Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Leiðarveðurspáþjónustur Veðurstofu Íslands

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Nýlega hefur Veðurstofa Íslands ráðist út í þróun á snjalltækjavænum kortavef fyrir allar helstu veðurspár og gögn Veðurstofunnar.  Veðurstofa Íslands leggur áherslu á að bæta aðgengi og viðmót við veðurspágögn svo að nýtist í einu samræmdu viðmóti, bæði einstaklingum, sjófarendum og vegfarendum.

Fyrirtækið bitVinci ehf. var stofnað af núverandi og fyrrum starfsmönnum Veðurstofunnar til að þróa sérhæfðar veðurþjónustur fyrir leiðaráætlun sjófarenda.

Markmið Veðurstofu Íslands og bitVinci í tengslum við snjalltækjavæn viðmót við veðurspár hefur skapað tækifæri til samstarfs um þróun á viðmóti fyrir bæði sjófarendur, en einnig vegfarendur.  Tæknin sem liggur á baki spáþjónustu bitVinci er mjög aðlaganleg vegveðri, en mun þó krefjast sérstakrar rannsóknar og þróunar á notendavænum viðmótum sem best henta vegfarendum.

Verkefnið mun snúast um þróun á notendavænu og snjalltækjavænu veðurspáviðmóti fyrir vegfarendur, þar sem vegfarendur með auðveldu móti skilgreina leiðaráætlun sína og fá til baka veðurspá á leiðaráætlun og sérstakar viðvaranir um vegveðurhættur sem fylgja.  Hægt verður að nýta sér GPS staðsetningu snjalltækja til að gefa rauntíma uppfærslur á veðri á leiðaráætlun.

Vegveðurspáþjónustur Veðurstofunnar munu fylgja bestu hugbúnaðarstöðlum og verða aðgengilegar öðrum aðilum til að samlaga að sínum eigin upplýsingaviðmótum í tengslum við vegveður.

Tilgangur og markmið:

 

Eftirfarandi markmið skulu m.a. vera notuð til viðmiðs um framgang og árangur verkefnisins

1. birta skal sérhæfðar veðurspár fyrir leiðaráætlun vegfarenda - svokallaðar leiðarspár (e. en-route weather)

2. notendaviðmót skal vera tengt nýjum veðurkortavef Veðurstofunnar

3. notendaviðmót skal vera snjalltækjavænt og styðja alla helstu farsíma og spjaldtölvur

4. notendaviðmót skal vera mjög auðvelt og augljóst í notkun

5. taka skal mið af ónákvæmni í hraða, stoppum og seinkunum á leiðaráætlun, svo að hægt verði að benda á verstu mögulegu skilyrði og hættur

6. notendaviðmót skal benda á augljósar hættur í veðurspá á leiðaráætlun vegfaranda, sérstaklega í tengslum við ofankomu, skafrenningshættu, hálku og vind.

7. bjóða skal upp á REST-API viðmót við leiðarspár svo að nýtist Vegagerðinni og öðrum í stofnunum í eigin upplýsingaviðmótum og hugbúnaðarþróun