Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Hraðatakmarkandi aðgerðir

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Árið 2006 vann Línuhönnun að samantekt um hraðatakmarkandi aðgerðir. Síðan þá hafa komið fram nýjar lausnir og frekari upplýsingar og reynsla liggja fyrir um áhrif áður útfærðra lausna. Markmið verkefnisins er að uppfæra samantektina með aukna áherslu á nýjar lausnir sem hafa nýlega verið kynntar eða ekki verið kynntar á Íslandi og einnig hver reynslan er af eldri lausnum. Það er að segja, lausnir eins og meðalhraðaeftirlit, gerðir hraðahindrana sem henta fyrir almenningssamgöngur og lausnir sem geta hentað á hjólastígum og fyrir almenningssamgöngur.   
Rannsóknin miðar við verkefni í samræmi við áherslur í kafla 4.2 „Markmið um öryggi í samgöngum“ í núverandi samgönguáætlun (þingskjal 173 á 149. löggjafarþingi 2018-2019). 

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur og markmið verkefnisins er að taka saman þær hraðatakmarkandi aðgerðir sem notaðar eru hér á landi sem og aðrar lausnir sem eru í notkun annarstaðar.   Samantektin getur stuðlað að því að val á hraðatakmarkandi aðgerðum sé byggt á bestu lausnum hverju sinni. Niðurstöðurnar munu nýtast hönnuðum og tæknifólki við val á hraðatakmarkandi aðgerðum hverju sinni.