Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Forsteyptar bríkureiningar

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Þegar verkefni eru fjármögnuð er mikil áhersla lögð á kostnaðarhagkvæmni. Þannig eru dýr viðhaldsverkefni ekki jafn spennandi þegar kemur að fjáveitingu, Þau eru hinsvegar mikilvæg til að varðveita innviði landsins. Við eftirlit á brúm eru kantbitar (bríkur) þeirra oft skemmdar, enda eru þeir mjög útsettir fyrir veðrun og öðru álagi.

Þegar steyptir kantbitar eru orðnir það skemmdir að ekki er hægt að fara í yfirborðsviðgerðir til að lagfæra þá svo tryggja megi öryggi vegfarenda, þarf að skipta um þá. Þegar litið er á 100 ára hönnunarlíftíma brúarmannvirkja verða kantbitar gjarnan fyrir skemmdum löngu áður en þessum líftíma er náð, einnig hafa kröfur aukist og eru eldri brýr ekki byggðar með þetta í huga. Oft þarf að skipta um skemmda kantbita þó að heildar ástand mannvirkisins teljist gott að öðru leiti.

Útskipti á kantbita fylgir mikið ferli þar sem hanna þarf nýjan og síðan hefjast framkvæmdir með innborun járna, uppsetningu móta og steypuvinnu. Þessar framkvæmdir taka oft langan tíma sem fer auðvitað eftir stærð og lengd mannvirkisins og því fylgir mikill óbeinn samfélagslegur kostnaður við lokanir og tafir.

Með því að hanna og forsteypa kantbita og koma þeim svo fyrir á brúm væri þannig hægt að spara mikinn tíma við uppsetningu þeirra og stytta þannig framkvæmdatíman.

Tilgangur og markmið:

 

Markmiðið með verkefninu er að búa til verklag þannig hægt verði að hanna kantbita og tengingar þeirra við mannvirkin sjálf þannig að unnt verður að forsteypa þá og koma þeim fyrir á sem hagkvæmastan hátt.

Þörf er á fjölmörgum svona verkefnum á komandi árum þegar mikið af brúm á landinu sem komnar eru á þann aldur að skemmdir fara að valda áhyggjum. Ef hægt er að stytta framkvæmdatíma og kostnað er því hægt að spara verulegar upphæðir sem nýtast þá í önnur verkefni.

Hanna þarf tengingar nýju kantbitana við brúargólf og vængi, járnabendingu og stærðir kantbita svo hann uppfyllir kröfur vegagerðarinnar. Þannig endanlegt markmið væri að koma fyrir forsteyptum kantbita á hæfilega brú. Ef ekki fæst heimild fyrir hæfilega brú úti í mörkinni væri hægt að gera álagspróf á rannsóknastofu með forsteyptan kantbita.