Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Sjálfbær stýring jarðefnaflutninga

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið felst í að auka sjálfbærni í jarðefnaflutningum á Íslandi. Hannaður verður miðlægur gagnagrunnur sem mun halda utan um skráningu jarðefnisflutninga. Þar munu verkkaupar, verktakar og/eða hönnuðir skrá allt það jarðefni sem tengist framkvæmdum viðkomandi aðila, bæði efnisþörf og efnisframboð. Þetta mun stuðla að hagkvæmari skipulagningu verkefna með betri nýtingu jarðefna og þar af leiðandi lækka kostnað vegna jarðefnaflutninga, minnka kolefnisfótspor jarðefna, stytta vegalengdir þungaflutninga og minnka slit og álag á vegakerfi landsins.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins felst í því að hanna greinargóðan og skýran gagnagrunn/forrit sem heldur utan um alla jarðefnaflutninga. Notendur munu geta séð yfirlit yfir alla sína jarðefnaflutninga þvert á framkvæmdir og á sama tíma séð áætlaðan akstur og kolefnisspor. Þetta miðlæga kerfi heldur utan um þau jarðefni sem eru í umferð og tengir saman mismunandi aðila innan byggingageirans. Aðilar geta þá hagrætt sínum verkefnum til að takmarka flutninga á jarðefnum. Forritið sýnir notendum sparnað í akstri og kolefnisspori ef jarðefni er samnýtt á milli framkvæmda.  

 

Framkvæmdaaðilar eru að huga að orkuskiptum, sjálfbærni, kolefnisfótspori og vistvottun bygginga. Þetta forrit er einn þátturinn í því að minna á að jarðefni eru ekki óþrjótandi auðlind samfélagsins. Forritið ýtir undir að framkvæmdaaðilar hugsi um hvaða jarðefni er verið að nota, hvaðan það er að koma og hvar því er fargað. Þetta virðist oft gleymast í skipulagi framkvæmda.

 

Helstu markmið verða að halda áfram þróun á gagnagrunni miðað núverandi stöðu (sjá nánar í forsögu verkefnisins).

-          Áframhaldandi þróun á notendavænum hugbúnaði sem heldur utan um alla jarðefnaflutninga

-          Minnka kolefnisspor framkvæmda

-          Sýna á skýran hátt heildar akstur framkvæmdaaðila á öllum hönnunarstigum verkefnis

-          Sýna á skýran hátt kolefnissparnað við samnýtingu jarðefna á milli framkvæmda

-          Bæta notendaviðmót hugbúnaðar með kortasjá,

-          Draga úr myndun úrgangs og bæta flokkun úrgangs

-          Minnka slit á vegakerfi landsins