirnir skoða verkið og segja það vel af hendi leyst, og þá er auðvitað að yfirstjórnin verður eigi ásökuð, þótt allt reynist ónýtt, og öllu fénu eytt til einskis, eins og hefir áður átt sér stað um áminnsta vegagjörð.
Það er nú vitaskuld, að ekki dugar að ásaka um orðinn hlut, og svo er um þetta, en slíkt ætti að kenna mönnum, bæði æðri og lægri, Alþingi og yfirstjórn, að láta sér þessi víti að varnaði verða, og kynna sér betur þetta mál, en gjört hefir verið, leggja meiri stund á það og alúð, en gjört hefir verið, meira kapp af forsjá en verið hefir o.s.frv., þá munu menn komast að raun um, að mest af öllu ríður á því, að kunna að búa til þrautavegi; þar næst er að leggja fé til vegagjörðanna, en fyr ekki. Aðeins þá menn ætti því hér eftir að ráða til vegagjörða, sem hafa staðið fyrir vorum bestu vegagjörðum; og í öðru lagi að styrkja nokkra menn sem fyrst til þess, að kynna sér erlendis þá verkfræði, sem að veggjörðum og brúagjörðum lýtur, svo að þetta velferðarmál standi ekki lengur á því, að ekki séu til menn, sem trúandi sé fyrir vegagjörðum.
Engin héruð landsins eru eins illa stödd og Skaftafells-, Rangárvalla- og að nokkru leyti Árnessýsla, hvað samgöngur og aðdrætti snertir, en sem engin not geta haft af strandsiglingunum, og sem hafa þær mestu torfærur, sem eru á landinu, til yfirferðar, nfl. Þjórsá og Ölfusá. Þessar sýslur leggja þó sinn skerf til strandsiglinganna, en mega sitja með sárt ennið, hvað afnotin snertir. Engum ríður því meir á vega- og brúargjörðum, en þessum sýslum, og þeim er engin framavon fyrr en brýrnar eru fengnar og vegirnir lagðir, sem eiga að renna á eftir brúnum. En það er óvíst og á engum fæti byggt, að ætla þessum sýslum að bera kostnaðinn af brúnum af eigin rammleik, því þeim er það ókleyft og þær komast aldrei á með því móti. Alþingi á að hlaupa hér undir bagga; það hefir lykilinn að framförum þessara sýslna og þær eiga hátíðlega heimtingu á því, að lagt sé nægilegt fé til þessara fyrirtækja úr landssjóði. Þegar litið er á Alþingishúsið, Möðruvallaskólann, strandferðirnar, og á allt það fé, sem veitt hefir verið hingað og þangað, og hvergi sér stað, og það fé, sem enn er fyrir hendi, má sjá, að mikið má gjöra og er þegar búið að gjöra á stuttum tíma, og því virðist það eigi ósanngjörn krafa af sýslum þessum, að fá fé til þessa, þegar litið er á, hvað gjört hefir verið fyrir hinar sýslur landsins, og þegar litið er á hið fyrirliggjandi fé.
Hin innlenda yfirstjórn landsins hefir verið málinu hlynnt og hin útlenda einnig, svo yfirstjórnin í heild sinni verður ekki ásökuð í því efni, nema ef vera skyldi fyrir það, að hún hefir eigi gjört málið að sínu eigin máli, því það hefði hún átt og það ætti hún að gjöra, því það riðið að líkindum þann baggamun, sem hingað til hefir verið á málinu.
Það er því vonandi, að Alþingi og yfirstjórn landsins láti nú til sín taka í máli þessu, sem heilum sveitum og sýslum er nálega lífsspursmál.
1) Slíkt verður naumast sagt, er hún lætur aðra eins¿¿ og Halldór K. taka út vegi. Ritstj.


