Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Hjóla- og göngustígakerfi í dreifbýli á Suðurlandi.

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið gengur út á að yfirfara og greina mögulegar hjólaleiðir/gönguleiðir utan þjóðvega á Suðurlandi. Mögulegar hjólaleiðir yrðu sem mest utan þjóðvega og myndu tengja saman lykilstaði. Verkefnið gengi út á að skilgreina lykilstaði og leiðir á milli þeirra með því að yfirfara  landakort, lóðarmörk, loftmyndir og önnur þau gögn sem myndu nýtast við greiningu þess. Niðurstaða þessi gæti verið listi yfir lykilstaði og mögulegar staðsetningar stíga á milli þessara staða. 

 

Hjólreiðar hafa á liðnum árum verið að ryðja sér til rúms í íslensku samfélagi. Það er varla til sú fjölskylda þar sem allir eða flestir í fjölskyldunni eiga hjól, eitt eða jafnvel fleiri. Fjölskyldur hjóla saman og njóta útiveru. Hjólreiðar eru lífstíll. Hjólreiðahópar eru stofnaðir innan fyrirtækja, íþróttafélaga og vinahópa.

Að fara út að ganga og hreyfa sig er orðinn hluti af daglegu lífi nánast allra Íslendinga og alla daga má sjá fólk í göngutúr.

Hjólastígar eru byggðir innan sveitarfélaga sem aldrei fyrr til að mæta eftirspurn. Á höfuðborgarsvæðinu hafa verið byggðir upp fjöldi stíga sem hægt er að ganga eða hjóla og njóta útiveru og hreyfingar.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins:

Að bjóða upp á nýjan kost í ferðamennsku á Suðurlandi þar sem hægt er að hjóla /ganga á milli staða utan þjóðvega.

Að efla hjólreiðar og útivist á svæðinu.

 

 

 

 

 

Markmið verkefnisins:

Að kortleggja hvar koma megi upp malbikuðum hjóla- og göngustígum á láglendi á Suðurlandi, sem mest utan þjóðvega.

Að tengja saman skilgreinda (áhugaverðir staðir / staðir með þjónustu) staði með hjóla- og göngustígum.

Að gera grófa tillögu að stígakerfi fyrir hjólandi og gangandi umferð utan þjóðvega á Suðurlandi þar sem almenningur geti notið útivistar utan vegakerfisins eins og kostur er.

Að sveitarfélög á Suðurlandi gangi fram með góðu fordæmi og  verði fyrst í uppbyggingu innviða í formi hjóla- og göngustíga í dreifbýli á Íslandi.

Að auka umferðaröryggi allra vegfarenda, sér í lagi hjólandi vegfarenda.

Að auka valkosti til vistvænna ferðalaga.