Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Leiðbeiningar um hönnun gatna í þéttbýli

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Staðan á Íslandi í dag er sú að misræmi er í gatnahönnun í þéttbýli á milli sveitarfélaga, milli hverfa og jafnvel eru dæmi um misræmi í gatnahönnun á sömu götunni.  Jafnframt er misræmi á milli skilgreiningar á götum og eðli notkunar þeirra.  Þannig eru til dæmi um tvær götur sem eru hannaðar alveg eins en önnur gatan er skilgreind með 30 km hámarkshraða en hin með 50 km hámarkshraða. Ökumönnum bíla hættir til að haga akstri sínum miðað við umhverfi frekar en eftir merkingum. Þetta leiðir af sér hættulegra umhverfi fyrir alla vegfarendur. 

Tilgangur verkefnisins er að koma á laggirnar samræmdum íslenskum hönnunarleiðbeiningum fyrir götur í þéttbýli á rafrænu formi.

Markmiðið er að búa til aðgengilegt rafrænt verkfæri þar sem hönnuðir geta á auðveldan hátt nálgast leiðbeiningar hönnun gatna og vega í þéttbýli.  Þannig er hægt að spara tíma og bæta og samræma gatnahönnun í þéttbýli á Ísland með margvíslegum ávinningi. Bætt og samræmd gatnahönnun í þéttbýli kemur í veg fyrir misvísandi skilaboð ólíkra hönnunarlausna og gerir vegfarendum auðveldara að skilja umhverfi sitt og átta sig á aðstæðum hverju sinni.  Hún styður einnig að gatnahönnun á hverjum stað taki mið af staðbundnum aðstæðum. Skilningur á aðstæðum er lykilatriði í því að auka umferðaröryggi.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að koma á laggirnar samræmdum íslenskum hönnunarleiðbeiningum fyrir götur í þéttbýli á rafrænu formi.

Markmiðið er að búa til aðgengilegt rafrænt verkfæri þar sem hönnuðir geta á auðveldan hátt nálgast leiðbeiningar hönnun gatna og vega í þéttbýli.  Þannig er hægt að spara tíma og bæta og samræma gatnahönnun í þéttbýli á Ísland með margvíslegum ávinningi. Bætt og samræmd gatnahönnun í þéttbýli kemur í veg fyrir misvísandi skilaboð ólíkra hönnunarlausna og gerir vegfarendum auðveldara að skilja umhverfi sitt og átta sig á aðstæðum hverju sinni.  Hún styður einnig að gatnahönnun á hverjum stað taki mið af staðbundnum aðstæðum. Skilningur á aðstæðum er lykilatriði í því að auka umferðaröryggi.

 

Sótt er um fyrsta áfanga fyrir verkefnið og snýr sá áfangi að yfirferð á erlendum leiðbeiningum fyrir þéttbýli í Noregi, Danmörku og í Hollandi, samantekt á þeim hönnunarleiðbeiningum sem til eru á Íslandi í dag, gerð draga að leiðbeiningum fyrir hönnun gatna með 30-40 km hámarkshraða og smíði á rafrænu notendaviðmóti.