Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Mat á aðgerðum sem stuðla að bættu öryggi vegkafla og vegamóta - TARVA aðferði

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Markmið verkefnisins er að leggja mat á hvort TARVA aðferðin geti nýst til að meta breytingu á slysatíðni vega
og vegamóta á Íslandi þegar aðgerðir eru gerðar til að ná fram öruggara umhverfi. TARVA er finnsk aðferð sem
metur ávinning þess að gera aðgerðir sem bæta vegakerfið eins og færslu gatnamóta, lagningu hjólastíga,
hraðahindrana o.s.frv. Leitað verður til reynslu VTT í Finnlandi þegar aðferðarfræðinni verður beitt á íslenska vegakerfið.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur og markmið verkefnisins er að þróa aðferð til þess að meta óhappa- og slysatíðni og breytingu þegar
aðgerðum er beitt. Niðurstöðurnar munu gagnast við að taka ákvarðanir um framkvæmdaröð á úrbótum fyrir
vegkafla og/eða vegamót Vegagerðarinnar.