Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Stoppistöðvar á þjóðvegum - Hönnunarleiðbeiningar

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Víða er ljóst að aðstaða fyrir vagna til að stöðva og hleypa farþegum inn og út á þjóðvegum landsins uppfyllir ekki þau skilyrði sem til hennar eru gerð. Þá hafa ekki hafa verið settar fram eða skilgreindar kröfur um slíkar stoppistöðvar við hönnun nýrra eða endurbyggingu eldri stoppistöðva. Skortir því viðunandi aðstöðu á mörgum stöðum og einnig skilgreiningu á því hvar slík aðstaða eigi að vera.

Afar mikilvægt er að rétt sé staðið að stoppistöðvum á þjóðvegum, sérstaklega þar sem umferðarhraði er hár og umferð mikil. Á vegakerfinu verða að vera stoppistöðvar þar sem ökumenn geta stöðvað vagna sína til hleypa farþegum inn og út á öruggan og tryggan hátt. Þegar litið er til öryggis á vegakerfinu er því mikilvægt að veghaldarar, hönnuðir og aðrir hlutaðeigandi geti nálgast samræmdar leiðbeiningar.

Í þessu sambandi þarf einnig að huga að öryggissvæði vega sem er afar mikilvægur hluti af vegsvæðinu. Innan þess svæðis skulu ekki vera hættur og því mikilvægt að skoða vel alla staði þar strætisvagnar eða rútur þurfa e.t.v. að stoppa í einhvern tíma.

Einnig væri hægt að skoða þann möguleika að bæta við í leiðbeiningarnar útfærslu á áningarstöðum/skoðunarstöðum þar sem ferðamönnum er hleypt út til að skoða aðstæður í umhverfinu. Hvað ferðamennina varðar væri einnig hægt að leggja til ákveðnar öryggisaðgerðir sem rútufyrirtæki verða að hafa í huga (t.d. að hafa til reiðu endurskinsbúnað í öllum rútum er ætlunin er að hleypa farþegum út í myrkri til að rýna í umhverfið).

Tilgangur og markmið:

 

Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um öryggi ferðamanna á þjóðvegum enda hefur þeim fjölgað verulega, m.a. í strætó- og rútuferðum. Mikilvægur þáttur í því að auka öryggi þeirra og annarra vegfarenda er að koma á samræmdum leiðbeiningum stoppistöðva fyrir hönnuði og tæknimenn Vegagerðarinnar, Strætó bs. og sveitarfélaga og auka þannig öryggi vegfarenda með viðeigandi kynningu á leiðbeiningunum þegar vinnu lýkur. Með samræmdum leiðbeiningum er einnig hægt að halda kostnaði veghaldara í lágmarki.

Langtímamarkmið verkefnisins og leiðbeininganna er að koma í veg fyrir hugsanleg óhöpp og slys sem kunna að verða vegna hættulegra aðstæðna við stoppistöðvar á þjóðvegum.