Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Sannreyning og þróun myngreiningartækni til að kortleggja ágengar framandi plöntutegundir meðfram vegakerfinu

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Í þróun er hugbúnaður til hægt sé að nota myndgreiningartækni með gervigreind til að kortleggja ágengar framandi plöntutegundir meðfram vegakerfinu á hraðvirkan, skilvirkan og einfaldari hátt en hægt er með hefðbundinni greiningu. Nauðsynlegt er að prófa búnaðinn úti í mörkinni, meta skilvirkni og aðstoða hugbúnaðinn til að læra og auka næmni greininga. Slíkt er hægt bæði með því að keyra tækið stuttan kafla og greina með hefðbundnum aðferðum til sannreyningar og keyra myndir af þeim tegundum sem áhugi er á að greina í gegnum hugbúnaðinn og kenna honum þannig. Verkefnið er hluti af stærra verkefni þar sem vegagerðir Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Íslands leggja saman hönd á plóg undir ranni NordFou

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að "kenna" hugbúnaðinum að þekkja plöntur af myndum til að hann nýtist sem best og nákvæmni greininga verði tryggð til framtíðar. Nauðsynlegt er að reyna bæði myndavélabúnað og hugbúnað við íslenskar aðstæður til að meta hvort einhverja aðlögunar sé þörf til að hann nýtist sem best hér á landi.