Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Áreiðanleiki hviðuspáa í Harmonie-Arome líkaninu, fylgni spáa, viðvarana og mælinga.

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Öræfajökull er afgerandi stýriþáttur í vindátt, vindhraða og vindhviðum í Öræfum. Þjóðvegi 1 um Öræfi er oft á tíðum lokað vegna þess að veðurspár gera ráð fyrir miklum sviptivindum eða háum vindhraða þvert á veg, en þar sem líkönum reynist oft á tíðum erfitt að herma vind við há og brött fjöll er markmið í þessu verkefni að skoða hviðuspár, viðvaranir og mælingar úr veðurathugunarstöðvum á svæðinu. Einnig er markmiðið að skoða hærri upplausn sama líkans og bera saman spár og viðvaranir til að sannreyna hvort hærri upplausn bæti veðurspár í flóknu landslagi.

Tilgangur og markmið:

 

Veðurstofa Íslands reiknar veðurspár í 2,5 km neti yfir landinu og gefur út viðvaranir er varða m.a. vind og úrkomu eftir litakvörðuðu viðvörunarkerfi þar sem áhrifamætti veðurs á samfélagið er metið.

 Viðvaranir og lokanir á þjóðvegi 1 um Öræfi eru algengari en víðast hvar annars staðar á landinu og er ætlunin að skoða fylgi spáa og viðvarana við mælingar úr mælum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar sem eru á nálægum svæðum. Einnig er ætlunin að skoða tilraunakeyrslur líkansins þar sem upplausn reikninetsins er 750 metrar til að ákvarða hvort nákvæmari spár fáist með hærri upplausn. Markmiðið er að hægt verði að gera viðvaranir og spár fyrir svæðið hnitmiðaðri en þær hafa verið hingað til. Hnitmiðaðar veðurspár, bæði í tíma og rúmi bæta þjónustu við viðbragðsaðila, almenning og ferðamenn til mikilla muna. Niðurstöður gætu einnig gefið hugmynd um hvar best væri að setja niður þéttara mælanet til frekari rannsókna.