Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Ákvörðun á stífni og þreytueiginleikum íslenskra malbiksblandna

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Malbik er blanda af steinefni, biki ásamt ýmsum íaukum. Til eru margar gerðir malbiksblandna sem henta fyrir mismunandi aðstæður og þarf hönnun blöndunar að taka mið af þeim aðstæðum sem ríkja á hverjum stað fyrir sig. Þannig er hægt að tryggja hagkvæma eiginleika er henta viðkomandi notkun. Helstu eiginleikar sem taka þarf tillit til við hönnun blöndunnar eru m.a. stífnieiginleikar, slitþol gegn nagladekkjaáraun, viðnám gegn þreytubroti, veðrunarþol, viðnám gegn skriði og viðnám gegn steinlosi. Til að tryggja sem besta endingu eru framkvæmdar s.k. gerðarprófanir (type testing) á malbiki og þurfa blöndurnar að uppfylla ákveðin skilyrði þar. Í dag eru á Íslandi miðað við þrennskonar gerðarprófanir, þ.e. að mæla skriðeiginleika, sliteiginleika og vatnsnæmi. Með þessum þremur prófunum er verið að tryggja að hjólfamyndun og nagladekkjaslit verði innan ásættanlegra marka (skrið- og sliteiginleikar) og að ending malbiksins gegn veðrun sé gott. Hins vegar er ekki gerð nein krafa um stíni- né þreytueiginleika blöndunnar. Í nýloknu MS verkefni við HÍ (febr. 2024) voru skoðaðir stífnieiginleikar nokkurra algengra malbiksblanda frá höfuðborgarsvæðinu. Í þessu verkefni skal prófaðar á tilraunastofu nokkrar algengar gerðir malbikslaga og þreytueiginleikar þeirra ákvarðaðir. Verður það gert á borkjörnum teknum úr götum/vegum og/eða kjörnum búnum til á tilraunastofu. Niðurstöðurnar verða síðan bornar saman við niðurstöður frá nágrannalöndum okkar (Noregur og Svíþjóð).

Tilgangur og markmið:

 

Í þessu verkefni skal prófaðar á tilraunastofu nokkrar gerðir malbiksblandna og þreytueiginleikar þeirra ákvarðaðir. Notast verður við kleyfnipróf. Verður það gert á borkjörnum teknum úr götum/vegum eða á kjörnum framleiddum á tilraunastofu. Niðurstöðurnar má nýta við burðarþolshönnun vega, t.d. með aflfræðileum hönnunaraðferðum.