Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Sigmælingar með LiDAR á þyrildi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Sig á jarðvegi er talsvert algengt við vega- og annarra mannvirkjagerð á Íslandi. Hingað til hafa sigmælingar að mestu leyti farið fram með sigplötum og sigslöngum. Þær mælingar sýna eingöngu nokkra mælipunkta.

Verkefnið felst í því að mæla sig í fergingu á mýrarsvæði með því að nota LiDAR skanna sem festur er á þyrildi. Með því nást samfelldar mælingar sem ná yfir mun stærra svæði en hefðbundnar mælingar. Vonast er til að LiDAR skönnun sýni vel áhrifasvæði fergingarinnar og hægt verði með þeim að meta magn og tíma sigs. Einnig er möguleiki á að fylgjast með hvort framkvæmdir hafa áhrif annars staðar en undir sjálfri fergingunni.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur með verkefninu er að skoða hvort hægt sé að nota þyrildi (e. drone) með LiDAR (light detection and ranging) skanna til meta sig á framkvæmdasvæðum í stað þeirra aðferða sem nú eru notaðar, eða sem stuðningur við núverandi aðferðir. Núverandi aðferðir eru meðal annars sigplötur og sigslöngur sem komið er fyrir í fyllingum.

Mælingar með þyrildi myndu ná yfir stærra svæði og sýna samfelldar mælingar (100-200 mælipunktar á m2) en ekki eingöngu nokkra mælipunkta. Vonast er til að LiDAR mælingar sýni vel áhrifasvæði fergingarinnar og hægt verði að meta bæði magn og tíma sigs.