Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Evrópustaðlar CENTC154 Steinefni og CENTC227 Vegagerðarefni

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið felst í vinnu við að hafa áhrif á gerð Evrópustaðla í tveimur tækninefndum CEN, þ.e.a.s. TC 154 um steinefni (Aggregates) og TC 227 um vegagerðarefni (Road materials). Umsækjandi, Pétur Pétursson, er virkur meðlimir í þessum nefndum og ýmsum undirnefndum/verkefnishópum sem heyra undir þær. Lögð hefur verið áhersla á samstarf við hin Norðurlöndin í gegnum skugganefndir sem hittast af og til. Framleiðslustaðlar TC 154 fyrir steinefni eru nú í endurskoðun eftir miklar hremmingar sem sú vinna hefur gengið í gegnum frá árinu 2013. Innan CEN/TC 227 (um prófanir og framleiðslu malbiks, klæðinga og óbundins efnis) er mikil vinna í gangi í staðlagerð um þessar mundir. Á árinu 2016 voru gefnar út nýjar útgáfur af framleiðslustöðlum fyrir malbik undir nefnd WG1. Undir WG2 er verið að endurskoða prófana- og framleiðslustaðla fyrir klæðingu. Sú endurskoðun er mikilvæg þar sem mikið vantar á að þar sé lýst nægilega vel nýjungum við gerð klæðinga, sem meðal annars hefur verið unnið að hér á landi. Mikilvægt er að hafa góða innsýn í störf og stöðu mála í viðkomandi tækninefndum til að auðvelda upptöku nýrra staðla og að reyna að hafa áhrif á innihald þeirra. Sóttir verða fundir í stýrinefndum CEN TC 154 og CEN TC 227 og undirnefndum SC1, SC2, SC3 og SC4 undir CEN/TC 154. Vegna útgáfu nýrra framleiðslustaðla bæði fyrir malbik og fyrir steinefni er brýnt að endurskoða íslenska fylgistaðla ÍST 76 um steinefni og ÍST 75 um malbik, en Gunnar Bjarnason og Pétur Pétursson eru meðhöfundar þeirra staðla í samvinnu við Staðlaráð.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að taka virkan þátt í og hafa áhrif á framgang mála í nefndum CEN/TC 154 (Aggregates) og undirnefndum hennar og CEN/TC 227 (Road materials) og undirnefnum hennar. Fulltrúar Íslands í nefndinni TC 154 (Aggregates) og undirnefndum hafa sótt fundi og náð þar fram umtalsverðum ávinningi. Annað markmið verkefnisins er að taka virkan þátt í nefnd CEN/TC 227 (Road materials) og undirnefndum hennar. Ýmsir staðlar hafa nú verið settir fram eða eru í vinnslu sem varða okkar hagsmuni og því full ástæða til að fylgjast náið með og hafa áhrif á störf nefnda innan TC 227, bæði hvað varðar malbiksstaðla og ekki síður klæðingarstaðla.