Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-935
Útgáfudagur:09/26/2012
Útgáfa:4.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
3 Uppsetning umferðarmerkja

Show details for Almennar reglurAlmennar reglur
Show details for Reglur um fjarlægðir s.s. hæðir og bilReglur um fjarlægðir s.s. hæðir og bil
Hide details for Stólpar og FestingarStólpar og Festingar
Við hönnun stólpa og festinga er reiknað með 43,1 m/sek vindálagi við venjulegar aðstæður, þ. e. hvorki við sjávarströnd né inni á hálendi, sem samsvarar um 116 kg/m2 ástreymisþrýstingi og 47,2 m/sek á svæði í allt að 10 km fjarlægð frá sjávarströnd, sem samsvarar um 140 kg/m2 ástreymisþrýstingi.

Heimilt er að reikna með spennum í stólpum umferðarmerkja utan vegar allt að flotmörkum stálsins, en umferðarmerki, sem eru yfir vegi eða sem umferð getur stafað hætta af, eru reiknuð með öryggisstuðli 1,5.

Að jafnaði skulu öll umferðarmerki vera fest á 2 ½" rör sem er 4 m að lengd.

Eiginleikar röra skulu vera samkvæmt eftirfarandi töflu:
Stærð
tommur
Utanmál
mm
Efnis-
þykkt
Þyngd
kg/m
F
sm2
W
sm3
2 ½
75,5
3,75
6,64
8,45
14,3
Rör skulu vera heitgalvanhúðuð með a.m.k 0,05 mm þykkri galvanhúð og þeim lokað að ofan með áskrúfaðri hettu eða plasthettu. Þegar merki eru fest á annað en rör eru stólpar og festingar samkvæmt nánari fyrirmælum.

Rörin skulu rekin niður í jarðveginn uns góðri festingu er náð og að jafnaði ekki minna en 1,0 - 1,2 m niður í jörð, þar sem því verður við komið. Ef ekki er unnt að grafa eða reka rör svo langt niður skuli undirstöður steyptar niður eða vegpúðar settir undir rörið. Vegpúða getur einnig þurft að setja til að uppfylla reglur um fjarlægð frá vegarbrún og hæð merkis.

Þegar merki er fest á eitt rör skal sá endi rörsins sem rekinn er niður gerður flatur eða á hann soðnir flangsar til að koma í veg fyrir að rörið snúist í jarðveginum.

Show details for Eftirgefanlegar festingar (e. lattix)Eftirgefanlegar festingar (e. lattix)