1881

Ísafold, 6. ágúst 1881, 8. árg., 20. tbl., bls. 78:

Um brýrnar á Þjórsá og Ölfusá
Ráðgjafinn fyrir Ísland hefir nú með bréfi, dags. 30. maí þ.á. látið landshöfðingja tilkynna Alþingi, hvað því olli, að lögin um brúagjörð á Þjórsá og Ölfusá yrðu ekki staðfest. Tilraunir þær, er gjörðar hafa verið til að fá brúagjörðinni framgengt, má sjá af fylgiskjölum ráðherrabréfsins, og skal hér skýrt frá þeim í stuttu máli.
Fyrst bað landshöfðinginn Jón Hjaltalín, þá í Edinborg, að komast eftir, með hverjum kostum brýr fengist keyptar á Skotlandi. Jón fékk það tilboð hjá félögunum P. & W. Maclellan á Skotlandi, að þeir vildu selja efni brúnna, smíðað og flutt á skip út í Lweith, fyrir 35.550 kr. Tilboðsbréfið, dags. í Glasgow 4. nóvbr. 1879, sendi Jón landshöfðingja, en hann aftur ráðherranum með bréfi 15. október s.á. Síðan útvegaði landshöfðingi álit kunnugra og áreiðanlegra manna um kostnað við flutning brúnna til brúastæðanna, verkamenn við stöplabygging o.fl., sendi hann ráðgjafanum það með bréfi 15. mars 1880 og lagði til að lögin yrðu staðfest. Ráðgjafinn þóttist eigi fær til að dæma um, hvort gangandi væri að boði Maclellans, einkum að því leyti, hvort brýrnar væru áreiðanlegar. Bar hann því málið undir stórsmíðafræðing (Ingenieur) Windfeld Hansen, hinn sama, er skoðað hafði brúastæðin (og gjört áætlun um kostnað brúagjörðanna). Frá honum fékk ráðherrann álitsskjal dags. 12. apríl 1880, og var það á þessa leið; “Hengibrýr, eins og skoska félagið býður, eru ótraustari en fastabrýr, en ekki þeim mun ódýrari. Fáist samt ekki fastabrýr með viðunanlegu verði, er sjálfsagt að fá heldur hengibrýr, en að hætta við allt saman. En nauðsynlegt er, að þeir, sem brýrnar selja, selji þær settar á staði sína, og að fullu sé frá þeim gengið. En þar eð Maclellan hefir aðeins boðist til að senda mann til að sjá um frágang þeirra, þá kostnað Íslands, þá er hætt við, að sá kostnaður geti orðið nokkuð mikill, og er ekki ráðandi til að taka svo óákveðnu boði. Yfir höfuð eru danskar brýr bæði betri og enda ódýrari en enskar brýr, og eftirlit mundi verða auðveldara með dönskum mönnum en enskum. Ekki er heldur til þess hugsandi, að koma báðum brúnum á fyrir 100.000 kr. og það þótt hengibrýr séu, og ætti þá fyrst, ef ekki fengist meira fé, að setja brú á Ölfusá; á henni ríður meira, og hún mundi fljótt gjöra svo mikið gagn, að ekki mundi lengi verða dregið að koma hinni líka og fleiri brúm. En fyrst ætti að bjóða dönskum mönnum að taka brúagjörðina að sér, og snúa sér þá fyrst til annarra þjóða, ef svo ólíklega færi, að enginn danskur maður fengist til þess við sanngjörnu verði. Nokkrum dögum síðar skrifaði Windfeld Hansen ráðgjafanum aftur og réð honum frá, að fara að ráðum landshöfðingjans í því, að fá brúalögin staðfest, ef ekki fengist betri brýr en hann áleit brýr Maclellans vera. Auk þess áleit hann, að kostnaður við að koma brúnum fyrir, mundi verða miklu meiri en ráð væri gjört fyrir. Þar þyrfti skýli, ýmis áhöld o.fl. – Ráðgjafinn leitaði einnig álits fleiri stórsmíðafræðinga í Danmörku, og voru þeir á sama máli og Windfeld Hansen. Því næst bauð nú ráðgjafinn dönskum og sænskum félögum að takast brúagjörðina á hendur, og komu fram þrjú tilboð: Bonnesen & Danstrup í Kaupmannahöfn buðust til að selja brýrnar albúnar á sínum stöðum fyrir 