Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Samanburður á ferðatíma Strætó og einkabílsins innan höfuðborgarsvæðisins

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Tilgangur þessa verkefnis er að bera saman ferðatíma með Strætó og með einkabílnum eftir nokkrum leiðum innan höfuðborgarsvæðisins á annatíma árdegis og síðdegis. Í dag eru aðeins gerðar samanburðarmælingar á ferðatíma Strætó og einkabílsins innan sveitarmarka Reykjavíkur fyrir akstursleiðir sem hefjast í úthverfum Reykjavíkur og enda við miðborg Reykjavíkur. Mikilvægt er að gera sambærilegar mælingar eftir öðrum akstursleiðum innan höfuðborgarsvæðisins t.d. frá Hafnarfirði að Háskóla Íslands. Slíkar mælingar geta gefið upplýsingar um samkeppnishæfi Strætó eftir mismunandi leiðum, en styttri ferðatími með almenningssamgöngum er ein af þeim úrbótum sem þykir mikilvægust meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins til þess að stuðla að aukinni notkun almenningssamgangna (skv. nýlegri rannsókn um áhrifaþætti almenningssamgangna sem styrkt af rannsóknarsjóði 2017). Niðurstöður verkefnisins geta jafnframt nýst sem grunnur að forgangsröðun framkvæmda í tengslum við forgangsakstursreinar Strætó.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur og markmið með þessari rannsókn er að bera saman aksturstíma með einkabílnum og ferðatíma með Strætó milli nokkurra áfangastaða (milli búsetu- og atvinnukjarna) innan höfuðborgarsvæðisins. Rannsóknarspurning verkefnisins er að svara hversu mikill tímamismunur er milli þessara ferðamáta á annatíma.