Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Notkun reiknilegra straumfræðilíkana við mat á slysaáhættu ökutækja

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Veðurfar er reglulega stór áhrifavaldur í umferðarslysum. Í verstu veðrum þarf að meta hvort og hvernig eigi að takmarka umferð á vegum. Betra er að slíkar ákvarðanir séu vel rökstuddar því þær hafa töluverð áhrif á þá sem nýta veginn. Þessu verkefni er ætlað að varpa frekara ljósi á hvenær og eigi að takmarka umferð. Reiknilegt straumfræðilíkan sem tekur inn veðurgögn ásamt tegund farartækis, viðnámi og legu vegar er notað til að ákveða krafta sem verka á farartækið og hvort þeir séu nægilega stórir til að farartæki velti eða renni til á vegi. Fyrst er hermt eftir slysi sem gerðist í reynd þar sem upplýsingar um slys, veðurgögn frá viðkomandi svæði ásamt færð á vegi eru tekin inn í líkanið. Niðurstöður líkans eru síðan bornar saman við reyndartilfellið. Líkanið er notað til að prófa mismunandi flokka farartækja og meðalvindhraða og áhrif þeirra á niðurstöðurnar skoðaðar sérstaklega. Niðurstöðurnar gefa síðan bæði mörkin á þeim ökutækjum sem eru með aukna áhættu á slysi við slysaðstæður og hvaða vindstyrk þurfi til að ákveðinn flokkur farartækja sé með aukna slysaáhættu vegna veðurfars.

Tilgangur og markmið:

 

Aukin þekking á hegðun farartækja í miklum vindi auðveldar ákvarðanir um takmarkanir á umferð. Takmarkanir á umferð við erfiðar veðuraðstæður munu auka umferðaröryggi og fækka slysum. Verkefninu er ætlað að auka skilning og kortleggja við hvaða aðstæður áhætta á því að missa stjórn á farartæki eykst til muna. Niðurstöður verkefnis munu geta nýst við þróun á áhættumati á öryggi ökutækja vegna veðurs sem Vegagerðin getur notað til að rökstyðja betur ákvarðanir um takmarkanir á umferð vegna veðurs.

 

Markmið verkefnisins er að nota reiknilegt straumfræðilíkan til að öðlast frekari skilning á hegðun farartækja í miklum vindi við mismunandi aðstæður. Raunverulegt slys verður hermt og skoðað hverju það hefði breytt ef öðruvísi farartæki eða lægri meðalvindstyrkur hefði verið á slysstað. Niðurstöður munu þá varpa ljósi á hvaða takmarkanir hefði átt að grípa til á vettvangi slyssins. Einnig verður metið hvaða ökutækjaflokkar, ef einhverjir, hefðu getað ekið við slysaðstæður og hve áhrif meðalvindhraða er á  Hægt verður að byggja ofan á niðurstöðurnar í framtíðinni til að búa til almennari skilgreiningu á hvenær og hvernig eigi takmarka umferð sem yrði þá óháð staðsetningu. Sú ákvörðun myndi byggja á hraða ökutækis, vindhraða, vindstefnu, viðnámi vegar ásamt halla og legu vegar.