141.000 kr. fyrir utan steinverk allt og stöplabygging Riedel og Lidegaard í Kaupmannahöfn buðu brýrnar algjörðar á ánum fyrir 99.000 kr. á Þjórsá og 93.000 kr. á Ölfusá, samtals 192.000 kr., þó með ýmsum aukaskilyrðum. Koekuns mekaniska verkstads aktiebolag i Malmö bauð að selja brúaefnið, flutt á skip út, fyrir 17 kr. 75 a, hver 100pd., og ef þess væri óskað, að senda mann til að koma brúnum á, og skyldi sá fá 5 kr. dag hvern, meðan hann væri að heiman. Nú lét ráðgjafinn spyrjast fyrir hjá Machellan, með hverjum kjörum félagið vildi selja hengibrýrnar þegar búið væri að koma þeim á árnar. Maclellan svaraði, að sömum ókunnugleika gæti félagið ekkert um það sagt, og þá ekki heldur gjört neinn kost á því. – Nú skrifar Windfeld Hansen ráðgjafanum enn, 15. maí 1881. Tekur hann þar fram, að engin líkindi séu til að brýrnar verði gjörðar fyrir eigi meira fé, en þær 100.000 kr., sem Alþingi veitti 1879, en þó vafasamt, að þinginu sýndist að veita meira fé að svo komnu. Reyndar efar hann ekki, að brýrnar verði gjörðar á sínum tíma, en telur hætt við, að það dragist nokkuð enn. Og meðan svo stendur, þurfi þó eitthvað að gjöra til þess að yfirferð yfir árnar verði auðveldari en nú er. Bendir hann á dragferjur og flugferjur, telur þó dragferjurnar óhafandi sökum straumþunga í ánum, en ræður til að reyna flugferjur. Þær liggja fyrir akkeri í miðri ánni og sveiflast fyrir straumi sem dingull. Þarf lag, en lítið afl, til þess að láta ferjur þær sjálfar berast fyrir straumi yfir þverar ár, og má á þeim flytja hesta og vagna. En eins og auðvitað er, verða þær ekki notaðar nema á auðum (íslausum) ám. Hansen ræður til að setja slíka flugferju eða svifferju til reynslu á Ölfusá hjá Laugardælum, og lét jafnframt fylgja tilboð, er hann hafði útvegað frá timburmeistara Klentz: býðst hann til að selja flugferjuna fyrir 15.800 kr. Þó álítur windfeld Hansen réttara að ætla 20.000 kr. til fugferju á Þjórsá, ef mönnum gætist svo að hinni, að æskilegt þætti að fá hana líka. Þó þurfi áður en flugferjurnar eru smíðaðar, að útvega skýrslur um ásigkomulag þeirra staða, sem tiltækilegast væri að setja þær á. Ráðgjafinn hyggur, að þessar ferjur geti sem stendur fullnægt kröfunum um betri samgöngur, og leggur fyrir landshöfðingja að skora á þingið, að taka þessa tillögu til ýtarlegri íhugunar, og að hann útvegi skýrslur þær, sem Windfeld Hansen álítur nauðsynlegar.
Þannig er saga þessa máls frá þinglokum 1879, og er það af þessu auðsætt, að þýðingarlaust er, að fara fram á, að þingið samþykki sömu brúalögin sem 1879. Góðar brýr á báðar árnar virðast ekki fáanlegar fyrir minna en 200.000 kr., eða því sem næst. En þótt landssjóður gæti lánað svo mikið fé – sem varla mun vera að þessu sinni -, þá vantar vissu fyrir að hlutaðeigandi héruð vilji eða áræði að taka svo mikið lán, og á meðan álítum við okkur ekki hafa heimild til að beiðast þessa fyrir þeirra hönd. Einnig vantar vissu fyrir, að þau vilji taka lán til að koma flugferjum á árnar, og nokkrir merkir menn úr héruðum þessum hafa latt þess, að byrjað væri á því. – Við sjáum því ekki betur en að málefni þetta hljóti að bíða næsta þings. En tímann þangað til ættu innbúar héraða þeirra, er hlut eiga að máli, að nota til að íhuga það sem vandlegast, og undirbúa það samkvæmt þeim upplýsingum, sem nú eru fengnar.
