Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Slitlög

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefninu er skipt upp í fjóra hluta: 0. ýmsar slitlagarannsóknir, I. malarslitlag, II. klæðingu og III. malbik. Í hverjum hluta eru nokkrir verkþættir skilgreindir, en mun ítarlegri útlistun á þeim er að finna í fylgiskjali, enda rúmast þær skilgreiningar ekki hér.

Undir hluta 0 (ýmsar slitlagarannsóknir) eru eftirfarandi verkþættir: a) Samanburður slitlagsgerða m.t.t. kostnaðar og endingar. b) Prófanir á bikbindiefnum. c) Rannsóknir á malbiki, klæðingu og malarslitlagi með veggreini, nýjum mælibíl Vg.

Undir hluta I (malarslitlög) eru eftirfarandi verkþættir: a) Heimildakönnun. b) Endurskoðun verklýsinga. c) Skráning í gagnakerfi. d) Tilraunakaflar.

Undir hluta II (klæðing) eru eftirfarandi verkþættir: a) Vetrarblæðingar. b) Samanburður á hrærivélum við framkvæmd raunblönduprófs á viðloðun - áhrif fínefna á viðloðun í klæðingum. c) Rannsóknir á klæðingarefnum. d) Tilraunir með bindiefni í klæðingar. e) Rannsóknir á skemmdum í klæðingum. f) Prófanir og rannsóknir á steinefnum með misgóða niðurstöðu úr raunblönduprófi á viðloðun. g) Samantekt klæðingarannsókna fyrri ára.

Undir hluta III (malbik) eru eftirfarandi verkþættir: a) Áhrif fínleika og efnisgerðar mélu (e. filler) á eiginleika malbiks. b) Samræming á gagnakerfum um malbik milli Reykjavíkurborgar og Vg. c) Hitadreifing í malbiki við útlögn. d) Þunnt stífmalbik – hagkvæmni og raunhæfur valkostur – heimildakönnun og tilraunalagnir. e) Endurvinnsla malbiks. f) Samantekt malbiksrannsókna fyrri ára.

Tilgangur og markmið:

 

0 a): Styðja við ákvarðanir þegar kemur að vali á slitlagi hvort sem er vegna viðhalds eða nýbygginga m.t.t. til hagkvæmni mismunandi slitlagsgerða.

0 b): Koma á samningi við prófunarstofu um að koma upp búnaði til að prófa bikbindiefni. Gera samanburðarrannsóknir með nýjum tækjum við viðurkennda stofu.

0 c): Leggja mat á hvernig veggreinirinn getur nýst rannsóknarverkefnum við úttektir á tilraunaköflum.

I a) til d): Bæta efnisvinnslu og verklag við útlögn malarslitlaga, en einnig alla skráningu á malarslitlögum, námum, vegköflum, þykktum, ártölum og í slitlagabanka Vg.

II a): Þróa uppskrift fyrir þjálbik með íblöndunarefni sem minnkar hættu á vetrarblæðingum.

II b): Kanna hvort mismunandi gerðir hrærivéla gefi sambærilegar niðurstöður úr prófinu.

II c): Halda áfram rannsóknum á gerð og magni íblöndunarefna að teknu tilliti til undirlags, steinastærða, hreinleika og annarra þátta.

II d): Innleiða íblöndunarefni í klæðingar hérlendis, bæði með bikþeytu og þjálbiki.

II e): Leita að orsökum skemmda í klæðingum með úttektum á þeim þegar skemmda verður vart.

II f): Kanna áhrif þenjanlegra leirsteinda í steinefni í þunnsneið á viðloðun í raunblönduprófi.

II g): Gefa út í skýrslu og gagnagrunni heildaryfirlit yfir niðurstöður klæðingarrannsókna undanfarinna ára.

III a): Kanna með prófblöndum hvaða kröfu um fínleika mélu er ástæða til að innleiða og áhrif mismunandi gerða mélu á einleika malbiks.

III b): Skilgreina og innleiða samræmda skráningu gagna um slitlög, efnisgerðir, aldur og viðgerðir milli Reykjavíkur og Vegagerðarinnar.

III c): Samfelldar hitamyndir verktaka skili sér til Vg til að tryggja rétt hitastig við útlögn og þjöppun.

III d): Fylgjast með lögn tilraunakafla með þunnu stífmalbiki og fylgjast með endingu þeirra.

III e): Kanna með tilraunalögnum hvernig unnt er að nýta birgðir af malbikskurli með íblöndun í burðarlag vega.

III f): Gefa út í skýrslu yfirlit yfir helstu niðurstöður malbiksrannsókna undanfarinna ára.