Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Óbundin efni í vegagerð – efnisgæði og efniskröfur

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Það eru mörg sjónarmið sem koma að því að hanna og leggja vegi á hagkvæman hátt þannig að hann standist kröfur um gæði, umhverfissjónarmið og verklag. Aðstæður eru misjafnar eftir landsvæðum og kröfur til jarðefna misjafnar eftir stærð og gerð vega.

 

Miklu ræður að fjarlægðir í efnistökusvæði séu ekki of langar og að hægt sé að endurnýta efni úr skeringum til að verkefnin verði sem hagkvæmust og samræmist umhverfissjónarmiðum Vegagerðarinnar. Í sumum tilfellum stangast það á við þær kröfur sem gerðar eru til efna í vegagerð varðandi gæði sem og væntanlegs líftíma vegarins.

 

Það er því til mikils unnið við að safna saman upplýsingum um hver staðan er í þessum málum í dag og hvernig hún hefur breyst í gegnum tíðina.

 

Verkefnið felur í sér að taka saman upplýsingar og rannsóknarniðurstöður úr völdum verkefnum Vegagerðarinnar og bera þær saman við þær kröfur sem Vegagerðin gerir til óbundinna jarðefna í vegagerð.

Niðurstöðurnar verða birtar í skýrslu, þar sem markmiðið er að veita yfirsýn á efniseiginleikum steinefna sem notuð eru í óbundin burðar- og styrktarlög ýmissa vega

Tilgangur og markmið:

 

Meginmarkmið verkefnisins er að bera saman kröfur verklýsinga við niðurstöður efnisrannsókna.

Þetta er gert í þeim tilgangi að fá yfirsýn yfir hvort efnisnotkun er í samræmi við kröfur verklýsinga og hvernig má vinna verkefni á eins sjálfbæran og umhverfisvænan hátt og kostur er, á sama tíma og kröfum Vegagerðarinnar um efnisgæði og endingu er viðhaldið.