Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Vöktun þungmálma í andrúmslofti með mælingum á mosa á Íslandi og þátttaka í rannsóknarsamstarfi Evrópu

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið er hluti af alþjóðlegu vöktunarverkefni sem kannar áhrif loftmengunar á gróður (ICP vegetation, http://icpvegetation.ceh.ac.uk). Í verkefninu er m.a. fylgst með þungmálmamengun í andrúmslofti og ákomu efna á gróður í Evrópu með lífvöktun (biomonitoring). Það er gert með því að mæla styrk efna í mosa á fimm ára fresti víðs vegar um álfuna en mosi safnar upp efnum úr úrkomu. Í mosanum er mælt magn As, Cd, Cr, Cu, Fe, Hg, Ni, Pb, V og Zn auk fleiri efna, mismunandi eftir löndum. Ísland hefur tekið þátt í verkefninu frá árinu 1990 og mælir einnig B, Sb og S (brennistein). Niðurstöður hafa verið birtar í skýrslum bæði á ensku og íslensku (t.d. Rühling o.fl. 1992, Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1993, Rühling o.fl. 1996, Rühling og Steinnes 1998, Sigurður H. Magnússon 2002ab, Sigurður H. Magnússon og Björn Thomas 2007, Harmens o.fl. 2004, Harmens o.fl. 2008, Harmens o.fl. 2013 og Sigurður H. Magnússon 2013, 2018).

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að kanna dreifingu og ákomu þungmálma í Evrópu, finna helstu uppsprettur þungmálmamengunar og kanna hvort breytingar verða með tíma.

Með þátttöku Íslands í verkefninu fæst yfirlit yfir dreifingu og ákomu þungmálma og fleiri efna á landinu. Auk þess fæst mikilvægur samanburður við önnur Evrópulönd og upplýsingar um styrk efna í nágrenni helstu mengunarvalda.