Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Vísitala slysa á höfuðborgarsvæðinu

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Frá árinu 2005 hefur vísitala umferðar (ÁDU) á höfuðborgarsvæðinu aukist um 51%. Er vísitala ÁDU með nokkuð sterkt fylgni við verga landsframleiðslu, eða um 97% fylgni.

Er þessu verkefni ætlað að skoða hvernig fylgni milli slysatalna (sbr. Gögnum Samgöngustofu (horft verður bæði til slysa með meiðslum sem og umferðar óhappa, þar sem engin meiðsl eru á fólki.)) og umferðar á höfuðborgarsvæðinu sé háttað. Þá verður skoðuð fylgni vísitölu slysa gegn vísitölu íbúafjölda á sama tímabili, einnig verður skoðuð vísitala bílaeignar og vísitala slysa. Notast verður við árið 2005 fyrir grunnár vísitalna, þar sem gögn berast.

Tilgangur og markmið:

 

Í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda er fjallað um ýmis málefni sem tengjast umferðaröryggismálum á vegum landsins, þar er meðal annars gerð grein fyrir markmiðum um hlutfallslega fækkun slysa. En ekki tekið til greina fjölgun íbúa, ferðamanna né ökutækja. Markmið þessarar verkefnis er að varpa ljósi á áhrif aukningu bílaeignar, og fólksfjölda á slys / óhöpp á höfuðborgarvæðinu.