Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Langtímabreytingar á strandlínu á suðurströnd Íslands.

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Unnið verður með gervihnattamyndasöfn Landsat 5 og Sentiel-2 sem ná aftur til 1984. Gervitunglin hafa myndað Ísland á 16 daga fresti síðan þá. Myndum af suðurstönd Íslands, þar sem veður er rólegt og sjávarstaða er sambærileg, verður safnað saman, pixlar myndanna verða litgreindir og strandlínan áætluð. Svæði þar sem er mikið landrof eða ströndin gengur fram verða skoðuð sérstaklega og lagt mat á hvernig svæðið hafa þróast og hvers vegna og niðurstöðurnar bornar saman við sandburðarlíkön af suðurströndinni.

Við mynd úrvinnsluna veður hugbúnaðurinn CoastSat notaður https://github.com/kvos/CoastSat

Tilgangur og markmið:

 

Með tilliti til sandburðar er suðurströnd Íslands flókið kerfi. Í leysingum bera árnar á suðurströndinni nýtt efni inní kerfið, alda og straumar hreyfa efnið meðfram ströndinni. Á nokkurra ára fresti eru atburðir það sem gríðarlegt magn af efni berst í kerfið, jökulhlaup eða aftakaleysingar. Með því að skoða ströndina í stærra samhengi en áður hefur verið gert er vonast til að hægt sé að gera grein fyrir heildar sandburðarbúskap suðurstrandarinnar og greina þau svæði þar sem er annað hvort er rof eða ströndin gengur fram.