Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Eiginleikar þjálbiks á Íslandi sumarið 2020

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Á ári hverju er framleitt yfir þrjár milljónir lítra af þjálbiki án þess að á því séu gerðar reglulegar rannsóknir. Til að bæta úr því hefur Hlaðbær Colas fest kaup á Dynamic Shear Rheometer (DSR) tæki til að rannsaka eiginleika deigra bikbindiefna. Tilgangur og markmið verkefnisins er að rannsaka þjálbik sem framleitt er sumarið 2020 og fá yfirsýn yfir eiginleika þess.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að skoða þjálbik almennt á Íslandi og eiginleika þess. Til þess hefur Hlaðbær Colas fjárfest í nýju tæki sem kallast Dynamic Shear Rheometer (DSR) og með því tæki er hægt að rannsaka hina ýmsu eiginleika bikbindiefna. Til að mynda dínamíska seigju og þá er einnig hægt að sjá hvernig skúfstuðull biksins (G* - complex shear modulus) og fasahorn (∂ - phase angle) breytist með hitastigi. Þessir eiginleikar eru einnig kallað ”rheological behavior” bindiefna. Þar sem fasahorn gefur til kynna hversu teygjanlegt (elastic) og deigt (viscous) bikbindiefnið er og skúfstuðullinn gefur tilkynna hversu mikið viðnám bindiefnið hefur gagnvart aflögun. Þessar rannsóknir eru áhugaverðar því þær geta gefið tilkynna hversu vel bikbindiefnið þolir íslenskar aðstæður.

Í dag er þjálbik blandað með mjúku biki (stungudýpt 160/220), viðloðunarefni og 6.5-7% ethyl ester. Engar reglulegar eftirlitsmælingar eru framkvæmdar í dag á bikbindiefninu þrátt fyrir að það væri æskilegt. Hinsvegar er framkvæmt raunblöndupróf þar sem viðloðun bikbindiefnis við steinefni er prófað.

Markmið verkefnisins er að fá yfirsýn yfir eiginleika þjálbiksins sem framleitt er í dag bæði hjá Hlaðbær Colas en jafnframt hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki, Reyðarfirði og Ísafirði. Einnig mun vera gerð samanburðar rannsókn á þjálbiki framleitt er af Colas í Danmörku, en það inniheldur 3-4% ethyl ester. Mögulega verða gerðar fleiri samanburðar rannsóknir við aðra staði í Evrópu