Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Hagnýting sálfélagslegra áhrifaþátta til að umbreyta ferðavenjum mismunandi markhópa

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Að breyta ferðavenjum landsmanna er talið vera lykilatriði ef Ísland á að uppfylla skuldbindingar Parísarsáttmálans um minni losun gróðurhúsalofttegunda. Til að geta hannað áhrifaríkar aðgerðir sem miða að því að hvetja til breyttra ferðavenja bráðvantar hins vegar upplýsingar um sálfélagslega áhrifaþætti sem ýta undir núverandi ferðavenjur auk upplýsinga um hindranir og hvata fyrir breytingum í hegðun. Með slíkum upplýsingum er unnt að greina ólíka markhópa fyrir áhrifaríka stefnumótun. Ferðavenjukannanir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið takmarkaðar að því leyti að þær kanna ekki ástæður fyrir núverandi ferðavenjum einstaklinga og þær hafa heldur ekki verið markvisst verkfæri fyrir stefnumótandi aðila til að búa til aðgerðir sem hvetja til vistvænni ferðavenja. Það er því mikilvægt að kafa í ástæður fyrir vali fólks og vilja
þeirra til að breyta hegðun sinni. Sálfélagslegir hugtakarammar nýta breytur eins og viðhorf, reynslu, þekkingu, vana, uppeldi, og aðgengi en með greiningu á lýðfræðilegum breytum er unnt að greina markhópa byggt á sameiginlegum hvötum og hindrunum þess fólks. Með slíka þekkingu er unnt að púsla á afar nákvæman hátt hvar stefnumótandi aðgerð kemur til móts við þarfir hvers markhóps og hefur möguleikana á því að leiða æskilegt atferli með sem bestum hætti. Þar fyrir utan vanmeta núverandi ferðavenjukannanir hlutdeild þeirra sem ferðast á fjölbreyttan
hátt með svokölluðum örflæðisferðamátum, en nýjungar í þeim geira eru hraðar á heimsvísu. Með því að kanna sálfélagslegar breytur sem styðja við val á slíkum ferðamáta auk annars vistvæns ferðamáta má hanna aðgerðir sem miða að því að hvetja aðra samfélagshópa. Með því að nýta módel sem skipta samfélagshópum upp eftir aðlögum af tækninýjungum (e: Theory of Diffusion of Innovations (DIT), Rogers, 1995) má greina hvaða hópar í íslensku samfélagi eru mótttækilegir fyrir mjúkri stefnumótun á þessu sviði.
ATH -Verklýsing verður uppfærð miðað við breyttar forsendur þegar vinna verður hafin við það á ný.

Tilgangur og markmið:

 

Ferðavenjukannanir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið takmarkaðar að því leyti að þær kanna ekki ástæður fyrir núverandi ferðavenjum einstaklinga og þær hafa heldur ekki haft það markmið að verið markvisst verkfæri fyrir stefnumótandi aðila til að búa til aðgerðir sem hvetja til vistvænni ferðavenja. Að breyta ferðavenjum landsmanna er nú talið vera lykilatriði ef Ísland á að uppfylla skuldbindingar Parísarsáttmálans um
minni losun gróðurhúsalofttegunda. Þó hefur ekki farið mikið fyrir umræðunni um hvernig koma eigi slíkum breytingum á fyrir utan kostnaðarsama innviðauppbygginu, Lítil sem engin áhersla er lögð á mjúkar stefnumótandi aðgerðir, aðgerðir sem byggja á mannvænum lausnum. Þessar lausnir miða oft á sálfélagslegar hugsmíðar til þess að leiða æskilega breytingu í atferli, með því að auka við þekkingu, breyta
viðhorfum, bæta öryggisupplifun, skora á vana, samfélagsviðmið, sjálfsmynd o.s.frv. En forsenda þess að geta hannað áhrifaríkar mjúkar aðgerðir sem miða að því að hvetja til breyttra ferðavenja er þekking á sálfélagslegum ástæðum mismunandi samfélagshópa fyrir núverandi ferðavenjum auk upplýsinga um hindranir og hvata fyrir breytingum í hegðun. Slíkar upplýsingar liggja svo að grundvelli fyrir greiningu á ólíkum markhópum sem þurfa sérsniðin úrræði til að hnika við ferðavenjum sínum. Slík greining er talin vera forsenda fyrir áhrifaríka stefnumótun sem miðar að því að breyta ferðavenjum. Það er því mikilvægt að skilja ástæður fyrir vali fólks á ferðamáta og vilja þeirra til að breyta hegðun sinni.
Markmið þessa verkefnis er tvíþætt:
1. Að framkvæma óhefðbundna ferðavenjukönnun á höfuðborgarsvæðinu, þar sem kastað er ljósi
á sálfélagslegar breytur sem liggja að baki vali á ferðamáta og gögnin greind eftir markhópum. Áhersla verður lögð á eina tegund ferðamáta - líklega örflæðisferðamáta.
2. Sálfélagslegir kenningarammar verða nýttir til þess að leggja drög af hönnun mjúkra stefnumótandi aðgerða sem miða að því að breyta ferðavenjum fyrrgreindra markhópa.