Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Mikilvægi mótlægra umferðarljósa

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Í þessu verkefni verða gerðar mælingar á hegðun vegfarenda við þau gatnamót niðri í miðbæ, sem þegar hefur verið breytt á þann veg, að mótlæg ljós eru ekki lengur fyrir hendi og einnig á sambærilegum gatnamótum með venjubundnu fyrirkomulagi umferðarljósa. Meðal annars verður skoðuð hegðun ökumanna: t.d. bil milli bíla, viðbragðsflýtir, virðing fyrir stöðvunarlínu og mat lagt á umferðarrýmd og öryggi hvors fyrirkomulags fyrir sig. Þá verður hegðun gangandi vegfarenda skoðuð og hugsanlegur munur vegna mótlægra ljósa ræddur. Einnig verður farið yfir hönnunarforsendur, hverju er mælt með fyrir umferðarljós með og án mótlægra ljósa og hvort samræmi er í núverandi hönnun.

In this project measurements on road user's behaviour will be carried out. On one side for crossings downtown were secondary lights have been removed and on the other for similar traditional crossings with secondary traffic lights. Driver behaviour will e.g. be analysed regarding: accepted time gaps, response time, stop lines acceptance and an estimation of traffic capacity through the crossing and safety aspects. Pedestrian behaviour will be analysed as well and the difference in behaviour because of secondary lights discussed. Design assumptions will be compared for a crossing with and without secondary lights, what is recommended and if the design now used is consistent.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að svara þeirri spurningu, hvort fella eigi niður mótlæg ljós á gatnamótum með umferðarljósum. Einnig, hvort slíkar aðgerðir ættu frekar rétt á sér við ákveðnar aðstæður. Til að þessari rannsóknarspurningu verði sem best svarað, verðar gerðar mælingar á hegðun vegfarenda á nokkrum gatnamótum með umferðarljósum í Reykjavík, bæði á stöðum, þar sem mótlæg ljós hafa verið felld niður, sem og á sambærilegum hefðbundnum ljósum. Myndbandsupptökur og talningar verða notaðar til að greina hegðun vegfarenda og hættuleg tilvik milli vegfarendahópa. Þá verður farið yfir forsendur og hönnun rædd. Með þessu móti ættu sveitarfélög og Vegagerðin að getað markað sér stefnu varðandi fyrirkomulag umferðarljósa.