Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Öryggisupplifun, viðhorf og ferðamáti ungs fólks og foreldra þeirra, borið saman við raunverulega slysahættu

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Öryggistilfinning vegfarenda er oftar en ekki í ósamræmi við raunverulega áhættu. Þetta veldur því að einkabíllinn er valinn umfram virkan og vistvænan ferðamáta og foreldrar treysta ekki börnum sínum til þess að komast sjálf á milli staða í sínum daglegu ferðum. Þegar um ungt fólk þarf að þvera stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu má ætla að óöryggi og neikvæð viðhorf foreldra hafi töluverð hamlandi áhrif á virkan og
vistvænan ferðamáta barna þeirra, mögulega þvert á skoðanir og öryggisupplifun unga fólksins sjálfs. Skortur er á þekkingu um öryggisupplifun ungs fólks sem þarf að þvera stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu og hvernig viðhorf foreldra hefur áhrif á ferðavenjur þeirra. Þetta verkefni hefur það að markmiði að afla slíkrar þekkingar og setja í samhengi við raunverulega slysatíðni á tilteknum stofnæðum. Hannaður verður ítarlegur spurningalisti sem svara skal á netinu og hlekkur á könnunina sendur á foreldra grunnskólabarna í 8-10. bekk grunnskóla í völdum hverfum við stofnbrautir í Reykjavík.
Niðurstöðurnar munu greina frá því hvort að marktækur munur sé á ferðamáta unga fólksins eftir aldri, kyni, viðhorfum, áhrifum í uppeldi, ferðamáta foreldra, viðhorfum foreldra og bakgrunni foreldra; hvaða þýðingu viðhorf og ferðavenjur foreldra hafi á ferðamáta unga fólksins; hvort að lykilviðburðir einstaklingsins og/eða fjölskyldunnar hafi áhrif á núverandi ferðamáta unga fólksins og þá að hvers konar ferðamáta slíkir viðburðir hafi haft áhrif á; og hvort að unnt sé að framkvæma markhópagreiningu á unga fólkinu eftir völdum lykilbreytum sem nýta mætti til að hanna sértæk úrræði fyrir. Eitt af markmiðunum er að greina frá því hvaða sálfélagslegu þætti megi nýta í stefnumótun. Þekking sem þessi nýtist stjórnvöldum, fagaðilum og fræðimönnum sem vinna með borgarskipulag, vistvænar ferðavenjur, umferðaröryggi og lýðheilsu. Stefnumótun sem ætlað er að efla virkan og vistvænan ferðamáta ungs fólks er líklegri til þess að vera áhrifarík sé hún byggð á gagnreyndri þekkingu.

Tilgangur og markmið:

 

Sótt er um 3 mánaða frest á verkefni sem fékk styrk 2019 vegna tæknilegra tafa, en verkefnið á inni 20% lokagreiðslu. Skil eru áætluð í lok maí - byrjun júní 2020. 

----

Tilgangur verkefnisins er að skoða viðhorf og ferðavenjur ungs fólks sem á daglega leið yfir stofnleiðir í Reykjavík í samhengi við raunverulega slysatíðni á sömu stofnleiðum.
Verkefnið hefur fjögur undirmarkmið:
Skoðað verður hvor marktækur munur sé á ferðamáta unga fólksins eftir aldri, kyni, viðhorfum, áhrifum í uppeldi, ferðamáta foreldra, viðhorfum foreldra og bakgrunni foreldra. 

Skoðað verður hvaða þýðingu viðhorf og ferðavenjur foreldra hafi á ferðamáta unga fólksins.

Skoðað verður hvort að lykilviðburðir einstaklingsins og/eða fjölskyldunnar hafi áhrif á núverandi ferðamáta
unga fólksins og þá að hvers konar ferðamáta slíkir viðburðir hafi haft áhrif á.

Kannað verður hvort að unnt sé að framkvæma markhópagreiningu á unga fólkinu eftir völdum lykilbreytum
sem nýta mætti til að hanna sértæk úrræði fyrir.


Upplýsingunum verður safnað með spurningalista sem ætlunin var að svara rafrænt. Hins vegar gat Hagaskóli ekki útvegað nemum aðgengi að tölvum til að svara listanum og verkefnastjóri vildi leita allra annarra leiða en framkvæma rannsókn með því að láta þátttakendur svara  spurningalistanum á blaði. Eftir þó nokkra leit fengust lánaðir 22 ipadar frá Rannsóknastofnun ferðamála á Akureyri sem verða nýttir til fyrirlagnar. Hins vegar hentar árstíminn ekki til þess að leggja spurningalistann fyrir og því er sótt um frest til að framkvæma rannsókn þegar hlýnar í veðri í apríl (þegar unglingarnir taka upp virkar ferðavenjur á ný), niðurstöður unnar í apríl-maí og skýrslu skilað í maí lok.