Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Vinstribeygjur - Slysagreining á mismunandi útfærslum varinna vinstribeygjufasa á ljósastýrðum gatnamótum höfuðborgarsvæðisins.

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið er skýrt afmarkað: Greina slys og óhöpp á umferðarstýrðum gatnamótum eftir mismunandi fasaskiptingu vinstribeygjuljósa. Í fjögurra fasa gatnamótum eru vinstribeygjur umferðar úr gagnstæðum áttum ýmist (A) leyfðar á sama tíma, meðan umferð beint áfram bíður, eða (B) vinstribeygja er leyfð samhliða umferð beint áfram. Rannsakaðar verða slysa og umferðartölur til að leiða í ljós hvort öryggislega sé munur þar á. Sjá skýringarmynd í viðhengi.

Þegar umferð til vinstri hefur grænt beygjuljós samhliða umferð beint áfram (B) er í sumum tilvikum mismunandi tímastilling á beygjustraumi og beinum straumi. Ef beygjustraumurinn er styttri getur hann hafist á sama tíma og sá beini, eða endað á sama tíma og beini straumurinn, er undangrænn eða eftirgrænn (e. leading  lagging). Athugun á fjöldi slysa og óhappa við slíkt fyrirkomulag verður einnig hluti að samanburðarrannsókn þessari, enda gefa vísbendingar úr erlendum rannsóknum til kynna að við umferðarljós með undangrænni vinstribeygju sé slysatíðni hærri en við aðrar beygjufasaútfærslur.

Valin verða til skoðunar gatnamót úr eftirfarandi þýði (sem þó er ekki endilega tæmandi listi) með það að markmiði að tölfræðilega marktækar niðurstöður fáist. Ef gagnamagn reynist of takmarkað verða einstakir slysatoppar teknir til sérstakrar skoðunar með hliðsjón af rannsóknarmarkmiði.

Höfðabakki–Vesturlandsv.

Miklabraut–Grensásv.

Miklabraut–Háaleitisbraut

Miklabraut–Kringlumýrarbr.

Miklabraut–Langahlíð

Hringbr.–Nauthólsv./Vatnsmýrarveg

Hringbraut–Njarðargata

Hringbraut–Hofsvallagata

Kringlumýrarbr.–Háaleitisbraut

Kringlumýrarbraut–Suðurlandsbraut/Laugaveg

Sæbraut/Kalkofnsvegur–Faxagata

Hafnarfjarðarvegur–Vífilsstaðarvegur

Hafnarfjarðarvegur–Lyngás/Lækjarfit

Hafnarfjarðarv./Reykjavíkurv.–Álftanesvegur/Fjarðarhraun

Reykjavíkurvegur–Hjallabraut

Reykjavíkurvegur–Flatahraun/Hraunbrún

Breiðholtsbraut–Reykjanesbraut

Breiðholtsbraut–Stekkjarbakki/Skógarsel

Breiðholtsbraut–Jaðarsel

Breiðholtsbraut–Selásbraut

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur rannsóknarinnar er að leiða í ljós hvort vissar umferðarljósastillingar hafi áhrif á slysatíðni á gatnamótum. Í þeirri greiningu felst einnig að meta hvort aðrir ytri þættir gætu þar haft þar áhrif, s.s. umferðarmagn, umferðarhraði, landslag, sjónlengdir eða nýlegar breytingar á gatnamótum eða umferðarljósastýringum.

 

Markmiðið er að auka enn öryggi umferðarljósastýrðra gatnamóta. Ef í ljós kemur að ein ljósastilling sé öðrum betri með tilliti til slysatíðni getur það orðið leiðbeinandi í hönnun umferðarljósastillinga. Niðurstöður verkefnisins gætu varpað skýrara ljósi á orsakir umferðarslysa á umferðarljósastýrðum gatnamótum og dýpkað skilning á umferðarhegðun ökumanna í borginni.

 

Ef í ljós kemur marktækur munur á slysatíðni eins fyrirkomulags umfram annað verður það verið tilefni til að skoða hvernig ljósastillingar eigi þar hlut að máli og hvernig megi úr bæta