Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Steinefnaprófanir á tveimur steypuefnasýnum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið felst í því að úrvinnslu, túlkunum og skýrslugerð vegna prófana á tveimur völdum sýnum af steinefni í steinsteypu. Á síðasta tímabili voru tvö steinefnasýni tekin  og farið með þau á NMÍ þar sem þau voru prófuð sbr. kröfukafla um prófanir á steinefnum í steinsteypu í kafla 7 í Efnisgæðaritinu, en hann var fyrst gefinn út í janúar 2018. Í raun er hér verið að byggja undir þær kröfur sem settar eru fram í kaflanum um steypuefni og voru því valin steinefni úr misgóðum námum. Á síðasta tímabili sá verkefnið um að kosta sýnatöku af tveimur steypuefnasýnum og flutning að prófunarstofu. Einnig stóð verkefnið straum af kostnaði við prófanir á rannsóknastofu sem skilað hefur verið til verkefnisstjóra. Kostnaður við ofangreinda liði, þ.e.a.s. undirbúning, sýnatöku og prófanir var meiri en búist hafði verið við og því er gert ráð fyrir að vinna að úrvinnslu og túlkun niðurstaðna og skýrslugerðar um hæfi sýnanna í mismunandi steypugerðir samkvæmt Efnisgæðaritinu á þessu tímabili. Lagt verður mat á hvort ástæða geti verið til að endurskoða einhverjar kröfur sem settar eru fram í Efnisgæðaritinu.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að styrkja framsetningu á kröfum sem gerðar eru til steinefna í Efnisgæðaritinu til nota í mismunandi gerðir steinsteypu. Þar sem kafli 7 er nýlegur er mikilvægt að afla frekari gagna um eiginleika steinefna sem notuð eru í steinsteypu vítt og breytt um landið. Í sumum tilfellum hefur skort nokkuð upp á rannsóknir á steinefnum sem notuð eru í steinsteypu, sérstaklega hjá tiltölulega litlum steypustöðvum utan þéttbýlis.