Þjóðólfur, 23. júní 1883, 35. árg., 25. tbl., forsíða:

Um samgöngumál og vegagjörðir
Eftir alþingismann Sighvat Árnason
Það er orðið lýðnum ljóst, að framfaraþjóðirnar leggja langmest kapp á það, að geta haft sem allra fljótust og best samskipti hverjar við aðrar. Þetta sýna þær og í verkinu með því að þær leggja fram ógrynni fjár árlega til ýmsra fyrirtækja t.d. gufumagnsins á sjó og landi, járnbrauta, fréttaþráða, skurðgrafta gegnum löndin, brúargjörða og fleira, svo allt mögulegt lifandi og dautt, fréttir og flutningar geti verið á fljúgandi ferð ríkja og landa í milli.
Það er nú oft venja meðal vor, þegar um nýmæli er að ræða, að vitna þá til framfaraþjóðanna, hvernig þær hafa hitt eða þetta, sem er eðlilegt og rétt, því allir hljóta að sjá, að þeim fleygir fram bæði vísindalega og verklega og til allrar menningar yfir höfuð; því skyldum vér þá ekki vilja hafa þessar þjóðir oss til fyrirmyndar í einu og öðru, er að framförum lýtur? Að vísu erum vér veikir og vanburða og getum litlu afkastað í samanburði við aðrar þjóðir, en þegar litið er á liðinn tíma, og allt og allt, sem hann hefir haft í för með sér, þá er auðsætt, að ekki verður heldur mikið af oss heimtað í samanburði við þær, og að framfarir vorar geta ekki komist í neinn samjöfnuð við framfarir þeirra.
En til þess að geta sem fyrst náð þeirri framför, sem oss er auðið, þá ríður mest af öllu á, að gá vel og vandlega að því, sem einkum stendur fyrir þjóðþrifum vorum eða hvers héraðs út af fyrir sig; róa síðan öllum árum að því að hrinda slíku í lag, byrja síðan á því, sem þá liggur næst, og svo koll af kolli. Það dugar ekki að ætla sér að gjöra allt í senn, því þá er hætt við, að ekki verði neitt úr neinu, eins og reynslan svo þráfaldlega sýnir. Til þess að mikill auður verði afllaus og að engu, þarf eigi annað, en að skipta honum í marga staði, fyrir því væri fásinni að brytja það litla fé, sem vér höfum í sundur, svo að afl þeirra hluta, er gjöra skal, yrði að engu.
Eins og áður er á vikið, hlýtur að blasa fyrir hvers manns auga, að framfaraþjóðirnar leggja nú mest kapp á, að gjöra öll viðskipti og verslun sem greiðast og best, og það má fullyrða að þetta er fyrsta mál á dagskrá um allan hinn menntaða heim.
Það er að vísu vel meint af Alþingi, að leggja fé til jarðabóta og búnaðareflingar; en eitt er þarflegt og annað nauðsynlegt. Vér þurfum að bæta búnað vorn, það er satt, en að því ætti að gá, að því gagnlegri sem góður landbúnaður er, því heldur þarf maður fyrst og fremst að ryðja sér braut að honum áður en maður fer að keppast við hann sjálfan. Hver maður hlýtur fyrst og fremst að hugsa um að geta fært sér í nyt ágóðann af vinnu sinni, áður en hann fer að vinna; því engum heilvita manni gæti komið til hugar, að vinna fyrir því kaupi, sem hann sér að hann getur ekki fært sér í nyt. Að kosta á ný eða leggja fé til landbúnaðarins, er ekki fyrsta mál landbúnaðarhéraðanna, heldur næst því fyrsta, með minni meiningu. Fyrsta velferðarmál landbúnaðarsveitanna er: að geta bæði fljótt og með sem minnstum tilkostnaði fært sér í nyt arðinn af búnaðinum, og eru vegagjörðirnar skilyrðið fyrir því; eins og þilskipaútgjörðin er hið fyrsta velferðarmál í sjávarsveitunum, því þar er vegurinn lagður.

