Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Félagsleg vistferilsgreining

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Í verkefninu verður mat lagt á það hvort aðferðafræðin félagsleg vistferilsgreining (e. Social Life Cycle Assessment)  henti í vegagerðarverkefnum á Íslandi. Vistferilsgreining  er alþjóðlega viðurkennd og stöðluð aðferðafræði þar sem mat er lagt á umhverfisáhrif vöru, framkvæmdar, framleiðsluferils eða þjónustu frá vöggu til grafar, og hefur Vegagerðin áður nýtt þessa aðferðafræði í samvinnu við EFLU verkfræðistofu. Markmiðið vistferilsgreiningar er að meta hvar á vistferlinum mestu umhverfisáhrifin verða og í framhaldinu finna leiðir til að lágmarka þau. Félagsleg vistferilsgreining er minna þekkt, þó hún eigi sér töluverða sögu. Árið 2009 gaf Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna út leiðbeiningarrit um félagslegar vistferilsgreiningar, og hefur aðferðafræðin verið notuð víða til að meta heildræn félagsleg áhrif á vistferli, vöru, framleiðsluferils eða þjónustu.

Markmiðið þessa verkefnis er að ráðast í heimildavinnu til að meta hvort aðferðafræðin félagsleg vistferilsgreining henti verkefnum Vegagerðarinnar á Íslandi, að skoða hvaða gögn eru til sem gagnast slíkri vinnu og hvaða nauðsynleg gögn vantar hér á landi fyrir slíka greiningu. Jafnframt verður staða félagslegra vistferilsgreininga fyrir vegaframkvæmdir á nágrannalöndunum könnuð og litið verður til þess hvernig aðferðafræðin samræmist Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Tilgangur og markmið:

 

  1. Að meta hvort aðferðafræðin félagsleg vistferilsgreining henti verkefnum Vegagerðarinnar og hvaða ávinningi slík greining skili, eða að öðrum kosti leggja til aðra aðferðafræði.
  2. Að kanna hvaða gögn eru til hérlendis sem nýtast til félagslegra vistferilsgreininga og hversu aðgengileg þau eru.
  3. Að meta hvaða gögn vantar svo slíkar greiningar geti farið fram.
  4. Að kanna stöðu félagslegra vistferilsgreininga hjá systurstofnunum Vegagerðarinnar á Norðurlöndunum.
  5. Að kanna hvernig félagsleg vistferilsgreining samræmist Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hvernig sú niðurstaða nýtist í verkefnum Vegagerðarinnar.