Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

2-1 vegir

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Markmið verkefnisins er að safna saman öllum upplýsingum úr leiðbeiningum og skýrslum frá þjóðum sem hafa reynslu af 2-1 vegum. 
 
2-1 vegir eru götur sem forgangsraða gangandi og hjólandi umferð þannig að vélknúin ökutæki sem mætast þurfa að víkja. Útfærsla 2-1 vega gengur út á að götur eru með hjólareinar í hvora áttina og eina akrein fyrir vélknúin ökutæki í miðjunni. Þegar ökutæki mætast þurfa þau að víkja inn á hjólareinarnar en einungis þegar engin hjólandi er nálægt. 

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að gera samantekt úr leiðbeiningum og skýrslum frá þjóðum sem hafa reynslu af 2-1 vegum. 
 
Samantektin nýtist Vegagerðinni, Sveitarfélögum og hönnuðum við skipulag og hönnun á 2-1 vegum.