1880

Ísafold, 9. nóv 1880, 7. árg., 28. tbl., bls. 110:

Frumvarp til laga um brúargjörð yfir Þjórsá og Ölfusá hefir enn sem komið er ekki náð staðfestingu konungs, svo menn viti, og verði það ekki staðfest fyrir næsta þing, þá nær það ekki lagagildi að svo stöddu. Vér þorum ekki að fullyrða, að með því sé nokkur skaði skeður. Skýringar síra Jóns Bjarnasonar í Ísafold hafa vakið efa hjá mörgum, hvort ekki eigi víðast hvar hér á landi betur við, eins og það er stórum kostnaðarminna, að hafa líkt og í Vesturheimi dráttarfleka á stórám, sem ekki eru því straumharðari; á þeim má flytja hesta með klyfjum og heilar lestir, án þess ofan sé tekið, og jafnvel vagna, ef þeir kæmust á með tímanum, sem reyndar lítur út fyrir, að langt muni eiga í land. Hver sem hefir farið nýja veginn yfir Kamba, og þó Lágskarð sé, mun, ef hann þekkir vagna og vagnbrautir, efast um, að akandi sé upp og ofan þessa fjallvegi, eins og þeir nú eru sneiddir. Það yrði þá fyrst að breyta þeim og skásneiða þá miklu meir; nú er annar vegurinn nýlagður, og væri þar fé lógað til lítils, ef ætti um hæl að fara að leggja hann um. Talsverður kostnaður yrði einnig fyrir sjálf sýslufélögin samfara öllum þeim nýju vegagjörðum, sem nauðsynlegar yrðu, ef brýrnar yrðu lagðar á þeim brúastæðum, sem um hefir verið talað, og sem sumir einnig vefengja að óyggjandi séu. Að öllu samtöldu virðist því hentugra, að yfirvega þetta málefni á ný, og búa það betur undir næsta þing. Sér í lagi væri æskilegt, að sýslunefndir þær, sem hlut eiga að máli, vildu leggja niður fyrir sér, hvort ekki væri haganlegast, að sætta sig við dráttarfleka-ferjur á hinum núverandi ferjustöðum, eður að minnsta kosti á þeim helstu: Egilsstöðum, Sandhólaferju, Laugardælum og Óseyri. Til þessa myndi eigi útheimtast þriðjungur af því stórfé, sem lagafrumvarpið gjörði ráð fyrir, auk þess sem sýslufélögin myndu spara í nýjum vegagjörðum. Og væri ekki ólíklegt, að löggjafarvaldið til þessa fyrirkomulags reyndist fúsara á að gjöra sýslufélögunum hin greiðustu kjör, heldur en til að telja út hundruð þúsunda af krónum til brúnna. Vér leyfum oss að vekja máls á þessu, af því ósýnt er, að næsta þing verði fáanlegt til að endurtaka hið fyrra lagafrumvarp, ef það deyr útaf; en hart væri fyrir þær sýslur, sem nú hafa lifað 1 ½ ár í voninni, enga endurbót að sjá innan skamms á samgöngum sínum.


Ísafold, 9. nóv 1880, 7. árg., 28. tbl., bls. 110:

Frumvarp til laga um brúargjörð yfir Þjórsá og Ölfusá hefir enn sem komið er ekki náð staðfestingu konungs, svo menn viti, og verði það ekki staðfest fyrir næsta þing, þá nær það ekki lagagildi að svo stöddu. Vér þorum ekki að fullyrða, að með því sé nokkur skaði skeður. Skýringar síra Jóns Bjarnasonar í Ísafold hafa vakið efa hjá mörgum, hvort ekki eigi víðast hvar hér á landi betur við, eins og það er stórum kostnaðarminna, að hafa líkt og í Vesturheimi dráttarfleka á stórám, sem ekki eru því straumharðari; á þeim má flytja hesta með klyfjum og heilar lestir, án þess ofan sé tekið, og jafnvel vagna, ef þeir kæmust á með tímanum, sem reyndar lítur út fyrir, að langt muni eiga í land. Hver sem hefir farið nýja veginn yfir Kamba, og þó Lágskarð sé, mun, ef hann þekkir vagna og vagnbrautir, efast um, að akandi sé upp og ofan þessa fjallvegi, eins og þeir nú eru sneiddir. Það yrði þá fyrst að breyta þeim og skásneiða þá miklu meir; nú er annar vegurinn nýlagður, og væri þar fé lógað til lítils, ef ætti um hæl að fara að leggja hann um. Talsverður kostnaður yrði einnig fyrir sjálf sýslufélögin samfara öllum þeim nýju vegagjörðum, sem nauðsynlegar yrðu, ef brýrnar yrðu lagðar á þeim brúastæðum, sem um hefir verið talað, og sem sumir einnig vefengja að óyggjandi séu. Að öllu samtöldu virðist því hentugra, að yfirvega þetta málefni á ný, og búa það betur undir næsta þing. Sér í lagi væri æskilegt, að sýslunefndir þær, sem hlut eiga að máli, vildu leggja niður fyrir sér, hvort ekki væri haganlegast, að sætta sig við dráttarfleka-ferjur á hinum núverandi ferjustöðum, eður að minnsta kosti á þeim helstu: Egilsstöðum, Sandhólaferju, Laugardælum og Óseyri. Til þessa myndi eigi útheimtast þriðjungur af því stórfé, sem lagafrumvarpið gjörði ráð fyrir, auk þess sem sýslufélögin myndu spara í nýjum vegagjörðum. Og væri ekki ólíklegt, að löggjafarvaldið til þessa fyrirkomulags reyndist fúsara á að gjöra sýslufélögunum hin greiðustu kjör, heldur en til að telja út hundruð þúsunda af krónum til brúnna. Vér leyfum oss að vekja máls á þessu, af því ósýnt er, að næsta þing verði fáanlegt til að endurtaka hið fyrra lagafrumvarp, ef það deyr útaf; en hart væri fyrir þær sýslur, sem nú hafa lifað 1 ½ ár í voninni, enga endurbót að sjá innan skamms á samgöngum sínum.