Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Gerð vindhviðu kortaþekju fyrir helstu þjóðvegi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Fyrir nokkru var unnið að kortlagningu og lýsingu á hviðustöðum á helstu þjóðvegum landsins og var verkið styrkt af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar.  Þar var leitast við að gefa greinargóða lýsingu á vindafari og veðuraðstæðum á þekktum hviðustöðum ásamt því að staðirnir voru hnitsettir.  Verkinu var ekki fyllilega lokið þá.  Markmið með hviðuþekju er að útbúa hnitsett kerfi upplýsinga um varasama hviðustaði á helstu stöðum þar sem kortaþekjan getur gagnast með öðrum kortum og/eða stafrænum upplýsingakerfum fyrir þjóðvegi landsins s.s. til miðlunar til vegfarenda.  T.d. beint í upplýsingaskjái eða leiðsögutæki sem nú eru orðin staðalbúnaður í flestum nýjum ökutækjum.    

Tilgangur og markmið:

 

Rannsóknin er veðurfræðileg, þar sem annars vegar eru greind vindmælingagögn á þekktustu hviðustöðunum ásamt því að safnað er saman reynslu frá verkstjórum Vegagerðarinnar á líkan hátt og í fyrri áfanga rannsóknarinnar þar sem safnað var upplýsingum og þær skráðar fyrir 63 þekkta hviðustaði við þjóðvegina. Texti verður endurskoðaður, einfaldaður og samræmdur og bætt við 10 til 20 nýjum stöðum sem urðu eftir í fyrri áfanga rannsóknarinnar.  Auk þess verður gerð ensk þýðing.  Vindhviður og sviptivindar á þjóðvegum við eða undir bröttum fjöllum geta verið hættulegar og varað er stundum við umferð eða vegum jafnvel loka vegna þeirra.  Fyrir aukið umferðaröryggi er ákjósanlegt að miðla upplýsingum svo vegfarendur þekki betur hættuna og veðuraðstæðurnar sem skapa þær.  Bæði fyrir ökumenn sem lítt þekkja til aðstæðna og líka hinna sem reyndari eru eða hafa atvinnu af akstri og gjörþekkja sínar leiðir. 

Markmið með hviðuþekju er að útbúa hnitsett kerfi upplýsinga um varasama hviðustaði á helstu stöðum þar sem kortaþekjan getur gagnast með öðrum kortum og/eða stafrænum upplýsingakerfum fyrir þjóðvegi landsins m.a. til miðlunar til vegfarenda.  T.d. beint í upplýsingaskjái eða leiðsögutæki sem nú eru orðin staðalbúnaður í flestum nýjum ökutækjum.    

Tilgangurinn er hins vegar ekki sá að bæta leiðir til spágerðar eða segja sérstaklega fyrir um hviður við þjóðvegi landsins