Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Aðferðir við frekari endurvinnslu malbiks Endurheimt biks úr malbikskurli

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Um fimmtíuþúsund tonn af malbiki eru notuð í íslensku vegakerfi árlega og endurvinnsla á malbiki er því mikilvægt skref til þess að innleiða hringrásarhagkerfið og draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Til þess að geta aukið hlutfall af endurunnu malbikskurli í malbiki er malbiksframleiðendum skylt að fylgja staðli ÍST EN 13108-8:2016. Til þessa hefur sjaldan verið reynt á það að fullu leiti, sé það gert eru rannsóknir sem krafist er af staðlinum framkvæmdar erlendis. Í þessu verkefni verða malbikssýni úr íslenska vegakerfinu prófuð með því að fylgja eftir staðlinum ÍST EN 13108-8 og athugað hvaða flöskuhálsar eða fyrirstöður gætu leynst í verkferlinum. Niðurstöður verkefnisins verða birtar og kynntar sem víðast og munu nýtast fyrirtækjum sem starfa í malbiksiðnaðinum sem greinargóðar leiðbeiningar og upplýsingar um hvernig á að standa að endurvinnslu malbiks.

Hringrásarhagkerfið gengur m.a. út á að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og mögulegt er með því að lágmarka auðlindanotkun og draga úr úrgangi. Endurvinnsla á malbiki er einn af þeim fjölmörgu mikilvægu þáttum sem þarf að eiga sér stað til þess að innleiða hringrásarhagkerfið og draga þar með úr auðlindanýtingu og losun gróðurhúsaloftegunda. Til þess að geta aukið hlutfall af endurunnu malbikskurli í malbiki eru malbiksframleiðendum skylt að fylgja staðli IST EN 13108-8:2016. Til þessa hefur sjaldan verið reynt á það að fullu leiti,  sé það gert eru rannsóknir sem krafist er af staðlinum framkvæmdar erlendis, sökum aðstöðuleysis íslenskra malbiks rannsókna. Prófuð verða malbikssýni úr íslenska vegakerfinu með því að fylgja eftir staðlinum ÍST EN 13108-8 og athuga hvaða flöskuhálsa eða fyrirstöður gætu leynst í verkferlinum. Til þess að geta staðið sem best að því að endurvinna malbik þurfa fyrirtæki sem starfa í malbiksiðnaðinum að hafa greinargóðar leiðbeiningar og upplýsingar um hvernig á að standa að endurvinnslu.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að auðvelda malbiksframleiðendum notkun á endurunnu malbiki og auka þar af leiðandi hlutfall þess í vegakerfi landsins Í verkefninu verða allir verkþætti staðalsins um endurvinnslu malbiks ÍST EN 13108-8:2016 framkvæmdir og  skoðað hverjar helstu fyrirstöður og/eða flöskuhálsar þessara prófana eru fyrir malbiksiðnaðinn hérlendis. Verkefnið styður við nauðsynlega innviðauppbyggingu tækja en ekki síður þeirra sérfræðiþekkingar sem krafist er til að framfylgja malbiksrannsóknum.

Rannsóknarspurningarnar sem svarað verður eru:

Hvaða hindranir og/eða flöskuhálsar standa í veg fyrir því að prófa endurunnið malbikskurl eftir staðli 13108-8:2016 á Íslandi og hvernig er hægt að komast yfir þær hindranir eða bæta úr þeim flöskuhálsum, ef þá er að finna?

Athuga hvernig malbik sem lagt hefur verið á Íslandi komi út í prófunum sem endurunnið efni?  

Markmiðið er að í framhaldi af þessu verkefni verði hægt að framkvæma prófanir á endurunnu malbiki fyrir þá aðila sem vilja nýta hærra hlutfall endurunnu malbiki í bundin slitlög skv. tilskyldum stöðlum að öllu leyti hérlendis. Með því er vonast til að endurvinnsla malbiks muni aukast í takt við stefnu stjórnvalda um innleiðingu á hringrásarhagkerfi og aðgerðaráætlun stjórnvalda um úrdrátt úr losun gróðurhúsaloftegunda frá byggingariðnaðinum.