Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Greining á áhrifum loftslagsbreytinga á vatnafar á Íslandi. Tilviksrannsókn.

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Reiknað er með að loftslagsbreytingar á næstu áratugum muni leiða til breytinga á hitastigi og úrkomu sem getur aftur haft áhrif á eiginleika vatnafars. Þar af leiðandi má gera ráð fyrir að tölfræðilegir eiginleikar rennslis vatnasviða síðustu áratuga eigi ekki við þegar horft er til komandi áratuga.  

Marktækar breytingar á núverandi árstíðabundnu rennsli í ám getur haft áhrif á stjórnun vatnsauðlinda, rekstur vatnsaflsvirkjana og flóðahættu. Þetta er áskorun sem samfélagið stendur frammi fyrir. Mikilvægt er að aðlögunaraðgerðir sem miða að því að auka viðnámsþol samfélagsins byggist á áreiðanlegum framtíðarspám um áhrif loftslagsbreytinga á eiginleika vatnsfalla.

Markmið þessa verkefnis er að kanna áhrif loftslagsbreytinga á komandi áratugum á eiginleika meðal- og há- rennsli vatnasviða, í mismunandi landshlutum.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið þessa verkefnis er að kanna áhrif loftslagsbreytinga á komandi áratugum á eiginleika meðal- og há- rennsli vatnasviða. Rennslisraðir verða hermdar með vatnafræðilíkani og með klasa loftslagssviðsmynda fyrir tímabilið 1981-2100 fyrir vatnasvið í mismunandi landshlutum. Mögulegar breytingar á eiginleika meðal- og há- rennsli vatnasviða verða metnar ásamt óvissu.

Verkefnið mun svara eftirfarandi spurningum:

  • Hver eru möguleg áhrif loftslagsbreytinga á eiginleika meðal- og há- rennsli á næstu áratugum ?
  • Hvað þýða þær fyrir flóðahættu (stærð og tímasetning) ?
  • Hver er óvissan sem tengist þessum breytingum ?
  • Eru tengsl á milli orsaka og/eða stærðar mögulegra breytinga og eiginleika vatnasviðanna ?