• Ráðstefnan var rafræn í ár og var send út frá Hörpu.
 • Anna Steinsen, KVAN
 • Pétur Pétursson, PP-ráðgjöf ehf.
 • Hafdís Eygló Jónsdóttir, Vegagerðinni
 • Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Mannviti.
 • Fyrirspurnartími 1.
 • Ólafur H. Wallevik, RB við Nýsköpunarsmiðstöð Íslands.
 • Bryndís Tryggvadóttir, Vegagerðinni.
 • Elín Ásta Ólafsdóttir, Háskóli Íslands.
 • Fyrirspurnartími 2.
 • Berglind Hallgrímsdóttir, EFLA
 • Svanhildur Jónsdóttir, VSÓ Ráðgjöf.
 • Höskuldur Kröyer, Trafkon AB.
 • Fyrirspurnartími 3.
 • G. Pétur Matthíasson frá Vegagerðinni var fundarstjóri.
 • Ragnar Gauti Hauksson, EFLA.
 • Hróbjartur Þorsteinsson.
 • Ólöf Kristjánsdóttir, Mannviti.
 • Fyrirspurnartími 4.
 • Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar.
 • Finnur Pálsson, Jöklahópi Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.
 • Majid Eskafi, Háskóli Íslands.
 • Daði Baldur Ottósson, EFLA.
 • Gísli Guðmundsson, Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
 • Fyrirspurnartími 5

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2020

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í Hörpu, föstudaginn 30. október 2020 í nítjánda sinn. Vegna Covid-19 faraldursins var ráðstefnan rafræn og var öllum að kostnaðarlausu. 

Fyrirkomulag ráðstefnunnar var með nokkuð svipuðu sniði og undanfarin ár að undanskildu því að engir áhorfendur voru í salnum Norðurljósum, heldur var fyrirlestrum streymt beint til þátttakenda. Gefinn var kostur á fyrirspurnum eftir hverja fyrirlestraröð.

Erindin á ráðstefnunni voru fjölbreytileg en þau féllu undir fjóra flokka Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar; mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Dagskrá ráðstefnunnar:

Heiti og flytjendur erinda
SetningBergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar
Gleði og þrautseigja á krefjandi tímum, Anna Steinsen, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og fyrirlesari
Rannsóknir á bikbundnum slitlögum - Sögulegt yfirlit, Pétur Pétursson, PP-Ráðgjöf ehf.  - Ágrip
Eru smektít og ættingjar óvinir viðloðunarefna?, Hafdís Eygló Jónsdóttir, Erla María Hauksdóttir, Vegagerðin, og Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Mannvit hf.  - Ágrip
Hágæðasteypa í brúargerð, Ólafur H. Wallevik, Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Vík í Mýrdal - Hætta á sjávarflóðum og sjóvarnirBryndís Tryggvadóttir, Vegagerðin  - Ágrip
Notkun á yfirborðsbylgjum við mat á stífnieiginleikum jarðvegs og jarðvegsfyllingaElín Ásta Ólafsdóttir, Háskóli Íslands  - Ágrip
Umferðarhraði í hringtorgumBerglind Hallgrímsdóttir, EFLA hf.  - Ágrip
Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélagaSvanhildur Jónsdóttir, VSÓ Ráðgjöf ehf.  - Ágrip
Hver eru öryggisáhrifin af því að fjölga óvörðum vegfarendum?, Höskuldur Kröyer, Trafkon AB  - Ágrip
Greina aðstæður fyrir óvarða vegfarendur með myndgreininguRagnar Gauti Hauksson, EFLA hf.  - Ágrip
Leiðarveðurspáþjónustur Veðurstofu ÍslandsHróbjartur Þorsteinsson  - Ágrip
Samgöngumat - Leiðbeiningar, Ólöf Kristjánsdóttir, Mannvit hf.  - Ágrip
Áhrif breytinga Skeiðarárjökuls á farveg og rennsli SúluFinnur Pálsson, Jöklahópur Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands  - Ágrip
Sveigjanleg og aðlögunarhæf skipulagsgerð fyrir hafnir [erindi flutt á ensku]Majid Eskafi, Háskóli Íslands  - Ágrip
Áhrif innleiðingar deilibíla á ferðavenjur og bílaeignDaði Baldur Ottósson, EFLA hf.  - Ágrip
Samsetning og uppruni svifryks í HvalfjarðargöngumGísli Guðmundsson, Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands  - Ágrip
 
Veggspjöld

Samanburður á mælingum á sjávarborði og líkanreikningum með Delft3D-FM og greining áhrifaþátta strandflóða


 Hægt er að horfa á streymið hér fyrir neðan.   

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2020

Gleði og þrautseigja á krefjandi tímum

Anna Steinsen, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og fyrirlesari hélt upphafserindi ráðstefnunnar. Erindið bar heitið: Gleði og þrautseigja á krefjandi tímum. Anna Steinsen hefur undanfarin ár séð um rekstur námskeiða fyrir ungt fólk og veitt ráðgjöf fyrir fyrirtæki bæði innanlands og erlendis. Fyrir störf sín hefur hún verið verðlaunuð á alþjóðavettvangi.