Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Samsetning og uppruni svifryks á Akureyri

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Loftmengun er stór áhrifavaldur ótímabærra dauðsfalla á ári og því talin ein mesta umhverfisógnin við heilsu almennings. Á Akureyri hefur svifryksmengun mælst oft mjög mikil og jafnvel meiri en við umferðarþyngstu götur í Reykjavík. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa leitað leiða til að draga úr svifryksmenguninni. Nánari greining á uppruna svifryksins og tenging þess við aðra umhverfisþætti hjálpar til við að finna skilvirkar mótvægisaðgerðir við svifryksmenguninni. Í þessari rannsókn verður reynt að meta uppruna svifryksmengunarinnar þar sem að m.a. verða skoðaðar tengingar veðurfarsgagna við mengunardaga og orsakir hennar flokkaðar út frá t.d. umferð (bifreiðargerðir, vélategundir, ökuhraða, nagladekkjanotkun), uppþyrlun svifryks frá götum (efnasamsetning svifryks, malbiksgæði, samsetning umferðar, hálkuvarnir), frá framkvæmdasvæðum (fjöldi byggingarframkvæmda og umfang jarðvinnuframkvæmda) og jarðvegs sem berst til bæjarins með vindum.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að

  • Greina efnasamsetningu svifryks á Akureyri og uppruna þess. Niðurstöður verða bornar saman við efnasamsetningu svifryks í Reykjavík og út frá því m.a. reynt að meta áhrif negldra hjólbarða og notkun mismunandi hálkuvarnarefna / -aðferða á svifryk á Akureyri.
  • Meta og / eða gera tillögur um hvernig breytingar í samgöngum geta haft áhrif á efnasamsetningu svifryks.
  • Samanburður á malbikstegundum og malbiksaðferðum hvað varðar hlutfall svifryks í gatnasliti bæði hvað varðar götur Akureyrarbæjar og Vegagerðar.
  • Orsakir þess að svifryksmengun fer yfir heilsuverndarmörk út frá veðurfarsgögnum og spá fyrir um hvaða orsakir leiða til þess að svo verður (HNE)
  • Niðurstöður nýtist til umfjöllunar um svifryksmengun á Akureyri og hægt verði að staðfesta orsakir þess að styrkur svifryks fer yfir heilsuverndarmörk.