Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Samflutningur farþega og farms - bættar almenningssamgöngur á landsbyggðinni

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Öflugt almenningssamgangnakerfi á landsbyggðinni er mikilvæg þjónusta til að tengja saman sveitarfélög og landshluta og bjóða um leið umhverfisvænan ferðavalkost fyrir íbúa og ferðamenn. Undanfarin ár hefur framboð áætlanaferða minnkað verulega, mögulega vegna samkeppnis einka- og bílaleigubíla. Rekstur hefur verið óhagkvæmur og nokkrar áætlunarleiðir hafa verið aflagðar, m.a. á Norðausturlandi. Fækkun ferða, skortur á skipulögðum tengingum milli leiða, t.d. um Austfirði, og ferja, t.d. við Norrænu og Baldur, og takmarkaður pláss fyrir farangur minnka notkunargildi núverandi almenningssamganganets fyrir farþega á langferðum í kringum Ísland.

Samflutningur farþega og farms er ein leið til að efla nýtingu áætlunarbíla í dreifbýli. Þannig getur skapast tækifæri til að bjóða fleiri ferðir og bæta aðgengi að fámennum byggðum.

Í þessu rannsóknarverkefni viljum við rýna ólíkar fyrirmyndir frá Norðurlöndum þar sem samflutningar á varningi og fólki tíðkast í bæði Svíþjóð og Finnlandi. Oftast er hluti farangurslestarinnar notaður fyrir pakka, en á völdum leiðum keyra sérstakir samflutningsbílar sem eru með farþegasæti að framan og stóra vörulest að aftan („godsbuss“ á sænsku) til að flytja alls konar farm til fámennra byggða. Vöruflutningur skapar grunnhagnaðinn á þessum leiðum og hægt er að bjóða t.d. daglegar ferðir, þó fjöldi farþega sé lítill.

Skýrslan byggir á farþegareynslu á langferðum á Íslandi og erlendis með almenningssamgöngum. Með þessari skýrslu er stefnt á að kynna nokkrar sviðsmyndir um hvernig mætti reka samflutninga á Íslandi, efla nýtingu vagna og bjóða fleiri ferðir á fleiri leiðum. Hugmyndir um flutning pakka og varnings af mismunandi stærðargráðu eru kynntar. Auk þess er stefnt að athuga hvernig mætti skipuleggja akstur þannig að til verði eitt heildstætt almenningssamgangnakerfi sem býður fjölbreyttan notendahóp umhverfisvænan ferðamáta allt í kringum Ísland.

 

Tilgangur og markmið:

 

Öflugt almenningssamgangnakerfi á landsbyggðinni er mikilvæg þjónusta til að tengja sveitarfélög og landshluta saman og bjóða umhverfisvænan ferðavalkost fyrir íbúa og ferðamenn. Undanfarin ár hefur þó heldur dregið úr framboði áætlanaferða, mögulega vegna samkeppni við einka- og bílaleigubíla. Rekstur hefur verið óhagkvæmur og allmargar akstursleiðir hafa verið aflagðar undir hatti almenningssamgangna.

Með þessu rannsóknarverkefni er ætlað að skoða möguleikana á því að efla almenningssamgöngur á fámennum svæðum með því að samnýta áætlunarbíla fyrir flutning á farþegum og farmi.

Helstu rannsóknaspurningar verkefnisins eru:

  • Hver er reynslan af samflutningum farþega og farms á Norðurlöndunum?
  • Hverjar eru hinar tæknilegu forsendur?  
  • Væri hagkvæmt að reka áætlunarleiðir með samflutningi farþega og farms á Íslandi, einkum á fámennum svæðum?
  • Að auki verður horft til fleiri lausna sem gætu styrkt akstur og nýtingu þeirra leið sem nú þegar eru eknar undir hatti almenningssamgangna (Strætó, Svaust og Fjórðungssamband Vestfjarða) með notendamiðuðu tímaplani, skipulagðar tengingar milli leiða og ferja til að byggja heildstætt almenningssamgöngunet.