Það sem menn einkum þurfa að koma sér niður á heima í héruðum, áður en málið kemur aftur fyrir Alþingi, er að okkar ætlun þessi atriði: 1. hvort menn vilja fá flugferjur til bráðabirgða, en fresta brúagjörðinni. Við það er athugandi, að flugferjurnar eru einkum fyrir sumarferðir; að þjóðvegir, sem lagðir yrðu að þeim stöðum, þar sem ferjurnar kynni að verða hafðar, yrðu ekki að fullum notum, ef brýrnar kæmust á, því þeir verða að liggja annarsstaðar að ánum, og að ferjurnar eru helst til dýrar (á báðar árnar 50-60 þúsund kr.), ef þær ekki reynast fullnægjandi nema til bráðabirgða. Og á hinn bóginn 2. hvort héruðin vilja ráðast í að taka allt að 200.000 kr. lán til að fá því framgengt, að brýrnar komist á báðar árnar; eða að ekki yrði fyrst í stað hugsað um nema brú á aðra ána, sem þá sjálfsagt ætti að vera á Ölfusá; hvort menn ekki sjá neitt ráð til að létta hinn beinlínis kostnað og gjöra jöfnuð á honum, t.d. að þær sveitir, sem mest not mundu hafa af brúnum, flytji þær á sinn kostnað frá sjó til brúastæðanna; hvernig afborgunum lánsins og rentugreiðslum yrði haganlegast og réttlátlegast jafnað niður á alla hlutaðeigendur, og einnig yrði það að vera skýrt ákveðið, hverjar sýslur og sveitir taka málefnið að sér o.s. frv.
Reykjavík, 2. dag ágústmán. 1881
Magnús Andrésson.
Þorl. Guðmundsson.


Ísafold, 6. ágúst 1881, 8. árg., 20. tbl., bls. 78:

Um brýrnar á Þjórsá og Ölfusá
Ráðgjafinn fyrir Ísland hefir nú með bréfi, dags. 30. maí þ.á. látið landshöfðingja tilkynna Alþingi, hvað því olli, að lögin um brúagjörð á Þjórsá og Ölfusá yrðu ekki staðfest. Tilraunir þær, er gjörðar hafa verið til að fá brúagjörðinni framgengt, má sjá af fylgiskjölum ráðherrabréfsins, og skal hér skýrt frá þeim í stuttu máli.
Fyrst bað landshöfðinginn Jón Hjaltalín, þá í Edinborg, að komast eftir, með hverjum kostum brýr fengist keyptar á Skotlandi. Jón fékk það tilboð hjá félögunum P. & W. Maclellan á Skotlandi, að þeir vildu selja efni brúnna, smíðað og flutt á skip út í Lweith, fyrir 35.550 kr. Tilboðsbréfið, dags. í Glasgow 4. nóvbr. 1879, sendi Jón landshöfðingja, en hann aftur ráðherranum með bréfi 15. október s.á. Síðan útvegaði landshöfðingi álit kunnugra og áreiðanlegra manna um kostnað við flutning brúnna til brúastæðanna, verkamenn við stöplabygging o.fl., sendi hann ráðgjafanum það með bréfi 15. mars 1880 og lagði til að lögin yrðu staðfest. Ráðgjafinn þóttist eigi fær til að dæma um, hvort gangandi væri að boði Maclellans, einkum að því leyti, hvort brýrnar væru áreiðanlegar. Bar hann því málið undir stórsmíðafræðing (Ingenieur) Windfeld Hansen, hinn sama, er skoðað hafði brúastæðin (og gjört áætlun um kostnað brúagjörðanna). Frá honum fékk ráðherrann álitsskjal dags. 12. apríl 1880, og var það á þessa leið; “Hengibrýr, eins og skoska félagið býður, eru ótraustari en fastabrýr, en ekki þeim mun ódýrari. Fáist samt ekki fastabrýr með viðunanlegu verði, er sjálfsagt að fá heldur hengibrýr, en að hætta við allt saman. En nauðsynlegt er, að þeir, sem brýrnar selja, selji þær settar á staði sína, og að fullu sé frá þeim