Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Samanburður á mælingum á sjávarborði og líkanreikningum með Delft3D-FM og greining áhrifaþátta strandflóða

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Sjávarflóð valda reglulega tjóni og truflun starfsemi í höfnum eða á öðrum strandsvæðum. Innan þessa verkefnis verður strandsjávarlíkan notað til að herma hæð sjávarborðs og bera saman við mæliraðir frá höfnum við landið. Nokkur tilvik þar sem strandflóð áttu sér stað verða skoðuð sérstaklega og líkanið notað til þess að greina hvaða orsakaþættir voru ráðandi hverju sinni.

Tilgangur og markmið:

 

Þetta verkefni hefur tvíþættan tilgang. Annars vegar að bera saman líkanreikninga og mælingar á hæð sjávarborðs og hinsvegar að herma nokkur sjávarflóð og greina nánar hvaða orsakaþættir voru ráðandi hverju sinni. Mælingar á hæð sjávarborðs hafa verið stundaðar í allmörgum höfnum um nokkurt skeið, og varðveitir Vegagerðin mæliniðurstöðurnar. Á Veðurstofu Íslands hefur verið sett upp strandlíkan sem getur hermt sjávarflóð að gefnum upplýsingum um vind, loftþrýsting og sjávarfallakrafta. Með því að bera saman niðurstöður reiknilíkansins og mælingar úr gagnasafni Vegagerðarinnar má leggja mat á gæði mæliraða og reikniniðurstaðna. Einnig er ekki síður mikilvægt að bera saman hermanir á flóðatilvikum og kanna hversu vel líkanið nær að herma þær og hvaða þættir (vindar, loftþrýstingur, sjávarföll) eru mestu ráðandi hverju sinni. Markmið verkefnisins er að bæta þekkingu á strandflóðum, gæðum mæliraða og getu líkana til að reikna þau. Þá má benda að þó þetta verkefni snúi ekki að áhrifum loftslagsbreytinga á sjávarstöðu mun bættur skilningur á gæðum mæliraða nýtast við úttekt á sjávarstöðubreytingum í framtíðinni.