Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Endurskoðun burðarþolsleiðbeiningar Vegagerðarinnar

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið fellst í endurskoðun á burðarþolsleiðbeiningum Vegagerðarinnar sem voru gefnar út árið 2013. Leiðbeiningaritið er byggt á handbók norsku vegagerðarinnar þá 018 en nú N200. Norsku handbækurnar hafa verið uppfærðar frá því að leiðbeiningarritið var gefið út og þess vegna telja höfundar rétt að uppfæra íslensku leiðbeiningarnar. Alltaf þarf þó að tryggja að litið sé til annarra rita Vegagerðarinnar sem og íslenskra staðhátta og aðstæðna.

Í verkefninu verður megin áherslan á uppfærslu í samræmi við handbækur norsku Vegagerðarinnar en þó verður einnig litið til þess sem Svíar, Danir og Roadex verkefnið hafa gefið út. Svíar hafa verið mjög framarlega í burðarþolshönnun vega og eru að þróa mekanískar hönnunaraðferðir í stað þeirra emperísku aðferða sem víða eru notaðar í dag. Roadex verkefnið hefur verið unnið af öllum Norðurlöndunum, Skotlandi, Írlandi auk Grænlands. Innan Roadex verkefnisins er að finna mikið af gagnlegum upplýsingum og rannsóknum sem hafa verið gerðar í aðstæðum sem svipar til þess sem finna má á Íslandi.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur og markmið verkefnisins er að endurskoða burðarþolsleiðbeiningar Vegagerðarinnar í samræmi við uppfærslur sem Norðmenn ásamt hinum Norðurlöndunum hafa verið að gera.