gengið. En þar eð Maclellan hefir aðeins boðist til að senda mann til að sjá um frágang þeirra, þá kostnað Íslands, þá er hætt við, að sá kostnaður geti orðið nokkuð mikill, og er ekki ráðandi til að taka svo óákveðnu boði. Yfir höfuð eru danskar brýr bæði betri og enda ódýrari en enskar brýr, og eftirlit mundi verða auðveldara með dönskum mönnum en enskum. Ekki er heldur til þess hugsandi, að koma báðum brúnum á fyrir 100.000 kr. og það þótt hengibrýr séu, og ætti þá fyrst, ef ekki fengist meira fé, að setja brú á Ölfusá; á henni ríður meira, og hún mundi fljótt gjöra svo mikið gagn, að ekki mundi lengi verða dregið að koma hinni líka og fleiri brúm. En fyrst ætti að bjóða dönskum mönnum að taka brúagjörðina að sér, og snúa sér þá fyrst til annarra þjóða, ef svo ólíklega færi, að enginn danskur maður fengist til þess við sanngjörnu verði. Nokkrum dögum síðar skrifaði Windfeld Hansen ráðgjafanum aftur og réð honum frá, að fara að ráðum landshöfðingjans í því, að fá brúalögin staðfest, ef ekki fengist betri brýr en hann áleit brýr Maclellans vera. Auk þess áleit hann, að kostnaður við að koma brúnum fyrir, mundi verða miklu meiri en ráð væri gjört fyrir. Þar þyrfti skýli, ýmis áhöld o.fl. – Ráðgjafinn leitaði einnig álits fleiri stórsmíðafræðinga í Danmörku, og voru þeir á sama máli og Windfeld Hansen. Því næst bauð nú ráðgjafinn dönskum og sænskum félögum að takast brúagjörðina á hendur, og komu fram þrjú tilboð: Bonnesen & Danstrup í Kaupmannahöfn buðust til að selja brýrnar albúnar á sínum stöðum fyrir 141.000 kr. fyrir utan steinverk allt og stöplabygging Riedel og Lidegaard í Kaupmannahöfn buðu brýrnar algjörðar á ánum fyrir 99.000 kr. á Þjórsá og 93.000 kr. á Ölfusá, samtals 192.000 kr., þó með ýmsum aukaskilyrðum. Koekuns mekaniska verkstads aktiebolag i Malmö bauð að selja brúaefnið, flutt á skip út, fyrir 17 kr. 75 a, hver 100pd., og ef þess væri óskað, að senda mann til að koma brúnum á, og skyldi sá fá 5 kr. dag hvern, meðan hann væri að heiman. Nú lét ráðgjafinn spyrjast fyrir hjá Machellan, með hverjum kjörum félagið vildi selja hengibrýrnar þegar búið væri að koma þeim á árnar. Maclellan svaraði, að sömum ókunnugleika gæti félagið ekkert um það sagt, og þá ekki heldur gjört neinn kost á því. – Nú skrifar Windfeld Hansen ráðgjafanum enn, 15. maí 1881. Tekur hann þar fram, að engin líkindi séu til að brýrnar verði gjörðar fyrir eigi meira fé, en þær 100.000 kr., sem Alþingi veitti 1879, en þó vafasamt, að þinginu sýndist að veita meira fé að svo komnu. Reyndar efar hann ekki, að brýrnar verði gjörðar á sínum tíma, en telur hætt við, að það dragist nokkuð enn. Og meðan svo stendur, þurfi þó eitthvað að gjöra til þess að yfirferð yfir árnar verði auðveldari en nú er. Bendir hann á dragferjur og flugferjur, telur þó dragferjurnar óhafandi sökum straumþunga í ánum, en ræður til að reyna flugferjur. Þær liggja fyrir akkeri í miðri ánni og sveiflast fyrir straumi sem dingull. Þarf lag, en lítið afl, til þess að láta ferjur þær sjálfar berast fyrir straumi yfir þverar ár, og má á þeim flytja hesta og