1882

Þjóðólfur, 24. júlí 1882, 34. árg., 16. tbl., forsíða:

(Aðsent)
Á síðastliðnum vetri kom ég að Elliðaánum. Þær voru því nær ófærar, frost mikið, allt á klepru og eigi álitlegt að fara yfir þær. Ég fór nú að hugsa um það, hvernig best væri yfir þær að komast og helfjrósa svo ekki á eftir. Fann ég þá fljótt, að ég var enginn alþingismaður með ekkert í kollinum nema hálfvitlaus breytingaratkvæði, svo að mér varð lítt til ráða. Ég var líka einn, og gat ekki látið ganga til atkvæða um það, er mér hugkvæmdist. Það kvað vera gott fyrir þá, er finna einhverjar vitleysurnar, að láta aðra fallast á þær með atkvæðagreiðslu, því þá bera aðrir ábyrgðina.
Ég fór nú eftir því eina ráði, er ég fann til að krókna ekki úr kulda, ef ég kæmist yfir um árnar. Ég hafði tvenna sokka og tvennar buxur, nýprjónaðar nærbuxur og þar utan yfir vaðmálsbuxur lélegar. Og gott er að eiga góða húsbændur, sem búa mann vel út í öll ferðalög. Ég settist nú á klepraðan stein, fór úr sokkunum og báðum buxunum, og þar á eftir aftur í utanyfirbuxurnar og aðra sokkana, en batt nærbuxurnar með hinum sokkunum um háls mér og hlýaði það vel.
Nú fól ég mig guði á vald, og þar næst sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu með því að fara út í Norðurána, rétt þarna á sýslunefndarveginum og sýsluvaðinu góða, sem allir kvað vera skyldir að fara yfir og hvergi annarsstaðar. Þó ég sé kallaður hugmaður á sjó og landi, kom í mig skelkur, þegar ég var kominn lítið eitt út í ána. Mér varð ósjálfrátt að hörfa aftur í herrans nafni og gleyma því að ganga sýslunefndarinnar með vegalögunum löggilta vað. Það er nú svona að verða hræddur við dauðann. Reyndi ég svo að komast yfir ána á öðrum stað, og tókst mér það, þó að þar ekki væri sýsluvað. Þegar ég komst yfir árnar, var ég votur og klakaður, og þá er ég í mínum lélegu utnayfirbuxum settist á klakaðan stein, ætlaði allt að verða samfrosta, rassinn, buxurnar og steininn. Ég fór nú í mínar þurru nærbuxur og sokka, og kom svona klæddur að Bústöðum; þar fékk ég góðan greiða og heitan sopa, því þau hjón, sem þar voru, hafa hjúkrað mörgum votum og köldum.
Svo er nú þessi saga búin, og af því að ég fyrir þetta var jafngóður eftir sem áður, segi ég sögu þessa til eftirbreytni fyrir aðra. Mér kemur ekki til hugar að álasa eða hallmæla sýslunefndinni með einu orði að áin var einmitt ófær á sýslunefndarvaðinu, en fær annarsstaðar, og ef ég nú hefði drukknað þarna rétt á sýsluvaðinu, þá hefði ég ekki álasað henni fyrir það, eins og skiljanlegt er, og er vonandi, að herra Þ.G. hefði ekki gjört það. Heldur ekki álasa ég sýslunefndinni, þó hún ekki vilji kaupa planka í brýrnar fyrir 38 aura alinina; það er allt of dýrt fyrir fátækan almúga, og þar eð þetta strand ekki fyllti hvern árós með plönkum, væri rétt að bíða eftir nýju strandi, þar sem að plankarnir rækju upp í sjálfan kjaftinn á ánum, og þangað til erum við dónarnir ekki of góðir að vaða úr okkur iljaostinn í blessuðum ánum. Ég er alveg samdóma herra Þ.G.; hann er skarpvitur, nærgætinn og þekkir allar hliðar lífsins eða meira en þá einu, sem sé framhliðina; hann þekkir hina, eða afturhliðina, sem ber þungan; og nú innfellur mín einfaldlega spurning til hans: Hver hefði átt að kosta útför mína, ef ég hefði drukknað þarna rétt á sýslunefndarveginum, og líkið rekið upp í Seltjarnarneshreppi? Var það Mosfellshreppur, eða Seltjarnarneshreppur, eða hvorugur þeirra? Mér kemur þetta til hugar, af því að nýlega varð stríð á milli Ölfus og Selvogs út af greftrun af nokkrum mannsbeinum, er fundust uppi á fjalli. Það kvað hafa kostað mikinn tíma, heilabrot, pappír og skriftir næstum því eins mikið og deilan þar syðra um það, hver ætti að kosta uppfræðingu fáfróðs unglings, er komið var fyrir hjá presti; en þó ekki eins mikill og sá, sem leiddi af því borgarstríði, sem gaus upp í Gullbringusýslu um það, hver það væri, sem ætti að kosta sveitabækurnar. Til blóðsúthellinga mun ekki hafa komið, nema ef að einhver óskilagemsinn hafi látið líf sitt svo að lítið beri á, og er Ísafold kunnugast um það. Ég er samdóma Þ.G., að um þessar mundir sé í mörg horn að líta, en ef hann vildi gefa sig við þeim málum, sem nú taka mikinn tíma, eins og þessi mál gjöra, og hann vildi leggja sig eftir einhverjum stórræðum, þá gæti hann unnið landinu mikið gagn með því, að hleypa brúarmálinu fram af sér, og lofa öðrum minni háttar mönnum að reyna sig á því.
