Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Roadex, samvinnuvettvangur vegagerða í Norður Evrópu

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Roadex verkefnið er tæknilegur samvinnuvettvangur vegagerða í norður Evrópu sem hefur það að markmiði að deila upplýsingum, þekkingu og rannsóknir á umferðarminni eða fáförnum vegum milli aðildarlandanna. Verkefnið hófst 1998 sem ROADEX I, síðan kom meginverkefnið ROADEX II, Roadex III þar sem verkefnið var tekið saman og nánari úrvinnsla framkvæmd og síðan lokaáfanginn, Roadex IV sem styrktur var af Evrópusambandinu, en þar var þekking og tækni verkefnisins innleidd.

Í framhaldinu þessa var haldið áfram með verkefnið sem Roadex Network, en það miðar að því að halda áfram samvinnu aðildafélaganna. Markmið Roadex Network er að skoða allt sem viðkemur umferðarminni vegum og viðhalda þekkingarsetri Roadex, halda áfram rannsóknum og framsetningu gagna. Verkefnið er leitt af norðursvæði Sænsku vegagerðarinnar, en aðalráðgjafi verkefnisins er Roadscanners í Finnlandi.

ROADEX hópurinn samanstendur af eftirtöldum aðilum:

The Swedish Transport Administration

North Region Swedish Forest Agency

Centre fro Exonomic Devlopment, Transport and Environmental, Finnlandi

Finnish Transport Agency

The Icelandic Road and Coastal Administration

Norwegian Public Roads Administration, Northen Region

The Highland Council, Skotland

The Forestry Commission Scotland

Transport Scotland

The Western Isles Council „Comhairle Nan Eilean Siar“, Scotland

Department of Transport, Tourism & Sport, Írlandi

Department of Agriculture, Fodd and the Marine, Írlandi

Road Management Office (RMO) Ireland

Roadscanners Oy, Finnlandi

Ávinningurinn af því að halda Roadex samstarfinu áfram er talinn vera:

Samstarfsaðilar geta haft áhrif, komið með hugmyndir, hafið og fylgt eftir nýjum rannsóknum á fáförnum vegum.

Samstarfsaðilar geta hjálpað hver öðrum að innleiða Roadex tækni og aðferðir.

Samstarfsaðilar hafa greiðan aðgang að sérfræðiþekkingu, bæði í gegnum skrifstofu Roadex og í gegnum aðra samstarfsaðila.

Samstarfsaðilar geta miðlað og rætt reynslu af innleiðingu mismunandi Roadex lausna.

Ytri fjármögnun (EU) getur orðið aðgengileg til framtíðar þróunar, með því að vera þegar í samstarfi sem auðveldar og flýtir umsóknarferlinu.

Tilgangur og markmið:

 

Helsta markmið verkefnisins er að þróa nýjar og gagnvirkar aðferðir við ástandsstjórnun á fáförnum vegum sem nær að sameina þarfir staðbundins iðnaðar, samfélags og vegagerða á Norðurslóðum. ROADEX NETWORK er ætlað að viðhalda alnetssíðu verkefnisins, þróa verkefnin áfram og vera vakandi fyrir nýjum verkefnum.

Markmið Roadex Network verkefnisins eru:

·         Að vera vettvangur fyrir samvinnu vegyfirvalda, háskóla og annarra hagsmunaaðila sem hafa hagsmuni af stjórnun og viðhaldi umferðarminni eða fáfarinna vega.

·         Að sjá um Roadex arfleiðina, viðhalda allri þekkingu og efni sem var gert í fyrri Roadex verkefnum.

·         Að auka skilvirkni og sjálfbærni í viðhaldsstjórnun og uppbyggingu umferðarminni vega, með því að nota Roadex tæknina.

·         Að bæta gæði vegaviðhalds og nýbygginga, með því að nota Roadex tæknina.

·         Að deila bestu starfsháttum á milli samstarfsaðila.

·         Að innleiða og prófa nýjar lausnir í aðilalöndum verkefnisins.

·         Að fylgja efnir notkun á þekkingu Roadex verkefnisins.

·         Að vera vettvangur fyrir nýjar lausnir og innleiðingu þeirra.

·         Að skipuleggja vinnustofur og fundi þar sem áhersla er lögð á umferðarminni vegi.

·         Að fá utanaðkomandi fjármagn til rannsókna og innleiðingar á verkefnum í Roadex þekkingarbankann og stuðla að frekari samvinnu.