Þingið og þjóðin ætti að yfirvega þetta mál betur en gjört hefir verið, og láta eigi þá minkun lengur eftir sig liggja, bæði að neita sumum sýslum um fé til brúargjörðar yfir stórar ár, sem halda þeim í kút og kreppu hvað verslun og viðskipti snertir, og styrkja þær eigi til þess konar fyrirtækja, sem þeim sjálfum eru ókleyf af eigin rammleik, því slíkt er skaðlegt og hróplegt afturhald, og gá betur að því, en áður hefir verið gjört, að fé það, sem lagt er til vegagjörða, verði ekki að engu fyrir vankunnáttu þeirra manna, sem að vegagjörðunum vinna. Já, það er sorglegt að vita til þess, að varið skuli hafa verið mörgum hundruðum og þúsundum króna til ónýtra vegagjörða, sem er auðsjáanlega afleiðing af vankunnáttu á því verki, og ætti slíkt að vera hvatning fyrir þjóðina að afla sér upplýsinga og nákvæmrar þekkingar í þeirri verkfræði, sem að vega- og brúagjörðum lýtur, svo fé það, sem í vegina væri lagt, træðist ekki jafnóðum ofan í forina og yrði að engu, eins og á sumum stöðum hefur átt sér stað. Það lítur svo út, að í sumum sýslum, að minnsta kosti, séu ekki til þeir menn, sem beri skyn á vegagjörð eða sé trúandi fyrir vegagjörð; reynslan sýnir það, t.d. vegagjörðin á Svínahrauni, sem búið var að verja til allt að 2.000 kr., en sem hefir verið og er ófær, ef skúr kemur úr lofti, og orðin alveg ónýt eins og er, þar sem alls engra þeirra skilyrða var gætt við þá vegagjörð, sem með þurfa, til að gjöra þrautgóðan veg. Vegagjörðin sjálf sýnir ljóslega, að þeir sem hafa unnið að henni eða verið trúað fyrir henni frá upphafi til enda, hafa ekki borið neitt skyn á þá vegagjörð sem voru landi hagar. Þessu til sönnunar vil ég taka fram aðal skilyrðin fyrir þrautgóðri vegagjörð, og miða við þá staði, þar sem grjót er nægilegt til eins og t.d. í Svínahrauni.
1. Að velja stórt grjót í hliðarnar á veginum, þar sem honum er hleypt upp, og grafa undirstöðuna niður, þar sem jarðvegurinn er laus, sléttskorða steinana og rígfesta þá hvorn við annan. Þetta hefir ekki verið gjört í Svínahrauni, heldur látið óvalið og smátt grjót í hliðarnar og raðað svo lauslega ofan á mosann og moldina. Það þolir ekki sauðarfót auk heldur hestsfót.
2. Að sléttflóra veginn, þar sem grjótið er nóg að klípa hann vandlega, svo allt sé rígskorðað. Þetta hefir ekki verið gjört á Svínahrauni, heldur hrúgað upp í veginn grjóti, eins og þegar menn moka mold í vegg, og borin síðan mold ofan á, þetta hefir síðan vaðist og vafist hvað innan um annað, moldin og grjótið, eftir hverja skúr og gjört þetta hrákasmíði ófært mönnum og skepnum.
3. Að bera næga möl á vegagjörðina. Þetta hefir ekki verið gjört á Svínahrauni, og er þó möl þar við báða enda vegagjörðarinnar.
Þessi vegagjörð á Svínahrauni, Hellisheiðarvegurinn, sem líka er mjög illa af hendi leystur, ýmsar vegagjörðir í Árnessýslu og víðar, ættu að vera mönnum nóg dæmi til að sjá, að vegagjörðir hér á landi eru handónýtar og minna en einskis virði nema áðurtaldra orsaka sé gætt, eftir því sem við má koma. Þar sem ekki er grjót til að sléttflóra með, þar verður að hafa næga möl ofan á veginn, annars er allt ónýtt; en sé möl ekki til, þá verður að búa hana til. Fínn sandur er ónýtur ofan á veginn, sömuleiðis mold og tyrfing. Reynslan sýnir, að menn þeir kunna ekki til vegagjörða, sem þó eru að ljá sig til þeirra fyrir ærna peninga eða eru svo hroðvirkir og ótrúir sínum yfirmönnum, og sjáflum sér, að þeir hugsa ekki um annað en krónurnar.
