Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Hönnun ljósastýrðra gatnamóta

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Markmið verkefnisins er að gera samantekt á leiðbeiningum fyrir hönnun ljósastýrðra gatnamóta. Ekki eru til íslenskar leiðbeiningar fyrir hönnun ljósastýrðra gatnamóta en víða erlendis eru til greinargóðar leiðbeiningar sem ber að nota við hönnun. Tilkoma Borgarlínu og aukin hlutdeild hjólandi vegfarenda kallar á breyttar útfærslur ljósastýrðra gatnamóta þar sem tekið er tillit til m.a. forgangsaksturs, viðbótarljósa og viðbótarakreina.  Leiðbeiningar tryggja að útfærsla gatnamóta sé samræmd og eykur þar af leiðandi öryggi vegfarenda.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að leggja grunninn að leiðbeiningum fyrir hönnun ljósastýrðra gatnamóta. Gerð verður samantekt á bæði leiðbeiningum og reynslu erlendis sem svo getur nýst við gerð íslenskra leiðbeininga. Í þessu verkefni verður lögð áhersla á útfærslu gatnamótanna, svo sem staðsetning stólpa og stöðvunarlína, en ekki hönnun ljósastýringanna sjálfra.

Vænst er til þess að niðurstöðurnar verkefnisins muni gagnast við gerð íslenskra hönnunarleiðbeininga sem nýtast við hönnun á nýjum ljósastýrðum gatnamótum sem og við uppfærslu eldri gatnamóta.