Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Áhrif lengingar lotutíma á ljósastýrðum gatnamótum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Möguleikar á því að auka afköst á gatnakerfinu eru margþættir. Einföld og hagkvæm lausn er að hámarka afköst ljósastýrðra gatnamóta með því að hagræða ljósastillingunni.

Stefnt er að því að öll umferðarljós höfuðborgarsvæðisins verði tengd miðlægri stýritölvu umferðarljósa og þannig eru ljósastýringar aðlagaðar  að umferðinni hverju sinni. Markmið þess er m.a. að auka afköst ljósastýrðra gatnamóta en þó svo að mikil tækifæri felast í þessari lausn þá er, eins og er, lotutími ljósastillinga fastur og stýrist af hönnuninni sjálfri. Á Íslandi tíðkast að nota 45 - 90 sek lotutíma en víða erlendis eru lengri lotutímar notaðir.

Markmið verkefnisins er að skoða hvort að lengri lotutími á ljósastýrðum gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu skili betri afköstum en núverandi lotutímar.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangurinn með verkefninu er að skoða hvort að lengri lotutími en tíðkast hér á landi í umferðarljósastillingu geti bætt afköst gatnamóta. Lagt verður mat á það hvort ávinningur næst með einfaldri aðferð eins og að breyta lotutíma.

Tilgangurinn er að upplýsingarnar nýtist umsjónaraðilum og hönnuðum ljósastýringa við ákvörðun á lengd lotutíma við uppfærslu- eða hönnun nýrra ljósastýrðra gatnamóta.