Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Slysastaðagreining á þjóðvegum í þéttbýli

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Vegagerðin hefur á undanförnum árum greint slysastaði á þjóðvegum í dreifbýli með aðferð sem byggð er á aðferð sem þróuð var af  írsku vegagerðinni (Transport Infrastructure Ireland),  svokölluð  NRA HD 15 Network Safety Ranking . Greining hefur verið staðfærð lítilsháttar fyrir íslenskar aðstæður en að mestu leyti sambærileg NRA HD. Vegagerðin hefur notið aðstoðar frá írsku Vegagerðinni við þessa vinnu, sérstaklega í upphafi vinnunar. 

Greiningin byggir á alvarleika slysa, fjölda slysa og slysatíðni.  Þessi aðferð hefur hjálpað umferðardeild að forgangsraða umferðaröryggisaðgerðum þannig að þær skili sem mestum árangri.

Þessi vinna hefur reynst vel og áhugi er á því að nota sömu aðferðarfræði til að greina helstu slysastaði á þjóðvegum í þéttbýli. Rannsóknaverkefni þetta felst í því að kanna hvort að sama aðferðarfræði geti nýst til greininga á slysastöðum á þjóðvegum í þéttbýli. Þá verður skoðað hvort það þurfi að aðlaga skilyrði og breyta skilyrðum þannig að greiningin grípi helstu slysastaði á þjóðvegum í þéttbýli.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að máta aðferðafræðina í NRA HD 15 Network Safety Rankings á þjóðvegi í þéttbýli og sjá hvort sú aðferðafræði henti jafnvel eins og í dreifbýli. Markmið verkefnisins er að aðlaga aðferðina þannig að hún nýtist til að greina verstu slysastaðina á þjóðvegum í þéttbýli m.t.t. alvarleika slysa, fjölda þeirra og slysatíðni. Í framhaldi af slíkri greiningu eru slysastaðirnir skoðaðir enn frekar með það að markmiði að velja þá umferðaröryggisaðgerð sem myndi skila mestum árangri.