Árnesingur.
Vér höfum ekki viljað neita grein þessari um Elliðaárnar inntöku í blað vort, en það er tvennt, er vér viljum taka fram út af henni.
1. Árnesingurinn var einn á ferð, svo að hann getur aðeins einn borið söguna. Vér vitum að nokkuð líkt hefir komið fyrir, og skorum á menn að skýra oss frá hrakförum yfir árnar, og ættu þeir að nafngreina sig um leið.
2. Um deilu út af greftrun á mannsbeinum má lesa í Stjórnartíðindum B 1881, bls. 156, og um kostnað við sveitabækur í B 1882, bls. 1.
Vér höfum heyrt marga kvarta yfir því, að sýslunefndin ekki leggi brú yfir árnar, og þessi ritgjörð sýnir, að það sé nú hollara að byrja á framkvæmdinni en að halda því máli til streitu að leggja engar brýr, eða eyða málinu eins og afturhaldsmaðurinn Þ.G. hefir viljað gjöra í Skuld.
Ritstj.


Þjóðólfur, 24. júlí 1882, 34. árg., 16. tbl., forsíða:

(Aðsent)
Á síðastliðnum vetri kom ég að Elliðaánum. Þær voru því nær ófærar, frost mikið, allt á klepru og eigi álitlegt að fara yfir þær. Ég fór nú að hugsa um það, hvernig best væri yfir þær að komast og helfjrósa svo ekki á eftir. Fann ég þá fljótt, að ég var enginn alþingismaður með ekkert í kollinum nema hálfvitlaus breytingaratkvæði, svo að mér varð lítt til ráða. Ég var líka einn, og gat ekki látið ganga til atkvæða um það, er mér hugkvæmdist. Það kvað vera gott fyrir þá, er finna einhverjar vitleysurnar, að láta aðra fallast á þær með atkvæðagreiðslu, því þá bera aðrir ábyrgðina.
Ég fór nú eftir því eina ráði, er ég fann til að krókna ekki úr kulda, ef ég kæmist yfir um árnar. Ég hafði tvenna sokka og tvennar buxur, nýprjónaðar nærbuxur og þar utan yfir vaðmálsbuxur lélegar. Og gott er að eiga góða húsbændur, sem búa mann vel út í öll ferðalög. Ég settist nú á klepraðan stein, fór úr sokkunum og báðum buxunum, og þar á eftir aftur í utanyfirbuxurnar og aðra sokkana, en batt nærbuxurnar með hinum sokkunum um háls mér og hlýaði það vel.
Nú fól ég mig guði á vald, og þar næst sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu með því að fara út í Norðurána, rétt þarna á sýslunefndarveginum og sýsluvaðinu góða, sem allir kvað vera skyldir að fara yfir og hvergi annarsstaðar. Þó ég sé kallaður hugmaður á sjó og landi, kom í mig skelkur, þegar ég var kominn lítið eitt út í ána. Mér varð ósjálfrátt að hörfa aftur í herrans nafni og gleyma því að ganga sýslunefndarinnar með vegalögunum löggilta vað. Það er nú svona að verða hræddur við dauðann. Reyndi ég svo að komast yfir ána á öðrum stað, og tókst mér það, þó að þar ekki væri sýsluvað. Þegar ég komst yfir árnar, var ég votur og klakaður, og þá er ég í mínum lélegu utnayfirbuxum settist á klakaðan stein, ætlaði allt að verða samfrosta, rassinn, buxurnar og steininn. Ég fór nú í mínar þurru nærbuxur og sokka, og kom svona klæddur að Bústöðum; þar fékk ég góðan greiða og heitan sopa, því þau hjón, sem þar voru, hafa hjúkrað mörgum votum og köldum.