Yfirstjórninni, sem í raun og veru ber ábyrgðina af öllu saman, er vorkunn; hún gjörir óefað sitt besta til í vali þeirra manna, sem verkið er falið á hendur, og í vali þeirra manna, sem eiga að dæma um, hvernig það er af hendi leyst1. Verkstjórinn vinnur verkið, úttektarmennirnir skoða verkið og segja það vel af hendi leyst, og þá er auðvitað að yfirstjórnin verður eigi ásökuð, þótt allt reynist ónýtt, og öllu fénu eytt til einskis, eins og hefir áður átt sér stað um áminnsta vegagjörð.
Það er nú vitaskuld, að ekki dugar að ásaka um orðinn hlut, og svo er um þetta, en slíkt ætti að kenna mönnum, bæði æðri og lægri, Alþingi og yfirstjórn, að láta sér þessi víti að varnaði verða, og kynna sér betur þetta mál, en gjört hefir verið, leggja meiri stund á það og alúð, en gjört hefir verið, meira kapp af forsjá en verið hefir o.s.frv., þá munu menn komast að raun um, að mest af öllu ríður á því, að kunna að búa til þrautavegi; þar næst er að leggja fé til vegagjörðanna, en fyr ekki. Aðeins þá menn ætti því hér eftir að ráða til vegagjörða, sem hafa staðið fyrir vorum bestu vegagjörðum; og í öðru lagi að styrkja nokkra menn sem fyrst til þess, að kynna sér erlendis þá verkfræði, sem að veggjörðum og brúagjörðum lýtur, svo að þetta velferðarmál standi ekki lengur á því, að ekki séu til menn, sem trúandi sé fyrir vegagjörðum.
Engin héruð landsins eru eins illa stödd og Skaftafells-, Rangárvalla- og að nokkru leyti Árnessýsla, hvað samgöngur og aðdrætti snertir, en sem engin not geta haft af strandsiglingunum, og sem hafa þær mestu torfærur, sem eru á landinu, til yfirferðar, nfl. Þjórsá og Ölfusá. Þessar sýslur leggja þó sinn skerf til strandsiglinganna, en mega sitja með sárt ennið, hvað afnotin snertir. Engum ríður því meir á vega- og brúargjörðum, en þessum sýslum, og þeim er engin framavon fyrr en brýrnar eru fengnar og vegirnir lagðir, sem eiga að renna á eftir brúnum. En það er óvíst og á engum fæti byggt, að ætla þessum sýslum að bera kostnaðinn af brúnum af eigin rammleik, því þeim er það ókleyft og þær komast aldrei á með því móti. Alþingi á að hlaupa hér undir bagga; það hefir lykilinn að framförum þessara sýslna og þær eiga hátíðlega heimtingu á því, að lagt sé nægilegt fé til þessara fyrirtækja úr landssjóði. Þegar litið er á Alþingishúsið, Möðruvallaskólann, strandferðirnar, og á allt það fé, sem veitt hefir verið hingað og þangað, og hvergi sér stað, og það fé, sem enn er fyrir hendi, má sjá, að mikið má gjöra og er þegar búið að gjöra á stuttum tíma, og því virðist það eigi ósanngjörn krafa af sýslum þessum, að fá fé til þessa, þegar litið er á, hvað gjört hefir verið fyrir hinar sýslur landsins, og þegar litið er á hið fyrirliggjandi fé.
Hin innlenda yfirstjórn landsins hefir verið málinu hlynnt og hin útlenda einnig, svo yfirstjórnin í heild sinni verður ekki ásökuð í því efni, nema ef vera skyldi fyrir það, að hún hefir eigi gjört málið að sínu eigin máli, því það hefði hún átt og það ætti hún að gjöra, því það riðið að líkindum þann baggamun, sem hingað til hefir verið á málinu.
Það er því vonandi, að Alþingi og yfirstjórn landsins láti nú til sín taka í máli þessu, sem heilum sveitum og sýslum er nálega lífsspursmál.
1) Slíkt verður naumast sagt, er hún lætur aðra eins¿¿ og Halldór K. taka út vegi. Ritstj.