Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Hugsanleg áhrif skýrslu World Health Organization um umhverfishljóð í Evrópusambandinu á löggjöf á Íslandi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Hávaði frá bílaumferð er vandi sem fylgir aukinni umferð. World Health Organization (WHO) hefur nýverið gefið út skýrsluna Environmental noise guidelines for the european region [1]. Í skýrslunni eru heilsufarslegar ástæður þess að löggjöf vegna umhverfishávaða skuli miða við hljóðstig Lden = 53 dB frá umferð ökutækja í þéttbýli, teknar saman. Í íslenskri reglugerð um hávaða og hljóðvistarstaðli ÍST45 eru mörkin Leq24 = 55 dB. Nýtt viðmið sem WHO ráðleggur  jafngildir lækkun á viðmiði um u.þ.b. 5 dB. Í skýrslunni eru einnig teknar saman upplýsingar um hljóðstig vegna lesta, flugvéla, iðnaðar og frístunda en þeir þættir eru ekki til skoðunar hér. Vegna umferðar ökutækja eru ráðleggingar út frá mismunandi þáttum flokkaðar í mismunandi styrkleikaflokka. Rök fyrir lækkun hljóðstigs umferðar ökutækja voru metnar sem sterkar, þ.e.a.s. sterk rök eru fyrir því, út frá heilsufarslegu sjónarmiði, að herða löggjöf sem snýr að umhverfishávaða sem umferð ökutækja veldur. Í þessu verkefni verða áhrif af hertari löggjöf á Íslandi, verði hún hert, könnuð á starfsemi Vegagerðarinnar sem veghaldara í þéttbýli.[1] http://www.euro.who.int/en/publications/abstracts/environmental-noise-guidelines-for-the-european-region-2018

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að kanna hvort innleiðing á viðmiðunarmörkum sem sett eru fram í skýrslu WHO vegna umferðar muni hafa áhrif á starfsemi Vegagerðarinnar og skipulag umferðar í þéttbýli. Ef að sýnt verður að hert löggjöf muni hugsanlega hafa áhrif á starfsemi, verða leiðir til þess að mæta þeirri löggjöf í verki kannaðar. Þetta verður gert með það að markmiði að lagðar verði fram tillögur um undirbúning á breytingum vegna mögulegrar hertrar löggjafar.

Markmiðið með verkefninu er að sýna samfélagslega ábyrgð Vegagerðarinnar sem veghaldara í þéttbýli þar sem hljóðstig er hátt. Ennfremur að sýna að Vegagerðin sé tilbúin að mæta þeim áskorunum sem geta falist í því að löggjöf um umferðarhljóðstig verði hert með áhrifaríkum og raunhæfum aðgerðum.