vagna. En eins og auðvitað er, verða þær ekki notaðar nema á auðum (íslausum) ám. Hansen ræður til að setja slíka flugferju eða svifferju til reynslu á Ölfusá hjá Laugardælum, og lét jafnframt fylgja tilboð, er hann hafði útvegað frá timburmeistara Klentz: býðst hann til að selja flugferjuna fyrir 15.800 kr. Þó álítur windfeld Hansen réttara að ætla 20.000 kr. til fugferju á Þjórsá, ef mönnum gætist svo að hinni, að æskilegt þætti að fá hana líka. Þó þurfi áður en flugferjurnar eru smíðaðar, að útvega skýrslur um ásigkomulag þeirra staða, sem tiltækilegast væri að setja þær á. Ráðgjafinn hyggur, að þessar ferjur geti sem stendur fullnægt kröfunum um betri samgöngur, og leggur fyrir landshöfðingja að skora á þingið, að taka þessa tillögu til ýtarlegri íhugunar, og að hann útvegi skýrslur þær, sem Windfeld Hansen álítur nauðsynlegar.
Þannig er saga þessa máls frá þinglokum 1879, og er það af þessu auðsætt, að þýðingarlaust er, að fara fram á, að þingið samþykki sömu brúalögin sem 1879. Góðar brýr á báðar árnar virðast ekki fáanlegar fyrir minna en 200.000 kr., eða því sem næst. En þótt landssjóður gæti lánað svo mikið fé – sem varla mun vera að þessu sinni -, þá vantar vissu fyrir að hlutaðeigandi héruð vilji eða áræði að taka svo mikið lán, og á meðan álítum við okkur ekki hafa heimild til að beiðast þessa fyrir þeirra hönd. Einnig vantar vissu fyrir, að þau vilji taka lán til að koma flugferjum á árnar, og nokkrir merkir menn úr héruðum þessum hafa latt þess, að byrjað væri á því. – Við sjáum því ekki betur en að málefni þetta hljóti að bíða næsta þings. En tímann þangað til ættu innbúar héraða þeirra, er hlut eiga að máli, að nota til að íhuga það sem vandlegast, og undirbúa það samkvæmt þeim upplýsingum, sem nú eru fengnar.
Það sem menn einkum þurfa að koma sér niður á heima í héruðum, áður en málið kemur aftur fyrir Alþingi, er að okkar ætlun þessi atriði: 1. hvort menn vilja fá flugferjur til bráðabirgða, en fresta brúagjörðinni. Við það er athugandi, að flugferjurnar eru einkum fyrir sumarferðir; að þjóðvegir, sem lagðir yrðu að þeim stöðum, þar sem ferjurnar kynni að verða hafðar, yrðu ekki að fullum notum, ef brýrnar kæmust á, því þeir verða að liggja annarsstaðar að ánum, og að ferjurnar eru helst til dýrar (á báðar árnar 50-60 þúsund kr.), ef þær ekki reynast fullnægjandi nema til bráðabirgða. Og á hinn bóginn 2. hvort héruðin vilja ráðast í að taka allt að 200.000 kr. lán til að fá því framgengt, að brýrnar komist á báðar árnar; eða að ekki yrði fyrst í stað hugsað um nema brú á aðra ána, sem þá sjálfsagt ætti að vera á Ölfusá; hvort menn ekki sjá neitt ráð til að létta hinn beinlínis kostnað og gjöra jöfnuð á honum, t.d. að þær sveitir, sem mest not mundu hafa af brúnum, flytji þær á sinn kostnað frá sjó til brúastæðanna; hvernig afborgunum lánsins og rentugreiðslum yrði haganlegast og réttlátlegast jafnað niður á alla hlutaðeigendur, og einnig yrði það að vera skýrt ákveðið, hverjar sýslur og sveitir taka málefnið að sér o.s. frv.
Reykjavík, 2. dag ágústmán. 1881
Magnús Andrésson.
Þorl. Guðmundsson.