Svo er nú þessi saga búin, og af því að ég fyrir þetta var jafngóður eftir sem áður, segi ég sögu þessa til eftirbreytni fyrir aðra. Mér kemur ekki til hugar að álasa eða hallmæla sýslunefndinni með einu orði að áin var einmitt ófær á sýslunefndarvaðinu, en fær annarsstaðar, og ef ég nú hefði drukknað þarna rétt á sýsluvaðinu, þá hefði ég ekki álasað henni fyrir það, eins og skiljanlegt er, og er vonandi, að herra Þ.G. hefði ekki gjört það. Heldur ekki álasa ég sýslunefndinni, þó hún ekki vilji kaupa planka í brýrnar fyrir 38 aura alinina; það er allt of dýrt fyrir fátækan almúga, og þar eð þetta strand ekki fyllti hvern árós með plönkum, væri rétt að bíða eftir nýju strandi, þar sem að plankarnir rækju upp í sjálfan kjaftinn á ánum, og þangað til erum við dónarnir ekki of góðir að vaða úr okkur iljaostinn í blessuðum ánum. Ég er alveg samdóma herra Þ.G.; hann er skarpvitur, nærgætinn og þekkir allar hliðar lífsins eða meira en þá einu, sem sé framhliðina; hann þekkir hina, eða afturhliðina, sem ber þungan; og nú innfellur mín einfaldlega spurning til hans: Hver hefði átt að kosta útför mína, ef ég hefði drukknað þarna rétt á sýslunefndarveginum, og líkið rekið upp í Seltjarnarneshreppi? Var það Mosfellshreppur, eða Seltjarnarneshreppur, eða hvorugur þeirra? Mér kemur þetta til hugar, af því að nýlega varð stríð á milli Ölfus og Selvogs út af greftrun af nokkrum mannsbeinum, er fundust uppi á fjalli. Það kvað hafa kostað mikinn tíma, heilabrot, pappír og skriftir næstum því eins mikið og deilan þar syðra um það, hver ætti að kosta uppfræðingu fáfróðs unglings, er komið var fyrir hjá presti; en þó ekki eins mikill og sá, sem leiddi af því borgarstríði, sem gaus upp í Gullbringusýslu um það, hver það væri, sem ætti að kosta sveitabækurnar. Til blóðsúthellinga mun ekki hafa komið, nema ef að einhver óskilagemsinn hafi látið líf sitt svo að lítið beri á, og er Ísafold kunnugast um það. Ég er samdóma Þ.G., að um þessar mundir sé í mörg horn að líta, en ef hann vildi gefa sig við þeim málum, sem nú taka mikinn tíma, eins og þessi mál gjöra, og hann vildi leggja sig eftir einhverjum stórræðum, þá gæti hann unnið landinu mikið gagn með því, að hleypa brúarmálinu fram af sér, og lofa öðrum minni háttar mönnum að reyna sig á því.
Árnesingur.
Vér höfum ekki viljað neita grein þessari um Elliðaárnar inntöku í blað vort, en það er tvennt, er vér viljum taka fram út af henni.
1. Árnesingurinn var einn á ferð, svo að hann getur aðeins einn borið söguna. Vér vitum að nokkuð líkt hefir komið fyrir, og skorum á menn að skýra oss frá hrakförum yfir árnar, og ættu þeir að nafngreina sig um leið.
2. Um deilu út af greftrun á mannsbeinum má lesa í Stjórnartíðindum B 1881, bls. 156, og um kostnað við sveitabækur í B 1882, bls. 1.
Vér höfum heyrt marga kvarta yfir því, að sýslunefndin ekki leggi brú yfir árnar, og þessi ritgjörð sýnir, að það sé nú hollara að byrja á framkvæmdinni en að halda því máli til streitu að leggja engar brýr, eða eyða málinu eins og afturhaldsmaðurinn Þ.G. hefir viljað gjöra í Skuld.
Ritstj.