Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Tæring á hægtryðgandi stáli við íslenskar aðstæður

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Rannsókn á tæringu á hægtryðgandi stáli á Íslandi hófst árið 2017 með styrk frá Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Sett voru upp tæringarsýni það ár á 9 stöðum allt í kringum landið og á hálendinu og á tveimur stöðum árið 2018, alls 120 sýni. Kanna á notkunarmöguleika hægtryðgandi stáls í samgöngumannvirki hérlendis og athuga sérstaklega hagkvæmni fyrir brúargerð. Sýni verða tekin niður eftir 1, 3, 5 og 10 ár og tæring þeirra mæld. Í haust verður komið að því at taka eins árs mælinguna á seinni hluta sýnanna og koma niðurstöðunum á framfæri.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að afla áreiðanlegra heimilda (tölulegra gagna) um tæringu- og veðrunarþol hægtryðgandi stáls við íslenskar aðstæður með tilliti til notkunar í brúargerð.